Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:11 Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun