Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2024 10:42 Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Mig langar ekki að ræða þessi hefðbundnu kosningamál, heldur langar mig að benda á hvers vegna Píratar eru mikilvægir og hvað það er sem aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum. Því ég tel, þrátt fyrir yfirlýsingar gamalla stjórnmálamanna, að Píratar eigi sannarlega erindi. Borgararéttindi Það sem dró mig upphaflega að Pírötum, löngu áður en ég fór að taka þátt í starfinu voru opin og heiðarleg stjórnmál, borgararéttindi, valdefling almennings í gegnum opin lýðræðisleg kerfi, frelsi og mannréttindi í stafrænum heimi. Allt þetta framreiddu Píratar með sínum einstaka pönkaralega stíl. Fólkið fram yfir KERFIÐ Píratar hafa alltaf verið framsækin flokkur með stórar róttækar hugmyndir. Fyrir tíma Pírata þekktist það nánast ekki að flokkar sætu þegjandi undir því þegar annað stjórnmálafólk tileinkaði sér hugmyndir þeirra og hugsjónir. Píratar eru öðruvísi flokkur sem talar fyrir öðruvísi stjórnmálum. Píratar fagna því þegar annað stjórnmálafólk fer að tala eins og Pírati. Þessar hugsjónir eru oft óvinsælar þegar þær eru fyrst settar fram en verða svo hluti af umræðunni og þarna grundvallast mikilvægi Pírata. Fyrir nokkrum árum þá þótti það róttæk skoðun að afglæpavæða vímuefni, hætta að refsa notendum og hjálpa þeim frekar. Píratar voru óhrædd að setja þetta mikilvæga heilbrigðismál á dagskrá og í dag þykir þetta mjög eðlilegt stefnumál. Eitthvað sem hægt er að kalla „main stream“ þetta má sjá á stefnuskrá margra flokka sem hafa nákvæmlega þetta stóra Píratamál á sinni stefnuskrá. Píratar vilja að þú ráðir Beint lýðræði var ekki á dagskrá fyrir svo mörgum árum en er það nú. Margir flokkar tala fyrir auknum þjóðaratkvæðagreiðslum í tengslum við stærri mál er snerta þjóðina eins t.d. ESB og aðild að NATO. Þrátt fyrir að flokkar vísi ekki með beinum hætti í beint lýðræði þá er það öllum ljóst sem vilja sjá að þessi málflutningur talar fyrir auknu beinu lýðræði. Nakti keisarinn Gagnsæ stjórnmál hafa líka rutt sér meira til rúms með tilkomu Pírata og mikið hefur verið hnýtt í þingfólk flokksins vegna fjölda fyrirspurna, sem hafa meðal annars leitt til þess að almenningur hefur fengið upplýsingar er varða þjóðkjörna fulltrúa á alþingi. Mér þykir mikilvægt að benda á að Píratar eru einstök rödd í íslenskum stjórnmálum sem hafa rutt braut margra þeirra stefnumála sem aðrir flokkar boða nú og þykja sjálfsögð. Það háir Pírötum svolítið að slæmt umtal sem skapast þegar brautin er rudd, og það umtal virðist oft loða við okkur og við eigum erfitt með að hrista stimpilinn af okkur. Eins og þegar brautin fyrir afglæpavæðingu var rudd þá skapaðist stemning fyrir því að mála flokkinn sem hassreykjandi kjána vegna þessara “róttæku” hugmynda. Treystir þú Alþingi án Pírata? Það að koma málum á dagskrá er ekki alltaf vinsælt, það gefur Pírötum yfirleitt ekki gott umtal og skapar oft “óstjórntæka” ímynd af flokknum, Það má spyrja sig hvort það sé ásættanlegur fórnarkostnaður en þegar allt kemur til alls, þá munu Píratar aldrei skorast undan því að taka slagi þegar þess þarf eða skipta um skoðun ef að samferðafólk okkar - hvort sem er úti í samfélaginu eða í stjórnmálum - færir okkur nýjar upplýsingar sem skipta máli fyrir umræðuna. Píratar vilja mest af öllu leiða saman ólík sjónarmið frá öllum hornum samfélagsins svo hægt sé að komast að sameiginlegri niðurstöðu með hagsmuni almennings í fyrirrúmi. Ég skrifa þennan pistil vegna þess að Píratar fagna því þegar aðrir flokkar af heiðarleika og hugsjón taka upp okkar mál og gera þau að sínum eigin. Það er nefnilega ein af grunnstefnum Pírata að styðja góð mál sama hvaðan þau koma. Öll mál hafa áhrif á “allt hitt” Píratar eru með gríðarlega metnaðarfullar stefnur, þar ber kannski helst að nefna í ljósi þeirra mála sem helst eru í forgrunni í þessum kosningum, húsnæðisstefnu, menntastefnu og efnahagsstefnu. Það eru málefni sem margir flokkar virðast vera sammála um og virðast einnig vera sammála um útfærsluna. Ég minni á að Píratar styðja alltaf góð mál sama hvaðan þau koma. Það eru hinsvegar öðruvísi aðferðir, öðruvísi nálgun og öðruvísi umræða sem ræður því að ég kýs Pírata. Mig langar til að biðja ykkur að hafa þetta í huga þegar þið gangið inn í kjörklefann á laugardaginn og spyrja ykkur að eftirfarandi spurningu: “Hafa Píratar haft áhrif á samfélagið og þykir þér þau áhrif mikilvæg?” Ef þú vilt framsækinn, róttækan flokk sem þorir að sameina ólík sjónarmið þá ættir þú að setja X við P. Höfundur er formaður Pírata í Reykjavík.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun