Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:17 Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun