Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:47 Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun