Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 10:22 Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi opnar fjöldahjálparstöðvar reglulega um land allt vegna óveðra, náttúruhamfara, slysa og ýmissa annarra atburða. Til að koma fólki í skjól eins fljótt og auðið er, er gert ráð fyrir því að hægt sé að opna fjöldahjálpastöð með skömmum fyrirvara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru nauðsynlegur hlekkur í opnun fjöldahjálpastöðva um land allt og eru til staðar í sínu nærsamfélagi þegar á reynir. Þjónustan tekur mið af atvikinu Misjafnt er eftir atburðum hvaða þjónustu þarf að bjóða upp á í fjöldahjálparstöð en í upphafi er almennt verið að horfa til grunnþarfa einstaklinga, svo sem húsaskjóls, matar og annarra brýnna nauðsynja. Það fer svo eftir umfangi atburða hvort bæta þurfi við frekari stuðningi fyrir þau sem dvelja í fjöldahjálparstöð, en þá er önnur þjónusta svo sem sálrænn stuðningur, ráðgjöf og upplýsingagjöf virkjuð. Mikilvægt er að starfsemi í fjöldahjálparstöð sé í samræmi við atvikið sem um ræðir og oft þarf að hafa hraðar hendur og finna lausnir á staðnum, þar sem engin tvö atvik eru eins. Einstaklingar sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum í skemmri eða lengri tíma hafa oftar en ekki lent í erfiðum aðstæðum s.s. óveðri, náttúruhamförum eða slysi. Alla jafna vita sjálfboðaliðar Rauða krossins ekki við hverju er að búast þegar þeir fara á staðinn en þeir mæta og styðja við einstaklingana á meðan dvöl þeirra stendur en fólk getur upplifað misjafnar tilfinningar á meðan dvöl í fjöldahjálparstöð stendur, allt frá sorg, hræðslu og reiði yfir í mikið þakklæti. Hvar eru svo þessar fjöldahjálparstöðvar? Fjöldahjálpastöðvar um land allt eru gjarnan í eigu sveitarfélagana og er hægt að opna með skömmum fyrirvara, s.s. félagsheimili, skólar og íþróttahús. Hins vegar getur komið upp sú staða að húsnæðið sem var ætlað fyrir fjöldahjálparstöð er ekki til taks eða óhentugt hvað varðar staðsetningu eða nálægð við atvik. Þá er það á ábyrgð lögreglunnar í umdæminu að finna hentugt húsnæði í samráði við viðkomandi sveitarfélag. Samkvæmt lögum um almannavarnir 82/2008 útvegar sveitarfélag húsnæði undir fjöldahjálparstöð endurgjaldslaust, en Rauði krossinn greiðir fyrir allan þann búnað sem þarf til að opna hana, þjálfun sjálfboðaliða, rekstur og aðrar nauðsynjar svo sem mat og drykk. Skiptir sjálfboðastarf máli í neyðarvörnum? Rauði krossinn reiðir sig algjörlega á sjálfboðaliða í sínum fjölbreyttu verkefnum og neyðarvarnir eru þar engin undantekning.Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum eru hluti af hjálparliði Almannavarna og taka þátt í þeim verkefnum sem Rauði krossinn ber ábyrgð á, svo sem opnun og rekstur fjöldahjálpastöðva. Í þeim fáu tilfellum sem það hefur gerst að sjálfboðaliðar eru ekki til taks í grennd við atburðinn hefur það reynst áskorun fyrir Rauða krossinn að bregðast við og veita þessa bráðnauðsynleg þjónustu. . Þess vegna skiptir það miklu máli að um allt land sé öflugt net sjálfboðaliða sem geta brugðist við og hjálpað í sínu nærsamfélagi þegar neyðarástand skapast. Þannig verðum við öll öruggari í okkar fagra en oft ófyrirsjáanlega landi.Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum getur þú nálgast allar upplýsingar og umsóknareyðublað inn á www.raudikrossinn.is. Höfundur er teymisstjóri Neyðarvarna hjá Rauða krossinum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun