Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 10:30 Hægra megin við borðið eru, frá vinstri, Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur og Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Gegnt þeim sitja Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. Alþingi Skipað hefur verið í rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins í Súðavík í janúar árið 1995. Nefndinni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á hvernig snjóflóðavörnum var háttað, almannavarnaaðgerðir í aðdraganda og kjölfar flóðsins og eftirfylgni stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis. Þar segir að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hafi í gær fundað með rannsóknarnefndinni og afhent þeim skipunarbréf. Nefndina skipa þau Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, og Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur. Rannsaka marga fleti málsins Samkvæmt þingsályktun frá því í apríl á þessu ári var ákveðið að skipa nefndina til þess að rannsaka málsatvik í tengslum við flóðið, sem féll 16. janúar 1995. Fjórtán létust í flóðinu og tíu slösuðust. Nefndinni er ætlað að draga saman og útbúa til birtingar upplýsingar um málsatvik með það að markmiðið að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda í tengslum við flóðið. Þar verður gerð grein fyrir: Hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, hvernig skipulagi byggðar var háttað með tilliti til snjóflóðahættu, gerð hættumats og hvernig staðið var að upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa Súðavíkur, Fyrirkomulagi og framkvæmd almannavarnaaðgerða í aðdraganda snjóflóðsins, í kjölfar þess og þar til hættuástandi var aflétt, Eftirfylgni stjórnvalda í kjölfar snjóflóðsins. Nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi og skal ljúka rannsókn sinni svo fljótt sem verða má, og eigi síðar en einu ári eftir skipun hennar. Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Alþingi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis. Þar segir að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hafi í gær fundað með rannsóknarnefndinni og afhent þeim skipunarbréf. Nefndina skipa þau Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, og Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur. Rannsaka marga fleti málsins Samkvæmt þingsályktun frá því í apríl á þessu ári var ákveðið að skipa nefndina til þess að rannsaka málsatvik í tengslum við flóðið, sem féll 16. janúar 1995. Fjórtán létust í flóðinu og tíu slösuðust. Nefndinni er ætlað að draga saman og útbúa til birtingar upplýsingar um málsatvik með það að markmiðið að varpa ljósi á ákvarðanir og verklag stjórnvalda í tengslum við flóðið. Þar verður gerð grein fyrir: Hvernig staðið var að ákvörðunum um snjóflóðavarnir, hvernig skipulagi byggðar var háttað með tilliti til snjóflóðahættu, gerð hættumats og hvernig staðið var að upplýsingagjöf um snjóflóðahættu til íbúa Súðavíkur, Fyrirkomulagi og framkvæmd almannavarnaaðgerða í aðdraganda snjóflóðsins, í kjölfar þess og þar til hættuástandi var aflétt, Eftirfylgni stjórnvalda í kjölfar snjóflóðsins. Nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi og skal ljúka rannsókn sinni svo fljótt sem verða má, og eigi síðar en einu ári eftir skipun hennar.
Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Alþingi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira