Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar 23. nóvember 2024 09:01 Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Raforka er sú tegund orku sem kemur upp í huga flestra þegar orku ber á góma. Annars konar orka fær minna pláss, bæði í huga hvers og eins og í almennri umræðu. Þann 9. október síðastliðinn sló Nesjavallavirkjun út og í kjölfarið var sundlaugum höfuðborgarsvæðisins lokað. Það þarf því ekki að líta lengra aftur en þessar örfáu vikur til að rifja upp skort á annarskonar orku en raforku. Hér er ég auðvitað að tala um varmaorku, eða það sem flest okkar kalla einfaldlega heita vatnið í daglegu tali. Heita vatnið er eitthvað sem við hugsum ekki endilega um sem orku og er það sennilegast vegna þess að flest erum við einfaldlega vön því að geta skrúfað frá krananum eða hækkað í ofninum og heitt vatn flæðir. Sama gildir um rafmagnið, það er bara þarna þegar stungið er í samband. Varminn í heita vatninu okkar er ástæðan fyrir því, a.m.k. við sem erum á heitum svæðum þar sem jarðhiti er nýttur til húshitunar, hugsum okkur ekki tvisvar um þegar við kyndum heimilið upp í meira en 20°C til þess eins að geta spásserað um á stuttermabol um hávetur. Það er ekki sjálfgefið að heita vatnið komi úr krananum þegar skrúfað er frá. Mörg átta sig ekki á því að það krefst mikillar vinnu að finna heitt vatn, bora eftir því og loks veita því til íbúa og atvinnulífs. Orka náttúrunnar hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 2014 sinnt þessu hlutverki. Fyrirtækið á og rekur tvær stærstu jarðvarmavirkjanir landsins sem báðar eru staðsettar í Henglinum, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun, en samanlagt framleiða þær um 55 milljónir tonna af heitu vatni á ári hverju. Fyrirtækið framleiðir þar með þriðjung af öllu heitu vatni sem framleitt er á landinu. Orka náttúrunnar framleiðir líka raforku en jarðvarmavirkjanirnar okkar í Henglinum framleiða um 3,5 TWst af raforku á ári samhliða heita vatninu. Ofan á þetta á félagið vatnsaflsvirkjun í Andakílsá sem framleiðir um 0,03 TWst á ári. Þetta gerir okkur að næst stærsta raforkuframleiðanda landsins en þessar virkjanir framleiða um 17% af allri raforku landsins. Í raforkunni er Landsvirkjun auðvitað stærst með um 73% af framleiðslunni en HS Orka er þriðja stærst með um 7% framleiðslunnar. Mörg höfum við heyrt söguna af því hvernig hitaveitan bjargaði Reykjavík úr olíukreppu og drulluskýi með því að virkja jarðhitann og koma af stað hitaveitu. Þetta er að sjálfsögðu rétt en leiða má líkur að því að ef við hefðum ekki farið í hitaveituvæðinguna værum við flest, ef ekki öll, með rafhitun, líkt og á svokölluðum köldum svæðum víða um land (þ.e. svæði sem ekki eru með beina hitaveitu). Ef við lítum á framleiðslu Orku náttúrunnar á heitu vatni má ætla að til að svara sömu varmaþörf með rafhitun þyrfti að framleiða um 3,1 TWst af raforku á hverju ári, í ofanálag við alla aðra framleiðslu. Þetta er um þrefalt það rafmagn sem öll heimili landsins nota á ári. Það mætti því ætla að rafmagnsreikningar okkar, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, væru töluvert hærri, húsin kaldari og sundlaugarnar færri ef ekki væri fyrir auðlindina okkar í Henglinum. Það er því ljóst að Orka náttúrunnar gegnir lykilhlutverki í orkuöflun og tryggir stórum hluta landsmanna aðgang að þeirri orku sem svo mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, bæði heitu vatni og rafmagni. Þess vegna er Orka náttúrunnar ómissandi hluti af þeim lífsgæðum sem við erum vön og verða vonandi óbreytt fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í Orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun