Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar 25. nóvember 2024 18:42 Já, góðan daginn hér. Ég er ekki týpan sem hendir frá mér skoðanagreinum hægri vinstri en ég hef smá áhyggjur af kosningabaráttunni sem er í gangi núna. Það stefnir í mjög spennandi kosningar, en einhvern veginn finnst mér málefni barna og ungs fólks, ásamt öðrum tengdum málum, ekki vera nægilega áberandi í umræðunni eða rædd á markvissan hátt. Ég er faðir tveggja dætra á tveimur skólastigum, hef unnið innan frístunda- og æskulýðsgeirans í yfir 20 ár og átt í talsverðu samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið í gegnum tíðina. Það sem ég hef tekið mest eftir hvað varðar málefni barna og ungmenna er að sá stjórnmálaflokkur sem hefur að mestu stjórnað fjármálum þjóðarinnar síðustu 70 árin setti fram áhersluplagg þar sem sumt var góðra gjalda vert. Hins vegar var þar talsvert af klisjum án þess að skýrar leiðir fylgdu með. Einnig voru þar hugmyndir sem bera vott um afturför, eins og að börn sem eru „öðruvísi“ ættu að vera í sérskólum og að taka ætti upp úreltar kennsluáherslur og námsmat (lesist: samræmd próf). Ég hef einnig tekið eftir að Viðreisn hefur lagt áherslu á geðheilbrigðismál og málefni fólks með fíknivanda, sem er afar jákvætt. Hins vegar eru það aðeins frambjóðendur í einu kjördæmi sem virðast setja þau málefni sem standa mínu hjarta næst, í algjöran forgang. Sem leggja alla áhersluna í að styrkja framtíð og efla félagslegt umhverfi barna og ungs fólks, efla menntamál, styðja við íþrótta-, frístunda- og önnur æskulýðsmál. Þetta eru þau sem leggja alla áherslu á að styrkja framtíð og efla félagslegt umhverfi barna og ungs fólks, efla menntamál, styðja við íþrótta-, frístunda- og önnur æskulýðsmál. Það eru frambjóðendur Framsóknar í Reykjavík Norður, þar sem fremst í flokki standa Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður. Ég sjálfur hef aldrei kosið Framsókn og ekki ljáð neinum af fjórflokkunum mitt atkvæði á þessari öld en í fyrsta sinn stefnir í að ég kjósi Framsóknarflokkinn. Það er ekki aðeins vegna þeirra ástæðna sem ég hef talið upp hér að ofan. Á undanförnum árum hef ég séð mennta- og barnamálaráðuneytið eflast og mikinn kraft koma í framþróun þeirra málaflokka sem það ráðuneyti hefur yfirumsjón með. Að mínu mati hefur meira áunnist innan ráðuneytisins á síðustu þremur árum en á áratugnum þar á undan. Á þessum þingvetri voru mörg mikilvæg mál á leið inn á Alþingi frá ráðuneytinu, og því var það sárt að sjá stjórnina springa á þeim tímapunkti. Ég vil þó halda því til haga að ég var enginn stuðningsmaður síðustu ríkisstjórnar. Sársaukinn stafaði hins vegar af því að á leið inn í þingið voru ný lög um félagsmiðstöðvar, en Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem hefur ekki lögbundið það öfluga æskulýðs- og forvarnarstarf sem þar fer fram. Þá voru ný lög um skólaþjónustu, sem lengi hefur verið beðið eftir, og lög um fjármögnun úrræða fyrir börn sem þurfa mestan stuðning í mennta- og æskulýðsstarfi. Þetta er aðeins hluti þeirra mála sem voru á lokametrunum frá ráðuneytinu. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta er ekki ráðherranum einum að þakka, en hann á mikið hrós fyrir sína ástríðu í þessum málum og fyrir að hafa fengið til liðs við sig öflugt og ástríðufullt starfsfólk sem hefur látið hendur standa fram úr ermum. Ef menntamál eru skoðuð sérstaklega hefur lengi vantað aukinn stuðning við útgáfu námsgagna, og lengi hefur verið beðið eftir fyrrgreindum skólaþjónustulögum sem og samræmdu námsmati. Þessi þrenna var á lokametrunum þegar stjórnin sprakk. Ég kom nýlega úr starfstengdri ferð til Eistlands. Það land er efst meðal Evrópulanda samkvæmt Pisa-rannsóknum. Þar, líkt og hér, er áherslan að færast frá klassískum samræmdum prófum yfir í samræmdan fjölþættan námsferil. Í íþróttamálum er loks að sjá fyrir endann á lönguvitleysunni í þjóðarleikvangsmálum. Ekki síður fagna ég auknum áherslum og stuðningi við íþróttaþátttöku barna og ungs fólks með fatlanir. Þá hafa farsældarlögin orðið þess valdandi að öflugt frístundastarf á vegum sveitarfélaga hefur komist betur í sviðsljósið, sem mikilvægur hluti af velferðar- og farsældarkerfi barna. Allt þetta á Ásmundur Einar, Hafdís og fólkið í kringum þau mikinn þátt í að koma á laggirnar. Ég er alls enginn Framsóknarmaður, en ef þau og annað Framsóknarfólk heldur áfram að setja málefni barna og ungs fólks í forgang, er ég til í að veita þeim mitt atkvæði þó ég búi í öðru kjördæmi. Ég skora á kjósendur í Reykjavík Norður að kynna sér betur þær áherslur sem Ásmundur Einar, Hafdís Hrönn og samstarfsfólk þeirra setja á oddinn. Ef þeim tekst að klára ofantöld mál á nýju kjörtímabili, þá skora ég á Ásmund Einar að halda áfram á sömu braut en spýta í lófana er varðar að bæta úr skorti á meðferðarheimilum fyrir ungt fólk og úrræðum fyrir ungmenni sem sýna mikla áhættuhegðun. Kjósum framfarir og bjartari framtíð fyrir börn og ungt fólk næstkomandi laugardag. Höfundur er faðir, deildarstjóri frístundaþjónustu, menntaður kennari og giftur leikskólastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Já, góðan daginn hér. Ég er ekki týpan sem hendir frá mér skoðanagreinum hægri vinstri en ég hef smá áhyggjur af kosningabaráttunni sem er í gangi núna. Það stefnir í mjög spennandi kosningar, en einhvern veginn finnst mér málefni barna og ungs fólks, ásamt öðrum tengdum málum, ekki vera nægilega áberandi í umræðunni eða rædd á markvissan hátt. Ég er faðir tveggja dætra á tveimur skólastigum, hef unnið innan frístunda- og æskulýðsgeirans í yfir 20 ár og átt í talsverðu samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið í gegnum tíðina. Það sem ég hef tekið mest eftir hvað varðar málefni barna og ungmenna er að sá stjórnmálaflokkur sem hefur að mestu stjórnað fjármálum þjóðarinnar síðustu 70 árin setti fram áhersluplagg þar sem sumt var góðra gjalda vert. Hins vegar var þar talsvert af klisjum án þess að skýrar leiðir fylgdu með. Einnig voru þar hugmyndir sem bera vott um afturför, eins og að börn sem eru „öðruvísi“ ættu að vera í sérskólum og að taka ætti upp úreltar kennsluáherslur og námsmat (lesist: samræmd próf). Ég hef einnig tekið eftir að Viðreisn hefur lagt áherslu á geðheilbrigðismál og málefni fólks með fíknivanda, sem er afar jákvætt. Hins vegar eru það aðeins frambjóðendur í einu kjördæmi sem virðast setja þau málefni sem standa mínu hjarta næst, í algjöran forgang. Sem leggja alla áhersluna í að styrkja framtíð og efla félagslegt umhverfi barna og ungs fólks, efla menntamál, styðja við íþrótta-, frístunda- og önnur æskulýðsmál. Þetta eru þau sem leggja alla áherslu á að styrkja framtíð og efla félagslegt umhverfi barna og ungs fólks, efla menntamál, styðja við íþrótta-, frístunda- og önnur æskulýðsmál. Það eru frambjóðendur Framsóknar í Reykjavík Norður, þar sem fremst í flokki standa Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður. Ég sjálfur hef aldrei kosið Framsókn og ekki ljáð neinum af fjórflokkunum mitt atkvæði á þessari öld en í fyrsta sinn stefnir í að ég kjósi Framsóknarflokkinn. Það er ekki aðeins vegna þeirra ástæðna sem ég hef talið upp hér að ofan. Á undanförnum árum hef ég séð mennta- og barnamálaráðuneytið eflast og mikinn kraft koma í framþróun þeirra málaflokka sem það ráðuneyti hefur yfirumsjón með. Að mínu mati hefur meira áunnist innan ráðuneytisins á síðustu þremur árum en á áratugnum þar á undan. Á þessum þingvetri voru mörg mikilvæg mál á leið inn á Alþingi frá ráðuneytinu, og því var það sárt að sjá stjórnina springa á þeim tímapunkti. Ég vil þó halda því til haga að ég var enginn stuðningsmaður síðustu ríkisstjórnar. Sársaukinn stafaði hins vegar af því að á leið inn í þingið voru ný lög um félagsmiðstöðvar, en Ísland er eina landið á Norðurlöndum sem hefur ekki lögbundið það öfluga æskulýðs- og forvarnarstarf sem þar fer fram. Þá voru ný lög um skólaþjónustu, sem lengi hefur verið beðið eftir, og lög um fjármögnun úrræða fyrir börn sem þurfa mestan stuðning í mennta- og æskulýðsstarfi. Þetta er aðeins hluti þeirra mála sem voru á lokametrunum frá ráðuneytinu. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta er ekki ráðherranum einum að þakka, en hann á mikið hrós fyrir sína ástríðu í þessum málum og fyrir að hafa fengið til liðs við sig öflugt og ástríðufullt starfsfólk sem hefur látið hendur standa fram úr ermum. Ef menntamál eru skoðuð sérstaklega hefur lengi vantað aukinn stuðning við útgáfu námsgagna, og lengi hefur verið beðið eftir fyrrgreindum skólaþjónustulögum sem og samræmdu námsmati. Þessi þrenna var á lokametrunum þegar stjórnin sprakk. Ég kom nýlega úr starfstengdri ferð til Eistlands. Það land er efst meðal Evrópulanda samkvæmt Pisa-rannsóknum. Þar, líkt og hér, er áherslan að færast frá klassískum samræmdum prófum yfir í samræmdan fjölþættan námsferil. Í íþróttamálum er loks að sjá fyrir endann á lönguvitleysunni í þjóðarleikvangsmálum. Ekki síður fagna ég auknum áherslum og stuðningi við íþróttaþátttöku barna og ungs fólks með fatlanir. Þá hafa farsældarlögin orðið þess valdandi að öflugt frístundastarf á vegum sveitarfélaga hefur komist betur í sviðsljósið, sem mikilvægur hluti af velferðar- og farsældarkerfi barna. Allt þetta á Ásmundur Einar, Hafdís og fólkið í kringum þau mikinn þátt í að koma á laggirnar. Ég er alls enginn Framsóknarmaður, en ef þau og annað Framsóknarfólk heldur áfram að setja málefni barna og ungs fólks í forgang, er ég til í að veita þeim mitt atkvæði þó ég búi í öðru kjördæmi. Ég skora á kjósendur í Reykjavík Norður að kynna sér betur þær áherslur sem Ásmundur Einar, Hafdís Hrönn og samstarfsfólk þeirra setja á oddinn. Ef þeim tekst að klára ofantöld mál á nýju kjörtímabili, þá skora ég á Ásmund Einar að halda áfram á sömu braut en spýta í lófana er varðar að bæta úr skorti á meðferðarheimilum fyrir ungt fólk og úrræðum fyrir ungmenni sem sýna mikla áhættuhegðun. Kjósum framfarir og bjartari framtíð fyrir börn og ungt fólk næstkomandi laugardag. Höfundur er faðir, deildarstjóri frístundaþjónustu, menntaður kennari og giftur leikskólastjóra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun