Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 14:23 Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk. Aldrei grunaði mig að ég tæki þátt í stjórnmálum, en ég geri það nú í fyrsta sinn, því sem móðir fjögurra ára einhverfs barns, þá brenn ég fyrir málefnum barna sem ég kalla ósýnileg. Það geri ég því ég hef rekist á ótal veggi í kerfi, sem á að vera hannað fyrir fólkið og börnin, en ekki öfugt. Ég tel þessum málaflokki best borgið hjá Sjálfstæðisflokknum, fjöldahreyfingu sem skilur mikilvægi þess að stuðla þurfi að varanlegri verðmætasköpun, til að fjármagna aukinn stuðning við þennan hóp og aðra. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins er vel þekkt, en líklega vita færri að sjálfsstæðisstefnan leggur “mikla áherslu á að tryggja afkomu þeirra og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu.” Við foreldrar viljum snemmtæka íhlutun, stytta verulega biðlista eftir þjónustu, bæði fyrir greiningu og hjá sérfræðingum. Það þarf fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á samvinnu fagfólks og foreldra með það að leiðarljósi að fjölskyldan þekkir best þarfir barnsins. Það þarf því að styrkja foreldrana og kerfin í kringum börnin. Kerfið á að vera til aðstoðar en ekki vandamálið eins og er orðið oft á tíðum í dag. Í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins er lögð áhersla á að endurskilgreina skóla án aðgreiningar þannig að foreldrar hafi aukið val. Ég er þessu persónulega mjög fylgjandi þó inngilding sé alltaf það sem sé stefnt að þá farnast fjölda barna betur í sérúrræði. Staðan er sú að fjöldinn allur af börnum eru ekki að komast inn á þær alltof fáu sérdeildir sem eru í boði. En það er ekki nóg að tala bara um hvernig eigi að ráðstafa peningunum. Það þarf að afla þeirra, svo einhverju verði til að dreifa. Margsannað er að lægri skattar og góð efnahagsstjórn, sem skilar sér í lægri vöxtum, stækkar kökuna. Ég er sannfærð um að í krafti sjálfstæðisstefnunnar getum við breytt lífi þúsunda íslenskra barna og aðstandenda þeirra. Ég á mikilla hagsmuni að gæta. Börnin eru mér allt og ég á allt mitt undir því að sameiginlegir sjóðir okkar verði varanlega aflögufærir í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda. Því kýs ég að starfa innan og bjóða mig fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, vegna mennskunnar sem í honum býr. Það er undir okkur komið, að virkja hana. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk. Aldrei grunaði mig að ég tæki þátt í stjórnmálum, en ég geri það nú í fyrsta sinn, því sem móðir fjögurra ára einhverfs barns, þá brenn ég fyrir málefnum barna sem ég kalla ósýnileg. Það geri ég því ég hef rekist á ótal veggi í kerfi, sem á að vera hannað fyrir fólkið og börnin, en ekki öfugt. Ég tel þessum málaflokki best borgið hjá Sjálfstæðisflokknum, fjöldahreyfingu sem skilur mikilvægi þess að stuðla þurfi að varanlegri verðmætasköpun, til að fjármagna aukinn stuðning við þennan hóp og aðra. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins er vel þekkt, en líklega vita færri að sjálfsstæðisstefnan leggur “mikla áherslu á að tryggja afkomu þeirra og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu.” Við foreldrar viljum snemmtæka íhlutun, stytta verulega biðlista eftir þjónustu, bæði fyrir greiningu og hjá sérfræðingum. Það þarf fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á samvinnu fagfólks og foreldra með það að leiðarljósi að fjölskyldan þekkir best þarfir barnsins. Það þarf því að styrkja foreldrana og kerfin í kringum börnin. Kerfið á að vera til aðstoðar en ekki vandamálið eins og er orðið oft á tíðum í dag. Í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins er lögð áhersla á að endurskilgreina skóla án aðgreiningar þannig að foreldrar hafi aukið val. Ég er þessu persónulega mjög fylgjandi þó inngilding sé alltaf það sem sé stefnt að þá farnast fjölda barna betur í sérúrræði. Staðan er sú að fjöldinn allur af börnum eru ekki að komast inn á þær alltof fáu sérdeildir sem eru í boði. En það er ekki nóg að tala bara um hvernig eigi að ráðstafa peningunum. Það þarf að afla þeirra, svo einhverju verði til að dreifa. Margsannað er að lægri skattar og góð efnahagsstjórn, sem skilar sér í lægri vöxtum, stækkar kökuna. Ég er sannfærð um að í krafti sjálfstæðisstefnunnar getum við breytt lífi þúsunda íslenskra barna og aðstandenda þeirra. Ég á mikilla hagsmuni að gæta. Börnin eru mér allt og ég á allt mitt undir því að sameiginlegir sjóðir okkar verði varanlega aflögufærir í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda. Því kýs ég að starfa innan og bjóða mig fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, vegna mennskunnar sem í honum býr. Það er undir okkur komið, að virkja hana. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun