„Fann brosið mitt á ný“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Emma Hayes kann mjög vel við sig sem landsliðsþjálfari og er líka að byrja mjög vel með bandaríska landsliðið. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, opnaði sig í gær um vanlíðan sína í starfi sem knattspyrnustýra Chelsea. Hún hætti með Chelsea eftir síðasta tímabil og tók við bandaríska landsliðinu. Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira
Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Sjá meira