Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2024 18:10 Þórdís Kolbrún er utanríkisráðherra. Vísir/Einar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir. Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar. Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún greindi frá þessu í viðtali við RÚV. „Íslensk stjórnvöld virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Við leggjum traust okkar á að alþjóðlegir dómstólar framfylgi alþjóðalögum og virðum niðurstöður dómstólsins óháð því hvaða einstaklingar eiga í hlut,“ segir Þórdís um málið. Ríkin taka misvel í handtökuskipanina Bandaríkin hafna handtökuskipan dómstólsins og hafa gagnrýnt hana harðlega. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir hana svívirðilega. (e. outrageous). „Handtökuskipan dómstólsins á hendur leiðtogum Ísrael er svívirðileg. Við skulum hafa það á hreinu, að sama hvað dómstóllinn gefur í skyn, að það eru engin, ég endurtek, engin, líkindi milli Ísrael og Hamas. Við munum alltaf standa með Ísrael gegn ógnum sem steðja að þeim,“ segir Joe Biden Bandaríkjaforseti. Þá hafa stjórnvöld í Argentínu og Tékklandi einnig hafnað ákvörðuninni og komið Ísrael til varnar. Stjórnvöld í Tyrklandi, Suður Afríku, Belgíu og Írlandi hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við handtökuskipanina. „Þessar ásakanir gætu ekki verið alvarlegri. Ástandið á Gasa gæti ekki verið alvarlegra ... ríkisstjórnin hefur lengi lýst yfir miklum áhyggjum af hernaðinum á Gasa og sagt að hann brjóti alþjóðleg lög,“ segir Simon Harris forsætisráðherra Írlands. Viðbrögð annarra ríkja má finna hér. Sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu Ísraelsku ráðherrarnir og leiðtogar Hamas eru allir sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu, og voru allir þrír dómarar dómstólsins sammála um handtökuskipanirnar. Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Rómarsamþykktin var samþykkt á Íslandi árið 2000. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til einhverra þessara 124 ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin hafa ekki skrifað undir sáttmálann. Handtökuskipan hefur einnig verið gefin út á hendur þriggja leiðtoga Hamas, Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri sem gengur undir nafninu Deif, Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar. Ismael Haniyeh og Yaya Sinvar hafa báðir þegar verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja einnig að Deif hafi fallið í júlí en það hefur ekki fengist staðfest. Deif er einn af hernaðarleiðtogum Hamas og leiðir al-Qassam sveitirnar svokölluðu, og er sakaður um að bera ábyrgð á morðum, pyntingu, nauðgunum, gíslatökum og ýmsum öðrum glæpum. Ákærurnar eiga rætur að rekja til árásanna 7. október þar sem vígamenn Hamas og aðrir bönuðu um 1.200 manns og tóku 251 í gíslingu og fluttu til Gasastrandarinnar.
Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Ísrael Palestína Hernaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira