Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson fagnaði marki sínu hóflega af virðingu við sitt gamla félag.
Albert Guðmundsson fagnaði marki sínu hóflega af virðingu við sitt gamla félag. getty/Image Photo Agency

Albert Guðmundsson jafnaði í 1-1 með marki úr vítaspyrnu eftir tuttugu mínútna leik. Þetta var annað deildarmark hans í vetur.

Roberto Piccoli kom Fiorentina yfir á 57. mínútu, 1-2, en Lorenzo Colombo jafnaði fyrir Genoa þremur mínútum seinna. Hann hafði klúðrað vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Genoa sem er í 18. sæti deildarinnar með sjö stig.

Stefano Pioli var sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Fiorentina í síðustu viku og við starfi hans tók Paolo Vanoli. Hann stýrði Flórensliðinu í fyrsta sinn í dag.

Ljóst er að hans bíður erfitt verkefni en Fiorentina er aðeins með fimm stig eftir fyrstu ellefu leiki sína í ítölsku úrvalsdeildinni.

Bologna vann góðan sigur á Napoli, 2-0. Thijs Dallinga og Jhon Lucumi skoruðu fyrir Bologna sem er í 5. sæti deildarinnar með 21 stig. Napoli er í 2. sætinu með 22 stig, jafn mörg og topplið AC Milan.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira