Steyptu fyrsta gullmolann Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 09:55 Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, heldur stoltur á fyrsta gullinu sem félagið steypti í Nalunaq. Amaroq Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“ Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira