Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 18:45 Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun