Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar 22. nóvember 2024 10:00 Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða. Það er gert til að bæta þjónustu, gera Strætó að betri valkosti fyrir fleiri og hefja sókn í almenningssamgöngum sem standa mun næstu ár, fram að þeim tíma sem Borgarlína mun byrja að keyra. Hver er breytingin á næsta ári? Nú búa um 93% íbúa á höfuðborgarsvæðinu innan við 400 m frá strætóstöð. Aðeins 16% íbúa búa hins vegar innan við 400 m frá leið sem ekur á 10 mínútna tíðni eða oftar á annatíma. Með eflingu Strætó á næsta ári mun þetta gjörbreytast. Í stað þess að 16% íbúa búi nærri stöð þar sem tíðni er 10 mínútur eða oftar á annatíma nær þessi bætta þjónusta til 50% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta leiðir af aukinni tíðni á leiðum 3, 5, 6 og 12, auk leiðar 1. Tíðni verður einnig aukin á leiðum 19, 21 og 24 sem munu nú aka á 15 mínútna fresti. Borgarlínu-framkvæmdir hefjast Útboð fyrir Fossvogsbrú hefur verið auglýst og umhverfismat Borgarlínu jafnframt. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu hefjast á næsta ári. Efling Strætó og tilkoma Borgarlína verður sú bylting í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem lengi hefur verið kallað eftir. Til viðbótar fól uppfærsla sáttmálans í sér stóraukin framlög til heildstæðs 100 km nets hjólastíga sem verða 36 milljarðar. Miklabraut mun fara í göng frá Grensásvegi til Landspítala sem mun hafa í för með sér lífsgæðabyltingu í Hlíðum og Háaleitishverfum. Bylting fyrir alla ferðamáta Samgöngusáttmálinn var lengi í fæðingu en er nú staðreynd. Honum þarf þó að fylgja fast eftir á Alþingi Íslendinga og í sveitarstjórnum og leita allra leiða til að flýta framkvæmdum hans. Þegar Borgarlina og stórefling Strætó skv. nýju leiðarkerfi hefur komist til framkvæmda munu alls 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m frá leiðum með 7-10 mínútna tíðni. Umferðin mun batna. Hljóðvist og loftgæði líka. Að ógleymdum jákvæðum áhrifum á útgjöld heimilanna að hafa öfluga valkosti af öllu tagi. Og áhrifin verða líka jákvæð fyrir þau sem keyra bíl. Og ganga eða hjóla. Við fáum í stuttu máli betri Reykjavík og betra og samkeppnishæfara höfuðborgarsvæði. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Borgarlína Strætó Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða. Það er gert til að bæta þjónustu, gera Strætó að betri valkosti fyrir fleiri og hefja sókn í almenningssamgöngum sem standa mun næstu ár, fram að þeim tíma sem Borgarlína mun byrja að keyra. Hver er breytingin á næsta ári? Nú búa um 93% íbúa á höfuðborgarsvæðinu innan við 400 m frá strætóstöð. Aðeins 16% íbúa búa hins vegar innan við 400 m frá leið sem ekur á 10 mínútna tíðni eða oftar á annatíma. Með eflingu Strætó á næsta ári mun þetta gjörbreytast. Í stað þess að 16% íbúa búi nærri stöð þar sem tíðni er 10 mínútur eða oftar á annatíma nær þessi bætta þjónusta til 50% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta leiðir af aukinni tíðni á leiðum 3, 5, 6 og 12, auk leiðar 1. Tíðni verður einnig aukin á leiðum 19, 21 og 24 sem munu nú aka á 15 mínútna fresti. Borgarlínu-framkvæmdir hefjast Útboð fyrir Fossvogsbrú hefur verið auglýst og umhverfismat Borgarlínu jafnframt. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu hefjast á næsta ári. Efling Strætó og tilkoma Borgarlína verður sú bylting í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem lengi hefur verið kallað eftir. Til viðbótar fól uppfærsla sáttmálans í sér stóraukin framlög til heildstæðs 100 km nets hjólastíga sem verða 36 milljarðar. Miklabraut mun fara í göng frá Grensásvegi til Landspítala sem mun hafa í för með sér lífsgæðabyltingu í Hlíðum og Háaleitishverfum. Bylting fyrir alla ferðamáta Samgöngusáttmálinn var lengi í fæðingu en er nú staðreynd. Honum þarf þó að fylgja fast eftir á Alþingi Íslendinga og í sveitarstjórnum og leita allra leiða til að flýta framkvæmdum hans. Þegar Borgarlina og stórefling Strætó skv. nýju leiðarkerfi hefur komist til framkvæmda munu alls 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m frá leiðum með 7-10 mínútna tíðni. Umferðin mun batna. Hljóðvist og loftgæði líka. Að ógleymdum jákvæðum áhrifum á útgjöld heimilanna að hafa öfluga valkosti af öllu tagi. Og áhrifin verða líka jákvæð fyrir þau sem keyra bíl. Og ganga eða hjóla. Við fáum í stuttu máli betri Reykjavík og betra og samkeppnishæfara höfuðborgarsvæði. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun