X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:02 Ísland er ótrúlegt land. Ég valdi það ekki að fæðast hér en hingað kom ég samt. Foreldrar mínir eignuðust mig tíu árum eftir myntbreytinguna, þar sem þurfti að fella af tvö núll af íslensku krónunni í tilraun íslenska ríkisins til þess að forða óðaverðbólgu. Ástandið var þannig að það kostaði meira að framleiða krónu pening en virði krónu peningsins var í hagkerfinu. Vá, stór orð. Myntbreyting - óðaverðbólga - hagkerfi. Röddin í höfðinu á þér sem les upphátt þegar þú ert að lesa í hljóði er byrjuð að dofna, athyglin er að fara eitthvað annað. Skrollum nú Tik Tok, Instagram… Varstu að fá Snapchat? BÍDDU AÐEINS. Ég ætla að mála öðruvísi mynd. Þó svo ég hafi ekki valið það að fæðast hér þá hef ég samt val um það að fara héðan. Meira að segja að fara héðan og koma aldrei aftur. Þú hefur líka það val. En, við sem erum ung og búum hér hljótum að eðlisfari að vera forvitið fólk, þrjósk og búið mikilli seiglu. Það er nefnilega það sem þarf til þess að búa hér. Ég hvet þig til þess að nýta þennan kraft okkar til þess að breyta því sem breyta þarf. Íslenska ríkið er ekki blaðra sem er hægt að blása í endalaust, það þarf að taka loftið úr blöðrunni áður en hún springur enn einu sinni. Fækkum stofnunum því ríkið á ekki að selja áfengi, senda póst eða sjá um happdrætti. Sameinum stofnanir þar sem hægt er, nýtum þekkingagrunninn sem við höfum og hættum að sóa kröftum mannauðsins með því að láta fólk dúsa hornana á milli eins og ormar á gulli með sérþekkingu. Deilum upplýsingum og opnum á gagnagrunna. Aukum gegnsæi. Ertu ennþá hér? Okei okei. Smá í viðbót. Við búum í ótrúlegu landi. Við höfum enga stjórn á því hvenær næst eldgos verða eða jarðskjálftar. En við höfum stjórn á ansi mörgu. Við höfum stjórn á framtíðinni. Gefum bændum val á því hvert þeir selja sína afurð, veitum þeim meira frelsi. Jöfnum tækifæri framhaldsskólanemenda sem búa í dreifðum byggðum. Horfum til þess að jafna tækifæri eftir búsetu þeirra ungra einstaklinga sem vilja stunda strandveiðar. Setjum fram langtíma áætlanir varðandi stuðning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi þannig einstaklingar horfi til þess að það sé spennandi framtíð í hugmyndaauðgi þeirra. Förum í innspýtingu í tækniþróun í heilbrigðiskerfinu svo það sé hægt að þjónusta okkur betur í heimabyggð. Setjum meira frelsi inn í fæðingarorlofskerfið og horfum til þess að leyfa fólki að halda tekjum sínum í fæðingarorlofi. Við skulum halda áfram að velja að búa hér. Horfum til framtíðar. Nú máttu skrolla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ótrúlegt land. Ég valdi það ekki að fæðast hér en hingað kom ég samt. Foreldrar mínir eignuðust mig tíu árum eftir myntbreytinguna, þar sem þurfti að fella af tvö núll af íslensku krónunni í tilraun íslenska ríkisins til þess að forða óðaverðbólgu. Ástandið var þannig að það kostaði meira að framleiða krónu pening en virði krónu peningsins var í hagkerfinu. Vá, stór orð. Myntbreyting - óðaverðbólga - hagkerfi. Röddin í höfðinu á þér sem les upphátt þegar þú ert að lesa í hljóði er byrjuð að dofna, athyglin er að fara eitthvað annað. Skrollum nú Tik Tok, Instagram… Varstu að fá Snapchat? BÍDDU AÐEINS. Ég ætla að mála öðruvísi mynd. Þó svo ég hafi ekki valið það að fæðast hér þá hef ég samt val um það að fara héðan. Meira að segja að fara héðan og koma aldrei aftur. Þú hefur líka það val. En, við sem erum ung og búum hér hljótum að eðlisfari að vera forvitið fólk, þrjósk og búið mikilli seiglu. Það er nefnilega það sem þarf til þess að búa hér. Ég hvet þig til þess að nýta þennan kraft okkar til þess að breyta því sem breyta þarf. Íslenska ríkið er ekki blaðra sem er hægt að blása í endalaust, það þarf að taka loftið úr blöðrunni áður en hún springur enn einu sinni. Fækkum stofnunum því ríkið á ekki að selja áfengi, senda póst eða sjá um happdrætti. Sameinum stofnanir þar sem hægt er, nýtum þekkingagrunninn sem við höfum og hættum að sóa kröftum mannauðsins með því að láta fólk dúsa hornana á milli eins og ormar á gulli með sérþekkingu. Deilum upplýsingum og opnum á gagnagrunna. Aukum gegnsæi. Ertu ennþá hér? Okei okei. Smá í viðbót. Við búum í ótrúlegu landi. Við höfum enga stjórn á því hvenær næst eldgos verða eða jarðskjálftar. En við höfum stjórn á ansi mörgu. Við höfum stjórn á framtíðinni. Gefum bændum val á því hvert þeir selja sína afurð, veitum þeim meira frelsi. Jöfnum tækifæri framhaldsskólanemenda sem búa í dreifðum byggðum. Horfum til þess að jafna tækifæri eftir búsetu þeirra ungra einstaklinga sem vilja stunda strandveiðar. Setjum fram langtíma áætlanir varðandi stuðning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi þannig einstaklingar horfi til þess að það sé spennandi framtíð í hugmyndaauðgi þeirra. Förum í innspýtingu í tækniþróun í heilbrigðiskerfinu svo það sé hægt að þjónusta okkur betur í heimabyggð. Setjum meira frelsi inn í fæðingarorlofskerfið og horfum til þess að leyfa fólki að halda tekjum sínum í fæðingarorlofi. Við skulum halda áfram að velja að búa hér. Horfum til framtíðar. Nú máttu skrolla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar