Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 08:50 Síðustu árin hefur ásókn í auðlindir landsins vaxið geigvænlega. Nú er svo komið að það er varla sá fjörður til fyrir vestan eða austan sem ekki er nýttur eða eru áform um að nýta fyrir sjókvíaeldi, vindorkuvirkjanir eru fyrirhugaðar á öllum mögulegum stöðum um allt land, ásókn í áður ósnortin landsvæði til uppbyggingar nýrra mannvirkja í ferðaþjónustu vex með degi hverjum, mylja á niður heilu fjöllin sunnanlands, selflytja hluta Mýrdalssands til útflutnings og hver bújörðin á fætur annarri er tekin úr matvælaframleiðslu en lögð undir til að mynda plantekru skógrækt, ferðafólk eða frístundabyggð. „Við viljum fransbrauð“ góluðu þeir Karíus og Baktus um árið. „Við viljum meiri græna orku og meira ferskvatn“ glymur núna landshluta á milli, úr börkum innlendra og erlendra fjárfesta sem sjá „viðskiptatækifæri“ í hverjum hver, hverjum huldukletti, hverjum berjamó og hverri lindá landsins. Ekkert heildaryfirlit er til staðar af hálfu stjórnvalda yfir auðlindir landsins né samþætt framtíðarskipulag nýtingar þeirra. Ekkert pláss fyrir villta náttúru nema í frímerkja formi á milli mannvirkja? Við í Pírötum finnst löngu komin tími til að spyrna við fæti og hægja á þessu offorsi áður en fleiri óafturkræf mistök verða gerð. Við höfum rammaáætlun fyrir virkjanaáform en við þurfum líka að skipuleggja alla auðlindanýtingu á láglendi í samhengi þar sem allt er upp á borðum. Framtíð villtrar náttúru og sameiginlegra auðlinda landsins er undir. Þó Ísland sé 103.000 km2 að stærð þá eru nefnilega ekki nema um 43.000 km2 (42%) þess á láglendi (neðan 400 metra hæðar yfir sjó), svæði á stærð við Danmörku. Þar fer meira eða minna öll okkar landnýting fram (utan afréttabeitar, útivistar, vatnsaflsvirkjana og einhverrar efnistöku). Því til viðbótar sýnir gróf greining á fyrirliggjandi gögnum að yfir 85% af kortlagðri landnýtingu á Íslandi (þéttbýli og vegir, uppistöðulón, tún og akrar, framræst votlendi, frístundabyggð, skógrækt) fer fram neðan 200 metra hæðalínunnar; á svæði sem er á landsvísu tæplega 25.000 km2 (24%) af heildarstærð landsins. Það er ríflega 5000 km2 minna landsvæði en Belgía! Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Sjá meira
Síðustu árin hefur ásókn í auðlindir landsins vaxið geigvænlega. Nú er svo komið að það er varla sá fjörður til fyrir vestan eða austan sem ekki er nýttur eða eru áform um að nýta fyrir sjókvíaeldi, vindorkuvirkjanir eru fyrirhugaðar á öllum mögulegum stöðum um allt land, ásókn í áður ósnortin landsvæði til uppbyggingar nýrra mannvirkja í ferðaþjónustu vex með degi hverjum, mylja á niður heilu fjöllin sunnanlands, selflytja hluta Mýrdalssands til útflutnings og hver bújörðin á fætur annarri er tekin úr matvælaframleiðslu en lögð undir til að mynda plantekru skógrækt, ferðafólk eða frístundabyggð. „Við viljum fransbrauð“ góluðu þeir Karíus og Baktus um árið. „Við viljum meiri græna orku og meira ferskvatn“ glymur núna landshluta á milli, úr börkum innlendra og erlendra fjárfesta sem sjá „viðskiptatækifæri“ í hverjum hver, hverjum huldukletti, hverjum berjamó og hverri lindá landsins. Ekkert heildaryfirlit er til staðar af hálfu stjórnvalda yfir auðlindir landsins né samþætt framtíðarskipulag nýtingar þeirra. Ekkert pláss fyrir villta náttúru nema í frímerkja formi á milli mannvirkja? Við í Pírötum finnst löngu komin tími til að spyrna við fæti og hægja á þessu offorsi áður en fleiri óafturkræf mistök verða gerð. Við höfum rammaáætlun fyrir virkjanaáform en við þurfum líka að skipuleggja alla auðlindanýtingu á láglendi í samhengi þar sem allt er upp á borðum. Framtíð villtrar náttúru og sameiginlegra auðlinda landsins er undir. Þó Ísland sé 103.000 km2 að stærð þá eru nefnilega ekki nema um 43.000 km2 (42%) þess á láglendi (neðan 400 metra hæðar yfir sjó), svæði á stærð við Danmörku. Þar fer meira eða minna öll okkar landnýting fram (utan afréttabeitar, útivistar, vatnsaflsvirkjana og einhverrar efnistöku). Því til viðbótar sýnir gróf greining á fyrirliggjandi gögnum að yfir 85% af kortlagðri landnýtingu á Íslandi (þéttbýli og vegir, uppistöðulón, tún og akrar, framræst votlendi, frístundabyggð, skógrækt) fer fram neðan 200 metra hæðalínunnar; á svæði sem er á landsvísu tæplega 25.000 km2 (24%) af heildarstærð landsins. Það er ríflega 5000 km2 minna landsvæði en Belgía! Höfundur er oddviti Pírata í Suðurkjördæmi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun