Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2024 09:02 Vændi er ekki vinna og ekki eðlileg viðskipti, svo ég gefi einni konu sem hefur verið í vændi orðið: „Vændi er mótsögn við kvenfrelsi og vændi er mótsögn við kynfrelsi”. Önnur segir: „Að kona þurfi að þola kynlíf með einhverjum sem hún laðast ekki að og myndi aldrei sofa hjá undir neinum öðrum kringumstæðum bara til þess að geta átt fyrir mat og húsnæði er ekkert annað en nauðgun”. Þetta eru raddir kvenna sem hafa verið í vændi og Stígamót hafa gefið þeim rödd undanfarið á samfélagsmiðlum. Að auki höfum við tekið saman og birt á samfélagsmiðlum ummæli vændisgerenda þar sem þeir fella dóma yfir konum eftir notagildi þeirra. Já það er í alvöru til vettvangur þar sem íslenskir karlar ræða konur eins og hverja aðra hluti til sölu. Að lokum höfum við tekið saman það sem rannsóknir segja um vændi, bæði rannsóknir sem Stígamót hafa gert og rannsóknir erlendis frá. Tilgangur þessa samfélagsmiðlaátaks Stígamóta er að koma til móts við óskir þeirra sem leita til Stígamóta vegna vændis um að tala máli þeirra og fræða almenning um kaldan raunveruleikann. Til Stígamóta koma tugir einstaklinga á hverju ári sem eru að vinna úr afleiðingum vændis og reknir eru sjálfshjálparhópar sértaklega fyrir brotaþola vændis sem við köllum Svanahópa. Hér á landi hefur vændi verið skilgreint sem ofbeldi í lögum síðan 2009 þegar kaup voru gerð refsiverð. Samfélagslega hefur okkur hins vegar ekki orðið sérlega vel ágengt, fá mál koma til kasta lögreglunnar og þau eru svo tekin misalvarlega í kerfinu. Afar fátítt er líka að brotaþolar vændis leggi spilin á borðið gagnvart félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki því enn er skömmin að viðurkenna vændið svo mikil og djúpstæð. Í raun eru brotaþolar vændis á svipuðum stað og brotaþolar annars kynferðisofbeldis voru fyrir þrjátíu árum síðan, báru skömm og þjáningu í hljóði og mættu skilningsvana umhverfi. Hin hliðin eru svo öfl sem telja líkama kvenna og kvára vera hluta af hinu kapítalíska kerfi þar sem allt er falt, hægt að kaupa, selja og græða eins og um hverja aðra vöru sé að ræða. Við þurfum að viðurkenna skaðsemi vændis, fræða fagfólk og almenning um áhrifin, styðja brotaþola, búa til styðjandi umhverfi til að komast úr vændi, taka skömmina af brotaþolum, efla réttarvörslukerfið í baráttunni en fyrst og fremst og alla tíð þarf að viðurkenna það að vændi þrífst einungis þar sem eru kaupendur og þar liggur ábyrgðin. Við kaupendur segi ég; þú hefur ekki hugmynd um skaðann sem þú gætir verið að valda annarri manneskju. Ekki kaupa vændi. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Vændi Kynferðisofbeldi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Vændi er ekki vinna og ekki eðlileg viðskipti, svo ég gefi einni konu sem hefur verið í vændi orðið: „Vændi er mótsögn við kvenfrelsi og vændi er mótsögn við kynfrelsi”. Önnur segir: „Að kona þurfi að þola kynlíf með einhverjum sem hún laðast ekki að og myndi aldrei sofa hjá undir neinum öðrum kringumstæðum bara til þess að geta átt fyrir mat og húsnæði er ekkert annað en nauðgun”. Þetta eru raddir kvenna sem hafa verið í vændi og Stígamót hafa gefið þeim rödd undanfarið á samfélagsmiðlum. Að auki höfum við tekið saman og birt á samfélagsmiðlum ummæli vændisgerenda þar sem þeir fella dóma yfir konum eftir notagildi þeirra. Já það er í alvöru til vettvangur þar sem íslenskir karlar ræða konur eins og hverja aðra hluti til sölu. Að lokum höfum við tekið saman það sem rannsóknir segja um vændi, bæði rannsóknir sem Stígamót hafa gert og rannsóknir erlendis frá. Tilgangur þessa samfélagsmiðlaátaks Stígamóta er að koma til móts við óskir þeirra sem leita til Stígamóta vegna vændis um að tala máli þeirra og fræða almenning um kaldan raunveruleikann. Til Stígamóta koma tugir einstaklinga á hverju ári sem eru að vinna úr afleiðingum vændis og reknir eru sjálfshjálparhópar sértaklega fyrir brotaþola vændis sem við köllum Svanahópa. Hér á landi hefur vændi verið skilgreint sem ofbeldi í lögum síðan 2009 þegar kaup voru gerð refsiverð. Samfélagslega hefur okkur hins vegar ekki orðið sérlega vel ágengt, fá mál koma til kasta lögreglunnar og þau eru svo tekin misalvarlega í kerfinu. Afar fátítt er líka að brotaþolar vændis leggi spilin á borðið gagnvart félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki því enn er skömmin að viðurkenna vændið svo mikil og djúpstæð. Í raun eru brotaþolar vændis á svipuðum stað og brotaþolar annars kynferðisofbeldis voru fyrir þrjátíu árum síðan, báru skömm og þjáningu í hljóði og mættu skilningsvana umhverfi. Hin hliðin eru svo öfl sem telja líkama kvenna og kvára vera hluta af hinu kapítalíska kerfi þar sem allt er falt, hægt að kaupa, selja og græða eins og um hverja aðra vöru sé að ræða. Við þurfum að viðurkenna skaðsemi vændis, fræða fagfólk og almenning um áhrifin, styðja brotaþola, búa til styðjandi umhverfi til að komast úr vændi, taka skömmina af brotaþolum, efla réttarvörslukerfið í baráttunni en fyrst og fremst og alla tíð þarf að viðurkenna það að vændi þrífst einungis þar sem eru kaupendur og þar liggur ábyrgðin. Við kaupendur segi ég; þú hefur ekki hugmynd um skaðann sem þú gætir verið að valda annarri manneskju. Ekki kaupa vændi. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun