Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar 28. nóvember 2024 10:52 Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun