Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 11:50 Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Rúnar Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig. Í fréttatilkynningu frá segir að lækkun á vöxtum á yfirdrætti og sparibaukum taki gildi 3. desember næstkomandi en á debetreikningi þann 21. janúar 2025. Breytingarnar séu eftirfarandi: Debetreikningar: Lækka um 1,00 prósentustig, niður í 2,75%. Sparibaukar: Lækka um 0,50 prósentustig niður í 7,60%. Yfirdráttur í niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 13,50%. Yfirdráttur án niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 15,50%. Vilja koma til móts við heimilin Haft er eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó, að ákvörðunin um að lækka yfirdráttarvexti meira en sem nemur lækkun meginvaxta Seðlabankans sýni skýran vilja sparisjóðsins til að styðja við íslensk heimili. „Við fögnum því að Seðlabankinn hafi lækkað meginvexti tvisvar í röð. Við höfum ákveðið að taka enn stærra skref með því að lækka útlánavexti meira en sem nemur lækkun Seðlabankans og taka þannig stöðu með heimilum. Þetta er sérstaklega mikilvægt í aðdraganda jóla þegar útgjöld heimila eru oft há.“ Þurfa samt að lækka innlánsvexti meira Til að mæta þessari lækkun á útlánavöxtum hafi jafnframt verið nauðsynlegt að lækka vexti á veltiinnlánum meira en stýrivextir lækkuðu. „Við teljum mikilvægt að vaxtabyrði heimila lækki með skýrum og merkjanlegum hætti. Með þessu getum við boðið enn hagstæðari lánakjör og leggjum áherslu á að lækka vexti á debetreikningum frekar en á sparibaukum. Þannig viljum við hvetja áfram til sparnaðar á sama tíma og við lækkum vaxtabyrði af lánunum.“ Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá segir að lækkun á vöxtum á yfirdrætti og sparibaukum taki gildi 3. desember næstkomandi en á debetreikningi þann 21. janúar 2025. Breytingarnar séu eftirfarandi: Debetreikningar: Lækka um 1,00 prósentustig, niður í 2,75%. Sparibaukar: Lækka um 0,50 prósentustig niður í 7,60%. Yfirdráttur í niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 13,50%. Yfirdráttur án niðurgreiðslu: Lækka um 0,75 prósentustig, niður í 15,50%. Vilja koma til móts við heimilin Haft er eftir Hauki Skúlasyni, framkvæmdastjóra Indó, að ákvörðunin um að lækka yfirdráttarvexti meira en sem nemur lækkun meginvaxta Seðlabankans sýni skýran vilja sparisjóðsins til að styðja við íslensk heimili. „Við fögnum því að Seðlabankinn hafi lækkað meginvexti tvisvar í röð. Við höfum ákveðið að taka enn stærra skref með því að lækka útlánavexti meira en sem nemur lækkun Seðlabankans og taka þannig stöðu með heimilum. Þetta er sérstaklega mikilvægt í aðdraganda jóla þegar útgjöld heimila eru oft há.“ Þurfa samt að lækka innlánsvexti meira Til að mæta þessari lækkun á útlánavöxtum hafi jafnframt verið nauðsynlegt að lækka vexti á veltiinnlánum meira en stýrivextir lækkuðu. „Við teljum mikilvægt að vaxtabyrði heimila lækki með skýrum og merkjanlegum hætti. Með þessu getum við boðið enn hagstæðari lánakjör og leggjum áherslu á að lækka vexti á debetreikningum frekar en á sparibaukum. Þannig viljum við hvetja áfram til sparnaðar á sama tíma og við lækkum vaxtabyrði af lánunum.“
Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira