Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:42 Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra, sem heyrir nú beint undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Hugmyndin er að færa hana undir nýja Mannréttindastofnun, en enn ríkir mikil óvissa um hvernig slíku fyrirkomulagi verði háttað. Jafnframt virðist skorta samstöðu meðal stjórnmálamanna um hvort og hvenær slík stofnun eigi að verða að veruleika. Það eina sem virðist hafa legið fyrir er ákvörðunin um að segja öllu starfsfólki Réttindagæslunnar upp störfum frá og með næstu áramótum. Sú ákvörðun virðist bera með sér fullkomið virðingarleysi, bæði gagnvart fötluðum einstaklingum og starfsfólki Réttindagæslunnar. Með þessu missa fatlaðir þann mikilvæga farveg sem þeir hafa haft til að leita réttar síns, til dæmis þegar brotið er á lögbundinni þjónustu eða þegar fatlað fólk verður fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi eða kúgun. Ljóst er að þessi breyting veldur miklum kvíða og öryggisleysi hjá þessum viðkvæma hópi. Það er sérstaklega áhyggjuefni að fatlað fólk, við, virðumst ekki hafa fengið nægilegt vægi við mótun hinnar nýju skipulagsheildar, þrátt fyrir kjörorðið : „Ekkert um okkur án okkar.“ Auk þess má ætla að núverandi starfsmenn Réttindagæslunnar muni helga sig öðrum störfum, þar sem aukið álag og óvissa hafa þegar leitt til þess að nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum og við fatlaða fólkið höfum misst mikilvæga bandamenn í okkar málum. Með þessu tapast líka mikilvæg reynsla og sérfræðiþekking sem starfsmennirnir hafa byggt upp í samskiptum sínum við fatlaða einstaklinga, stjórnsýsluna og réttarkerfið, reynsla sem er ómetanleg fyrir framhaldið. Í 4. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er skýrt kveðið á um að við þróun og innleiðingu löggjafar og stefnu, sem varða málefni fatlaðs fólks, skulu aðildarríkin hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar á meðal fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd. Sem virkur félagsmaður í Átaki, samtökum fólks með þroskahömlun, og fyrrverandi formaður get ég fullyrt að slíkt samráð hefur ekki átt sér stað í tengslum við þær grundvallarbreytingar sem nú stendur til að gera á starfsemi Réttindagæslu fatlaðra. Hvorki við okkur sem einstaklinga né samtök sem tala fyrir okkar málstað hefur verið haft samráð. Þetta er óásættanlegt. Þessar breytingar varða þjónustu sem er okkur lífsnauðsynleg og hafa áhrif á einn af hornsteinum réttindagæslu fyrir fatlað fólk í samfélaginu. Þrátt fyrir mikilvægi hennar hefur ekkert verið upplýst um hvernig tryggja eigi samfellu í þjónustu, framtíð Réttindagæslunnar eða hvernig réttindagæsla fatlaðs fólks verði háttað framvegis. Slíkur skortur á samráði er ekki aðeins gróft brot á anda og ákvæðum samningsins heldur einnig skerðing á grundvallarréttindum okkar. Réttindagæsla fatlaðra er ekki einfaldlega skrifstofuþjónusta, hún er rödd þeirra sem þurfa stuðning til að verja sig gegn mannréttindabrotum, brotum á lögbundinni þjónustu, andlegri og líkamlegri kúgun og ofbeldi. Þess vegna skiptir máli að breytingar á henni séu unnar í nánu samráði við okkur, þau sem þjónustan er ætluð að vernda. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgðar! Við sem fatlað fólk eigum rétt á að vita hvað er að gerast með eina af lykilstofnunum samfélagsins sem hefur staðið vörð um réttindi okkar. Stofnun sem talar okkar máli má ekki endurskipuleggja án þess að rödd okkar heyrist og sjónarmið okkar séu virt. Hagsmunir fatlaðs fólks verða að vera í forgrunni, ekki einungis á pappír heldur í öllum ákvörðunum og aðgerðum. Það er kominn tími til að stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggi að ekkert sé gert „um okkur án okkar“. Við krefjumst virks samráðs og þátttöku í öllum ákvörðunum sem snúa að réttindum okkar og framtíð. Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda heldur siðferðisleg ábyrgð. Það er okkar réttur að fá svör. Það er okkar réttur að hafa rödd. Þessu máli þarf að taka föstum tökum og tryggja að bæði fatlaðir fái áheyrn og virðingu í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Höfundur er félagsliði hjá Ás Styrktarfélagi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun