Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 14:23 Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk. Aldrei grunaði mig að ég tæki þátt í stjórnmálum, en ég geri það nú í fyrsta sinn, því sem móðir fjögurra ára einhverfs barns, þá brenn ég fyrir málefnum barna sem ég kalla ósýnileg. Það geri ég því ég hef rekist á ótal veggi í kerfi, sem á að vera hannað fyrir fólkið og börnin, en ekki öfugt. Ég tel þessum málaflokki best borgið hjá Sjálfstæðisflokknum, fjöldahreyfingu sem skilur mikilvægi þess að stuðla þurfi að varanlegri verðmætasköpun, til að fjármagna aukinn stuðning við þennan hóp og aðra. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins er vel þekkt, en líklega vita færri að sjálfsstæðisstefnan leggur “mikla áherslu á að tryggja afkomu þeirra og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu.” Við foreldrar viljum snemmtæka íhlutun, stytta verulega biðlista eftir þjónustu, bæði fyrir greiningu og hjá sérfræðingum. Það þarf fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á samvinnu fagfólks og foreldra með það að leiðarljósi að fjölskyldan þekkir best þarfir barnsins. Það þarf því að styrkja foreldrana og kerfin í kringum börnin. Kerfið á að vera til aðstoðar en ekki vandamálið eins og er orðið oft á tíðum í dag. Í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins er lögð áhersla á að endurskilgreina skóla án aðgreiningar þannig að foreldrar hafi aukið val. Ég er þessu persónulega mjög fylgjandi þó inngilding sé alltaf það sem sé stefnt að þá farnast fjölda barna betur í sérúrræði. Staðan er sú að fjöldinn allur af börnum eru ekki að komast inn á þær alltof fáu sérdeildir sem eru í boði. En það er ekki nóg að tala bara um hvernig eigi að ráðstafa peningunum. Það þarf að afla þeirra, svo einhverju verði til að dreifa. Margsannað er að lægri skattar og góð efnahagsstjórn, sem skilar sér í lægri vöxtum, stækkar kökuna. Ég er sannfærð um að í krafti sjálfstæðisstefnunnar getum við breytt lífi þúsunda íslenskra barna og aðstandenda þeirra. Ég á mikilla hagsmuni að gæta. Börnin eru mér allt og ég á allt mitt undir því að sameiginlegir sjóðir okkar verði varanlega aflögufærir í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda. Því kýs ég að starfa innan og bjóða mig fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, vegna mennskunnar sem í honum býr. Það er undir okkur komið, að virkja hana. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk. Aldrei grunaði mig að ég tæki þátt í stjórnmálum, en ég geri það nú í fyrsta sinn, því sem móðir fjögurra ára einhverfs barns, þá brenn ég fyrir málefnum barna sem ég kalla ósýnileg. Það geri ég því ég hef rekist á ótal veggi í kerfi, sem á að vera hannað fyrir fólkið og börnin, en ekki öfugt. Ég tel þessum málaflokki best borgið hjá Sjálfstæðisflokknum, fjöldahreyfingu sem skilur mikilvægi þess að stuðla þurfi að varanlegri verðmætasköpun, til að fjármagna aukinn stuðning við þennan hóp og aðra. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins er vel þekkt, en líklega vita færri að sjálfsstæðisstefnan leggur “mikla áherslu á að tryggja afkomu þeirra og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu.” Við foreldrar viljum snemmtæka íhlutun, stytta verulega biðlista eftir þjónustu, bæði fyrir greiningu og hjá sérfræðingum. Það þarf fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á samvinnu fagfólks og foreldra með það að leiðarljósi að fjölskyldan þekkir best þarfir barnsins. Það þarf því að styrkja foreldrana og kerfin í kringum börnin. Kerfið á að vera til aðstoðar en ekki vandamálið eins og er orðið oft á tíðum í dag. Í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins er lögð áhersla á að endurskilgreina skóla án aðgreiningar þannig að foreldrar hafi aukið val. Ég er þessu persónulega mjög fylgjandi þó inngilding sé alltaf það sem sé stefnt að þá farnast fjölda barna betur í sérúrræði. Staðan er sú að fjöldinn allur af börnum eru ekki að komast inn á þær alltof fáu sérdeildir sem eru í boði. En það er ekki nóg að tala bara um hvernig eigi að ráðstafa peningunum. Það þarf að afla þeirra, svo einhverju verði til að dreifa. Margsannað er að lægri skattar og góð efnahagsstjórn, sem skilar sér í lægri vöxtum, stækkar kökuna. Ég er sannfærð um að í krafti sjálfstæðisstefnunnar getum við breytt lífi þúsunda íslenskra barna og aðstandenda þeirra. Ég á mikilla hagsmuni að gæta. Börnin eru mér allt og ég á allt mitt undir því að sameiginlegir sjóðir okkar verði varanlega aflögufærir í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda. Því kýs ég að starfa innan og bjóða mig fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, vegna mennskunnar sem í honum býr. Það er undir okkur komið, að virkja hana. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun