Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 11:12 Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. Þetta er af margvíslegum ástæðum td. vegna þess að fólk vill eiga kost á fjarvinnu, vill lifa hæglætislífi eða jafnvel eiga í hlut eldri borgarar sem vilja dvelja meira í húsi sem þeir hafa byggt og sinnt af natni í gegnum áratugina. Svo má ekki gleyma þeim sem telja sig hafa fundið lausn á himinháu húsnæðis- og leiguverði, efnaminna fólk. Sveitarfélög hafa tekið misvel í þessa þróun mála. Fólkið sem býr í þessum húsum fær ekki lögheimilið sitt skráð þar og er því flokkað sem „óstaðsett í hús" eða er ranglega að skrá sig með lögheimili hjá vandamönnum, jafnvel í öðru sveitarfélagi. Hægt væri að hugsa sér lausn á þessum vanda með því að hægt væri að skrá sig með A- og B-búsetu. A-búseta væri hefðbundin skráning eins og hún er í dag en B-búseta væri fyrir fólk í fyrrnefndum aðstæðum sem væri þó með skerta þjónustu frá sveitarfélaginu, sem það væri þá meðvitað um. Þetta yrði líklega takmarkaður hópur sem myndi nýta sér þennan kost. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér ákveðinn ávinning, meðal annars að hægt væri að staðsetja fólk réttilega bæði út frá stjórnsýslu ríkisins en einnig ef vá kemur upp. Þetta hefði einnig þann ávinning að ríki, sveitarfélög og aðrir hagaðilar gætu komið sér saman um hvers konar þjónustu B-búseta fengi þrátt fyrir þau gjöld sem þau væru að greiða fremur en að það fólk væri utan kerfisins. Slíkt gæti líka orðið til þess að aðstoða efnaminna fólk ef sveitarfélag vissi af þeim skráðum á svæðinu. Miðflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar og góðar lausnir á húsnæðisvandanum. Markmiðið þar er að endurvekja hina hefðbundnu séreignastefnu þar sem þeir sem vilja geta eignast húsnæði en þeir sem vilja geti leigt. Það húsnæði væri hefðbundið íbúðarhúsnæði. Þessi hugmynd að lausn er einungis hugsuð til þess að leysa þann vanda sem nú er fyrir hendi og lifir í einskonar limbói stjórnsýslunnar. Höfundur er lögfræðingur og kúabóndi og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. Þetta er af margvíslegum ástæðum td. vegna þess að fólk vill eiga kost á fjarvinnu, vill lifa hæglætislífi eða jafnvel eiga í hlut eldri borgarar sem vilja dvelja meira í húsi sem þeir hafa byggt og sinnt af natni í gegnum áratugina. Svo má ekki gleyma þeim sem telja sig hafa fundið lausn á himinháu húsnæðis- og leiguverði, efnaminna fólk. Sveitarfélög hafa tekið misvel í þessa þróun mála. Fólkið sem býr í þessum húsum fær ekki lögheimilið sitt skráð þar og er því flokkað sem „óstaðsett í hús" eða er ranglega að skrá sig með lögheimili hjá vandamönnum, jafnvel í öðru sveitarfélagi. Hægt væri að hugsa sér lausn á þessum vanda með því að hægt væri að skrá sig með A- og B-búsetu. A-búseta væri hefðbundin skráning eins og hún er í dag en B-búseta væri fyrir fólk í fyrrnefndum aðstæðum sem væri þó með skerta þjónustu frá sveitarfélaginu, sem það væri þá meðvitað um. Þetta yrði líklega takmarkaður hópur sem myndi nýta sér þennan kost. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér ákveðinn ávinning, meðal annars að hægt væri að staðsetja fólk réttilega bæði út frá stjórnsýslu ríkisins en einnig ef vá kemur upp. Þetta hefði einnig þann ávinning að ríki, sveitarfélög og aðrir hagaðilar gætu komið sér saman um hvers konar þjónustu B-búseta fengi þrátt fyrir þau gjöld sem þau væru að greiða fremur en að það fólk væri utan kerfisins. Slíkt gæti líka orðið til þess að aðstoða efnaminna fólk ef sveitarfélag vissi af þeim skráðum á svæðinu. Miðflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar og góðar lausnir á húsnæðisvandanum. Markmiðið þar er að endurvekja hina hefðbundnu séreignastefnu þar sem þeir sem vilja geta eignast húsnæði en þeir sem vilja geti leigt. Það húsnæði væri hefðbundið íbúðarhúsnæði. Þessi hugmynd að lausn er einungis hugsuð til þess að leysa þann vanda sem nú er fyrir hendi og lifir í einskonar limbói stjórnsýslunnar. Höfundur er lögfræðingur og kúabóndi og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun