Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar 27. nóvember 2024 13:20 Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar. Við getum verið stolt af atvinnuvegunum sem byggðir hafa verið upp hér á landi af framtakssömum einstaklingum, hvort sem um er að ræða íslenskan iðnað, ferðaþjónustu, sjávarútveg eða hugvitið, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta eykur lífskjör og lífsgæði Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja um ferðaþjónustuna enda hefur vöxtur greinarinnar eflt íslenskt efnahagslíf til muna og segja má með sanni að greinin sé einkaframtakið í sinni fegurstu mynd. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp hringinn í kringum landið síðastliðin ár og verið lyftistöng í samfélögum sem áður bjuggu við samdrátt. Þetta þekkjum við í Suðurkjördæmi manna best. Þessi sömu fyrirtæki hafa hins vegar því miður þurft að lifa við síendurteknar fyrirvaralausar hækkanir á álögum, sköttum og gjöldum. Það er óásættanlegt. Háir skattar draga úr einkaframtakinu Skattar á fólk og fyrirtæki eru, ef eitthvað er, of háir á Íslandi. Til lengri tíma þurfum við sem samfélag að horfa til þess að skattar á Íslandi geti lækkað. En hvers vegna? Háir skattar eru til þess fallnir að draga þrótt úr einkaframtakinu, rýra samkeppnisstöðu á alþjóðamörkuðum og leggja stein í götu verðmætasköpunar. Þegar breytingar eru gerðar á sköttum og gjöldum með nær engum fyrirvara íþyngir það íslenskum fyrirtækjum enn frekar. Slíkar breytingar leggjast svo enn fremur þyngra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó í öllum tilvikum séu þær slæmar. Verðmætasköpun ferðaþjónustunnar er langt frá því að vera sjálfsögð og er greinin í raun enn að slíta barnsskónum þó vel hafi gengið hingað til og greinin skapi nú þriðjung útflutningstekna landsins. Það þarf sérstaklega að gæta að skattlagningu á atvinnugreinar líkt og ferðaþjónustu sem eru í uppbyggingarfasa og á viðkvæmu stigi enda á ríkið allt sitt undir velgengni einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tekjuöflun. Stöðugleiki í leikreglum ferðaþjónustunnar Við Sjálfstæðismenn viljum viðhalda og treysta þá upplifun sem er að koma til Íslands, við erum að bjóða upp á einstaka þjónustu. Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn nú líkt og áður áherslu á stöðugleika í leikreglum ferðaþjónustunnar sem og atvinnulífsins alls. Í því liggur eitt mesta sóknarfæri íslensks atvinnulífs til lengri tíma. Framúrskarandi lífskjör þau sem hér fyrirfinnast byggir þjóðin á samkeppnishæfni útflutningsstoða sinna, þeim verður einfaldlega að tryggja fyrirsjáanleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfaldar leikreglur. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er land óþrjótandi tækifæra. Við erum rík af bæði auðlindum og hæfileikaríkum einstaklingum - sem eiga sinn þátt í framúrskarandi lífskjörum þjóðarinnar. Við getum verið stolt af atvinnuvegunum sem byggðir hafa verið upp hér á landi af framtakssömum einstaklingum, hvort sem um er að ræða íslenskan iðnað, ferðaþjónustu, sjávarútveg eða hugvitið, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaþjónusta eykur lífskjör og lífsgæði Sjálfstæðisflokkurinn hefur góða sögu að segja um ferðaþjónustuna enda hefur vöxtur greinarinnar eflt íslenskt efnahagslíf til muna og segja má með sanni að greinin sé einkaframtakið í sinni fegurstu mynd. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sprottið upp hringinn í kringum landið síðastliðin ár og verið lyftistöng í samfélögum sem áður bjuggu við samdrátt. Þetta þekkjum við í Suðurkjördæmi manna best. Þessi sömu fyrirtæki hafa hins vegar því miður þurft að lifa við síendurteknar fyrirvaralausar hækkanir á álögum, sköttum og gjöldum. Það er óásættanlegt. Háir skattar draga úr einkaframtakinu Skattar á fólk og fyrirtæki eru, ef eitthvað er, of háir á Íslandi. Til lengri tíma þurfum við sem samfélag að horfa til þess að skattar á Íslandi geti lækkað. En hvers vegna? Háir skattar eru til þess fallnir að draga þrótt úr einkaframtakinu, rýra samkeppnisstöðu á alþjóðamörkuðum og leggja stein í götu verðmætasköpunar. Þegar breytingar eru gerðar á sköttum og gjöldum með nær engum fyrirvara íþyngir það íslenskum fyrirtækjum enn frekar. Slíkar breytingar leggjast svo enn fremur þyngra á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þó í öllum tilvikum séu þær slæmar. Verðmætasköpun ferðaþjónustunnar er langt frá því að vera sjálfsögð og er greinin í raun enn að slíta barnsskónum þó vel hafi gengið hingað til og greinin skapi nú þriðjung útflutningstekna landsins. Það þarf sérstaklega að gæta að skattlagningu á atvinnugreinar líkt og ferðaþjónustu sem eru í uppbyggingarfasa og á viðkvæmu stigi enda á ríkið allt sitt undir velgengni einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tekjuöflun. Stöðugleiki í leikreglum ferðaþjónustunnar Við Sjálfstæðismenn viljum viðhalda og treysta þá upplifun sem er að koma til Íslands, við erum að bjóða upp á einstaka þjónustu. Því leggur Sjálfstæðisflokkurinn nú líkt og áður áherslu á stöðugleika í leikreglum ferðaþjónustunnar sem og atvinnulífsins alls. Í því liggur eitt mesta sóknarfæri íslensks atvinnulífs til lengri tíma. Framúrskarandi lífskjör þau sem hér fyrirfinnast byggir þjóðin á samkeppnishæfni útflutningsstoða sinna, þeim verður einfaldlega að tryggja fyrirsjáanleika. Sjálfstæðisflokkurinn vill að það sé eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Til þess þarf stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfaldar leikreglur. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun