Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2024 10:06 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Arion banki hefur tilkynnt um vaxtabreytingar í kjölfar lækkunar stýrivaxta. Verðtryggðir vextir hækka og bankinn færir rök fyrir máli sínu samhliða tilkynningunni. Í tilkynningu á vef Arion segir að mánudaginn 2. desember taki eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum bankans gildi: Íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 10,14% Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,3% Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,40 prósentustig og verða 5,04% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 3 ára eru óbreyttir 4,74% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 5 ára eru óbreyttir 4,49% Kjörvextir Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 11,35% Verðtryggðir breytilegir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 6,7% Innlán Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig Vextir annarra óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,55 prósentustig Verðtryggðir sparnaðarreikningar hækka um 0,30 prósentustig Taka mið af fjármögnunarkostnaði Þá segir að breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildi um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu. Vaxtabreytingar útlána Arion banka taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Seðlabankinn viðheldur háu raunvaxtastigi Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar Íslandsbanki reið á vaðið og breytti vöxtum í kjölfar stýrivaxtalækkunar í fyrradag og hækkaði vexti á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna var meðal þeirra sem lýsti megnri óánægju sinni með ákvörðun bankans og sagði hann „stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans“. Tilkynningu Arion banka fylgir umtalsvert ítarlegri útskýring en með hefðbundnum tilkynningum um vaxtabreytingar. Þar segir að stýrivextir hafi áhrif á bæði verðtryggða vexti og óverðtryggða en með ólíkum hætti. Óverðtryggðir vextir fylgi breytingum á stýrivöxtum ágætlega. Nú hafi stýrivextir verið lækkaðir um 0,5 prósentustig, sem skapi svigrúm til lækkunar óverðtryggðra vaxta að teknu tilliti til annarra þátta sem nefndir eru hér að framan. Verðtryggðir vextir til styttri tíma endurspegli hins vegar muninn á stýrivöxtum og skammtímaverðbólgu og séu stundum kallaðir raunstýrivextir. Þessi munur sé í dag mikill og hafi farið vaxandi þar sem lækkun stýrivaxta hafi ekki fylgt lækkandi verðbólgu, enda telji Seðlabanki Íslands nauðsynlegt að viðhalda aðhaldi með háu raunvaxtastigi. Þetta sjáist til dæmis vel á skuldabréfamarkaði þar sem verðtryggðir vextir séu háir, sérstaklega vextir stuttra skuldabréfa sem séu nálægt stýrivöxtum í tíma. „Því hækka breytilegir verðtryggðir vextir nú en munu lækka þegar raunstýrivextir lækka.“ Arion banki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Í tilkynningu á vef Arion segir að mánudaginn 2. desember taki eftirfarandi breytingar á inn- og útlánavöxtum bankans gildi: Íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 10,14% Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 8,3% Verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 0,40 prósentustig og verða 5,04% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 3 ára eru óbreyttir 4,74% Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir til 5 ára eru óbreyttir 4,49% Kjörvextir Óverðtryggðir breytilegir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig og verða 11,35% Verðtryggðir breytilegir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig og verða 6,7% Innlán Vextir veltureikninga lækka um allt að 0,50 prósentustig Vextir annarra óverðtryggðra sparireikninga lækka um allt að 0,55 prósentustig Verðtryggðir sparnaðarreikningar hækka um 0,30 prósentustig Taka mið af fjármögnunarkostnaði Þá segir að breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Það sama gildi um breytingar á vöxtum innlána sem falla undir lög um greiðsluþjónustu. Vaxtabreytingar útlána Arion banka taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Seðlabankinn viðheldur háu raunvaxtastigi Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir þegar Íslandsbanki reið á vaðið og breytti vöxtum í kjölfar stýrivaxtalækkunar í fyrradag og hækkaði vexti á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna var meðal þeirra sem lýsti megnri óánægju sinni með ákvörðun bankans og sagði hann „stela til baka hluta af ávinningnum af vaxtalækkun Seðlabankans“. Tilkynningu Arion banka fylgir umtalsvert ítarlegri útskýring en með hefðbundnum tilkynningum um vaxtabreytingar. Þar segir að stýrivextir hafi áhrif á bæði verðtryggða vexti og óverðtryggða en með ólíkum hætti. Óverðtryggðir vextir fylgi breytingum á stýrivöxtum ágætlega. Nú hafi stýrivextir verið lækkaðir um 0,5 prósentustig, sem skapi svigrúm til lækkunar óverðtryggðra vaxta að teknu tilliti til annarra þátta sem nefndir eru hér að framan. Verðtryggðir vextir til styttri tíma endurspegli hins vegar muninn á stýrivöxtum og skammtímaverðbólgu og séu stundum kallaðir raunstýrivextir. Þessi munur sé í dag mikill og hafi farið vaxandi þar sem lækkun stýrivaxta hafi ekki fylgt lækkandi verðbólgu, enda telji Seðlabanki Íslands nauðsynlegt að viðhalda aðhaldi með háu raunvaxtastigi. Þetta sjáist til dæmis vel á skuldabréfamarkaði þar sem verðtryggðir vextir séu háir, sérstaklega vextir stuttra skuldabréfa sem séu nálægt stýrivöxtum í tíma. „Því hækka breytilegir verðtryggðir vextir nú en munu lækka þegar raunstýrivextir lækka.“
Arion banki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira