Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar 26. nóvember 2024 15:01 Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra. Samningamenn koma yfirleitt að borðinu sannfærð um eigin málstað og við höfum innbyggða tilhneigingu til að dragast inn á átök. Þessi sama tilhneiging er áberandi í umræðunni fyrir Alþingiskosningar. Annað hvort byggjum við upp efnhagslífið eða björgum umhverfinu, annað hvort lækkum við matvælaverð eða fórnum hagsmunum bænda, annað hvort tökum við þátt í alþjóðlegri samvinnu eða verndum hagsmuni Íslands, annað hvort hækkum við skatta eða náum jafnvægi í ríkisfjármálum. Sú hugmynd að ávinningur á einu sviði sé fórn á öðru er rótgróin hugsanavilla. Töfrarnir verða þegar við áttum okkur á því að það þarf ekki að vera annað hvort eða, heldur getum við oft leyst fleiri en eitt vandamál og náð fleiri en einu markmiði í einu. Hagsmunir okkar allra Gott dæmi um lausn þar sem allir vinna er skynsamleg nýting grænnar orku til orkuskipta, sem gerir okkur fært að spara milljarða í olíukostnað, minnkar losun gróðurhúsaloftegunda, bætir loftgæði og þar með heilsu fólks og eykur öryggi Íslands í hverfulum heimi. Hófleg kolefnisgjöld, þar sem sá sem mengar greiðir fyrir mengunina, eru jafnframt skynsamleg efnhagsleg ráðstöfun sem ýtir undir þróun grænna lausna, eykur orkusparnað og skynsamlega nýtingu orku, eykur störf í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, jafnar samkeppni þar sem mengandi iðnaður greiðir raunverulegan kostnað af framleiðslunni, bætir heilsu með minni mengun, eykur samkeppnishæfni í heimi sem kallar eftir umhverfisvænum vörum, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda, sparar kolefniskvóta og getur stutt við íslenskt atvinnulíf - sérstaklega ef tekjurnar af gjaldinu eru notaðar til að lækka álögur á atvinnulífið eins og Viðreisn boðar. Hlustum til að skilja Viðreisn hefur lagt áherslu á það í kosningabaráttunni að hlusta og eiga virkt samtal við fólk um allt land í stofnunum, fyrirtækjum og verslunarmiðstöðvum. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt, ekki síst þegar ólík sjónarmið koma fram. Við lærum mest af þeim sem við erum ósammála, þegar við hlustum til að skilja. Ef við vörumst að dragast inn í átök þá finnum við sameiningu lausnir sem gagnast fólki um allt land, bæði atvinnulífi og umhverfi, styrkir efnhagslíf og veitir stuðnings við betri líðan fólks. Til þess þarf breytt hugarfar og örlitla jákvæðni. Breytum þessu saman. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra. Samningamenn koma yfirleitt að borðinu sannfærð um eigin málstað og við höfum innbyggða tilhneigingu til að dragast inn á átök. Þessi sama tilhneiging er áberandi í umræðunni fyrir Alþingiskosningar. Annað hvort byggjum við upp efnhagslífið eða björgum umhverfinu, annað hvort lækkum við matvælaverð eða fórnum hagsmunum bænda, annað hvort tökum við þátt í alþjóðlegri samvinnu eða verndum hagsmuni Íslands, annað hvort hækkum við skatta eða náum jafnvægi í ríkisfjármálum. Sú hugmynd að ávinningur á einu sviði sé fórn á öðru er rótgróin hugsanavilla. Töfrarnir verða þegar við áttum okkur á því að það þarf ekki að vera annað hvort eða, heldur getum við oft leyst fleiri en eitt vandamál og náð fleiri en einu markmiði í einu. Hagsmunir okkar allra Gott dæmi um lausn þar sem allir vinna er skynsamleg nýting grænnar orku til orkuskipta, sem gerir okkur fært að spara milljarða í olíukostnað, minnkar losun gróðurhúsaloftegunda, bætir loftgæði og þar með heilsu fólks og eykur öryggi Íslands í hverfulum heimi. Hófleg kolefnisgjöld, þar sem sá sem mengar greiðir fyrir mengunina, eru jafnframt skynsamleg efnhagsleg ráðstöfun sem ýtir undir þróun grænna lausna, eykur orkusparnað og skynsamlega nýtingu orku, eykur störf í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, jafnar samkeppni þar sem mengandi iðnaður greiðir raunverulegan kostnað af framleiðslunni, bætir heilsu með minni mengun, eykur samkeppnishæfni í heimi sem kallar eftir umhverfisvænum vörum, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda, sparar kolefniskvóta og getur stutt við íslenskt atvinnulíf - sérstaklega ef tekjurnar af gjaldinu eru notaðar til að lækka álögur á atvinnulífið eins og Viðreisn boðar. Hlustum til að skilja Viðreisn hefur lagt áherslu á það í kosningabaráttunni að hlusta og eiga virkt samtal við fólk um allt land í stofnunum, fyrirtækjum og verslunarmiðstöðvum. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt, ekki síst þegar ólík sjónarmið koma fram. Við lærum mest af þeim sem við erum ósammála, þegar við hlustum til að skilja. Ef við vörumst að dragast inn í átök þá finnum við sameiningu lausnir sem gagnast fólki um allt land, bæði atvinnulífi og umhverfi, styrkir efnhagslíf og veitir stuðnings við betri líðan fólks. Til þess þarf breytt hugarfar og örlitla jákvæðni. Breytum þessu saman. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun