Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar 25. nóvember 2024 11:32 Margt bendir til þess að miklar breytingar verði á fylgi stjórnmálaflokkanna í komandi kosningum. Fólk hefur misst traust á gömlu flokkunum sem urðu til í sjálfstæðisbaráttunni og hallar sér að nýrri flokkum með henta betur nútíma viðfangsefnum. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru úti í kuldanum en Viðreisn og Samfylking frá yfirgnæfandi stuðning. Spurningin er hvort þessi sveifla nægi til að valda þeim breytingum sem margir vonast eftir. Fortíðin Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið. Við erum sjálfstæð þjóð. Landbúnaður er ekki lengur okkar langstærsta atvinnugrein. Upphaflegum verkefnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er því löngu lokið en ný viðfangsefni blasa við og til að sinna þeim þarf flokka sem fyrst og fremst miða við þarfir nútímafólks við nútíma aðstæður. Nútíminn Undirstaða landsframleiðslu okkar í dag er sjávarútvegur og lagareldi um 1/3, orkuframleiðsla og tengt um 1/3, ferðaþjónusta um 1/3. Nýjar atvinnugreinar sem byggja á nýsköpun eru vaxandi verða trúlega verðmætastar ef fram heldur sem horfir. Landsframleiðslan er undirstaða velferðarinnar. Því meiri tekjur, því öflugri innviðauppbygging og velferð. Við erum með nokkuð háa landsframleiðslu á mann en þurfum talsvert meira þar sem við erum fá í stóru, köldu norðlægu landi. Það vantar peninga í nánast öll kerfi svo sem samgöngur, heilbrigðismál, menntamál, útlendingamál, umhverfismál og nýsköpun. Framtíðin Við erum sem betur fer í góðri stöðu til að stórauka landsframleiðsluna. Þannig getum við stóraukið raforkuframleiðslu sem mikil eftirspurn er eftir. Hagnýting gervigreindarinnar og ýmis konar tölvuvinnsla þarf til dæmis mikla og vaxandi orku. Við getum virkjað vindinn á afviknum stöðum á hálendinu með sáralitlum umhverfisárhrifum. Einstakaframtakið bíður á hliðarlínunni með að virkja því eftirspurn eftir raforku er mikil. Stjórnmálin þurfa bara að bæta skilvirkni leyfisveitingakerfisins án þess að gefa afslátt á kostnað umhverfisins. Með því að tvöfalda orkuframleiðsluna getum við aukið þjóðartekjurnar um ¼. Það mun stórauka getu þjóðarinnar til framkvæmda og aukinnar velferðar. Ýmislegt fleira má gera til að auka tekjurnar en það þarf líka að huga að því að lækka kostnað fólks af daglegum þörfum og það er hægt því margt er hér mikið dýrara en í nágrannalöndunum. Hagmunir heimilanna eru til dæmis að fá ódýrari matvæli, aðgang að góðu hagkvæmu húsnæði og lágur samgöngukostnaður. Við getum fengið ódýrari, lífrænt ræktuð og holl matvæli með því einfaldlega að fella niður tolla og innflutningshömlur af matvælum. Lækkun matarverðs mun draga úr verðbólgu og hækkun verðtryggðra lána. Hér munar um 60.000 kr. á mánuði fyrir 4 manna fjölskyldu. Við getum hjálpað bændum fjárhagslega við að aðlagast þeim breytingum. Við getum líka lækkað lánsvextir niður í það sem gerist í nágrannalöndunum með því að ganga í ES og taka upp Evruna. Í framhaldi af því fáum við samkeppni banka og hingað munu koma flott fyrirtæki með vel launuð störf. Hér munar vægt reiknað um 100.000 kr. á mánuði fyrir eðlilega skuldsett heimili. Við getum lækkað húsnæðiskostnaðinn með því að nýta okkur skyldusparnað okkar í lífeyrissjóðunum. Við eigum að láta þá koma inn á húsnæðismarkaðinn með öflugri hætti til dæmis þannig að láta þá fjármagna byggingu segjum 1/3 af árlegri húsnæðisþörf eða um 1500 íbúðir á ári, hvernig sem árar. Með því má lækka kostnaðarverð íbúða og draga úr verðbólum vegna skorts. Hér hanga milljónir á spýtunni fyrir húskaupendur. Bættar almenningssamgöngur svo sem Borgarlína munu lækka samgöngukostnað fólks því með til komu hennar geta margir ferðast mest með almenningssamgöngum og sleppt bíl eða viðbótar bíl. Það kostar yfir 50 til 100.000 kr. á mánuði að eiga sæmilegan bíl þannig að það munar um þetta. Fleiri verðug verkefni mætti nefna svo sem að við þurfum að vera öflug í aðstoð við þróunarlöndin, til dæmis með því að taka þátt í þróun matvælaframleiðsluverkefna í samvinnu við heimafólk. Jafna þarf stöðu fjölmiðla til að laða fram frjálsa lausnamiðaða umræðu. RÚV er ágætt en allt of stórt miðað við aðra miðla og markmiðið ætíð að trufla ekki og stuðla að samheldni þjóðarinnar. Það er gott að vissu marki en ekki holt til frambúðar fyrir umræðuna í landinu. Þó RÚV sé vel meinandi fleiri framsækin sjónarmið í bland. Með bættum aukinni landsframleiðslu munu koma auknir fjármunir í öll kerfi svo sem heilbrigðiskerfi, samgönguframkvæmdir, húsbyggingar, menntakerfi sem og til bænda og landsbyggðar svo eitthvað sé nefnt. Lækka má kostnaðar heimilanna um mörghundruð þúsund krónur á mánuði samanber ofangreint. Næstu skref Við þurfum flokka og stjórnmálafólk sem skilur viðfangsefni samtímans og býður lausnir sem hjálpa okkur áfram veginn í að bæta hag og velferð þjóðarinnar. Við þurfum ekki íhaldssama þjóðernissinnaða flokka og ekki öfga vinstri flokka. Við þurfum frjálslynda, alþjóðasinnaða, sósíal demokratíska flokka. Við þurfum sem sagt að velja á milli Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Með meirihluta þessara flokka á Alþingi gefur von um betri tíð. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Margt bendir til þess að miklar breytingar verði á fylgi stjórnmálaflokkanna í komandi kosningum. Fólk hefur misst traust á gömlu flokkunum sem urðu til í sjálfstæðisbaráttunni og hallar sér að nýrri flokkum með henta betur nútíma viðfangsefnum. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru úti í kuldanum en Viðreisn og Samfylking frá yfirgnæfandi stuðning. Spurningin er hvort þessi sveifla nægi til að valda þeim breytingum sem margir vonast eftir. Fortíðin Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið. Við erum sjálfstæð þjóð. Landbúnaður er ekki lengur okkar langstærsta atvinnugrein. Upphaflegum verkefnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er því löngu lokið en ný viðfangsefni blasa við og til að sinna þeim þarf flokka sem fyrst og fremst miða við þarfir nútímafólks við nútíma aðstæður. Nútíminn Undirstaða landsframleiðslu okkar í dag er sjávarútvegur og lagareldi um 1/3, orkuframleiðsla og tengt um 1/3, ferðaþjónusta um 1/3. Nýjar atvinnugreinar sem byggja á nýsköpun eru vaxandi verða trúlega verðmætastar ef fram heldur sem horfir. Landsframleiðslan er undirstaða velferðarinnar. Því meiri tekjur, því öflugri innviðauppbygging og velferð. Við erum með nokkuð háa landsframleiðslu á mann en þurfum talsvert meira þar sem við erum fá í stóru, köldu norðlægu landi. Það vantar peninga í nánast öll kerfi svo sem samgöngur, heilbrigðismál, menntamál, útlendingamál, umhverfismál og nýsköpun. Framtíðin Við erum sem betur fer í góðri stöðu til að stórauka landsframleiðsluna. Þannig getum við stóraukið raforkuframleiðslu sem mikil eftirspurn er eftir. Hagnýting gervigreindarinnar og ýmis konar tölvuvinnsla þarf til dæmis mikla og vaxandi orku. Við getum virkjað vindinn á afviknum stöðum á hálendinu með sáralitlum umhverfisárhrifum. Einstakaframtakið bíður á hliðarlínunni með að virkja því eftirspurn eftir raforku er mikil. Stjórnmálin þurfa bara að bæta skilvirkni leyfisveitingakerfisins án þess að gefa afslátt á kostnað umhverfisins. Með því að tvöfalda orkuframleiðsluna getum við aukið þjóðartekjurnar um ¼. Það mun stórauka getu þjóðarinnar til framkvæmda og aukinnar velferðar. Ýmislegt fleira má gera til að auka tekjurnar en það þarf líka að huga að því að lækka kostnað fólks af daglegum þörfum og það er hægt því margt er hér mikið dýrara en í nágrannalöndunum. Hagmunir heimilanna eru til dæmis að fá ódýrari matvæli, aðgang að góðu hagkvæmu húsnæði og lágur samgöngukostnaður. Við getum fengið ódýrari, lífrænt ræktuð og holl matvæli með því einfaldlega að fella niður tolla og innflutningshömlur af matvælum. Lækkun matarverðs mun draga úr verðbólgu og hækkun verðtryggðra lána. Hér munar um 60.000 kr. á mánuði fyrir 4 manna fjölskyldu. Við getum hjálpað bændum fjárhagslega við að aðlagast þeim breytingum. Við getum líka lækkað lánsvextir niður í það sem gerist í nágrannalöndunum með því að ganga í ES og taka upp Evruna. Í framhaldi af því fáum við samkeppni banka og hingað munu koma flott fyrirtæki með vel launuð störf. Hér munar vægt reiknað um 100.000 kr. á mánuði fyrir eðlilega skuldsett heimili. Við getum lækkað húsnæðiskostnaðinn með því að nýta okkur skyldusparnað okkar í lífeyrissjóðunum. Við eigum að láta þá koma inn á húsnæðismarkaðinn með öflugri hætti til dæmis þannig að láta þá fjármagna byggingu segjum 1/3 af árlegri húsnæðisþörf eða um 1500 íbúðir á ári, hvernig sem árar. Með því má lækka kostnaðarverð íbúða og draga úr verðbólum vegna skorts. Hér hanga milljónir á spýtunni fyrir húskaupendur. Bættar almenningssamgöngur svo sem Borgarlína munu lækka samgöngukostnað fólks því með til komu hennar geta margir ferðast mest með almenningssamgöngum og sleppt bíl eða viðbótar bíl. Það kostar yfir 50 til 100.000 kr. á mánuði að eiga sæmilegan bíl þannig að það munar um þetta. Fleiri verðug verkefni mætti nefna svo sem að við þurfum að vera öflug í aðstoð við þróunarlöndin, til dæmis með því að taka þátt í þróun matvælaframleiðsluverkefna í samvinnu við heimafólk. Jafna þarf stöðu fjölmiðla til að laða fram frjálsa lausnamiðaða umræðu. RÚV er ágætt en allt of stórt miðað við aðra miðla og markmiðið ætíð að trufla ekki og stuðla að samheldni þjóðarinnar. Það er gott að vissu marki en ekki holt til frambúðar fyrir umræðuna í landinu. Þó RÚV sé vel meinandi fleiri framsækin sjónarmið í bland. Með bættum aukinni landsframleiðslu munu koma auknir fjármunir í öll kerfi svo sem heilbrigðiskerfi, samgönguframkvæmdir, húsbyggingar, menntakerfi sem og til bænda og landsbyggðar svo eitthvað sé nefnt. Lækka má kostnaðar heimilanna um mörghundruð þúsund krónur á mánuði samanber ofangreint. Næstu skref Við þurfum flokka og stjórnmálafólk sem skilur viðfangsefni samtímans og býður lausnir sem hjálpa okkur áfram veginn í að bæta hag og velferð þjóðarinnar. Við þurfum ekki íhaldssama þjóðernissinnaða flokka og ekki öfga vinstri flokka. Við þurfum frjálslynda, alþjóðasinnaða, sósíal demokratíska flokka. Við þurfum sem sagt að velja á milli Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Með meirihluta þessara flokka á Alþingi gefur von um betri tíð. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun