Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Ynda Eldborg skrifa 25. nóvember 2024 16:51 Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Við þurfum samhent þjóðarátak til að uppræta fordóma, og ofbeldi í garð hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks í okkar samfélagi. Ísland státar sig af því á alþjóðavettvangi að vera regnbogaparadís. Þó svo að það sé ákveðinn stuðningur fólginn í því að mála regnbogagötur og mæta með fána í Pride göngur þá þarf það jafnframt að vera metnaðarmál almennings og stjórnvalda hverju sinni að ráðast í nauðsynlegar kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru allra. Það á vera pláss fyrir öll börn og ungmenni í okkar samfélagi. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að bæta stöðu trans fólks t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um atvinnuöryggi trans fólks en mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í stjórnartíð Vinstri grænna. Lög um kynrænt sjálfræði eru mikilvæg réttarbót sem við verðum að standa vörð um. Þó svo að reglugerð um sérklefa hafi verið sett fyrr á þessu ári þá er mikilvægt að ganga enn lengra þannig að ákvæði um sérklefa nái lika til skólahúsnæðis, allra opinberra stofnana sem og eldri íþróttamannvirkja. Staðan í dag er óboðleg og það er ekki í lagi að börn séu látin nýta skúringakompur sem skiptiklefa. Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks undanfarin ár. Það er sorglegt að heyra málflutning stjórnmála fólks og flokka sem vilja afnema lögin um kynrænt sjálfræði og útiloka skilning á málefnum trans fólks úr allri fræðslu og samfélagslegri umræðu. Mikilvægt er því að tryggja fullnægjandi aðgang að kynstaðfestandi meðferð s.s. hormóna blokkerum og kross hormónum fyrir börn og ungmenni. Einnig er mikilvægt að styðja betur við aðstandendur trans barna og ungmenna en nú er gert. Aukin hatursorðræða, áreitni og ofbeldi í gegn trans börnum og ungmennum á ekki að líðast í okkar samfélagi. Mikilvægt er að setja skýran lagaramma utan um hatursorðræðu og hatursglæpi. Grundvallaratriði er að bæta alla þjónustu við trans börn og ungmenni, foreldra þeirra og forsjáraðila. Langir biðlistar hjá transteymi barna og ójafnt aðgengi vegna búsetu er áhyggjuefni. Stöndum með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra í komandi Alþingiskosningum, kjósum Vinstri græn sem hafa sýnt það í verki að þau láta sig varða málefni allra barna. Velferð trans barna er í húfi! Höfundar eru baráttukonur fyrir réttindum og öryggi transbarna og eru í framboði fyrir Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Hinsegin Málefni trans fólks Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Við þurfum samhent þjóðarátak til að uppræta fordóma, og ofbeldi í garð hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks í okkar samfélagi. Ísland státar sig af því á alþjóðavettvangi að vera regnbogaparadís. Þó svo að það sé ákveðinn stuðningur fólginn í því að mála regnbogagötur og mæta með fána í Pride göngur þá þarf það jafnframt að vera metnaðarmál almennings og stjórnvalda hverju sinni að ráðast í nauðsynlegar kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru allra. Það á vera pláss fyrir öll börn og ungmenni í okkar samfélagi. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að bæta stöðu trans fólks t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um atvinnuöryggi trans fólks en mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í stjórnartíð Vinstri grænna. Lög um kynrænt sjálfræði eru mikilvæg réttarbót sem við verðum að standa vörð um. Þó svo að reglugerð um sérklefa hafi verið sett fyrr á þessu ári þá er mikilvægt að ganga enn lengra þannig að ákvæði um sérklefa nái lika til skólahúsnæðis, allra opinberra stofnana sem og eldri íþróttamannvirkja. Staðan í dag er óboðleg og það er ekki í lagi að börn séu látin nýta skúringakompur sem skiptiklefa. Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks undanfarin ár. Það er sorglegt að heyra málflutning stjórnmála fólks og flokka sem vilja afnema lögin um kynrænt sjálfræði og útiloka skilning á málefnum trans fólks úr allri fræðslu og samfélagslegri umræðu. Mikilvægt er því að tryggja fullnægjandi aðgang að kynstaðfestandi meðferð s.s. hormóna blokkerum og kross hormónum fyrir börn og ungmenni. Einnig er mikilvægt að styðja betur við aðstandendur trans barna og ungmenna en nú er gert. Aukin hatursorðræða, áreitni og ofbeldi í gegn trans börnum og ungmennum á ekki að líðast í okkar samfélagi. Mikilvægt er að setja skýran lagaramma utan um hatursorðræðu og hatursglæpi. Grundvallaratriði er að bæta alla þjónustu við trans börn og ungmenni, foreldra þeirra og forsjáraðila. Langir biðlistar hjá transteymi barna og ójafnt aðgengi vegna búsetu er áhyggjuefni. Stöndum með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra í komandi Alþingiskosningum, kjósum Vinstri græn sem hafa sýnt það í verki að þau láta sig varða málefni allra barna. Velferð trans barna er í húfi! Höfundar eru baráttukonur fyrir réttindum og öryggi transbarna og eru í framboði fyrir Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun