Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:45 Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar til Alþingis Íslendinga. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi enn og aftur að taka sénsinn að velja þá sem sitja nú við stjórn, hafa verið í stjórnarandstöðu eða bara að kjósa nýtt fólk til að losa sig við gömlu sviknu loforðin og refsa stjórnmálamönnum. Nú er ég ein af þeim sem búin eru að fá mig fullsadda af gömlu tuggunum og seinaganginum og vill aðgerðir í þáu þjóðar. Ég hef búið erlendis í samanlagt 20 ár og fylgst með stjórnmálum Norðurlandanna og í Evrópu. Á þeim tíma sem ég bjó erlendis hafa orðið miklar breytingar á landslagi stjórnmála og efnahagi. Efnahagur Noregs tók kipp þegar olíupeningarnir streymdu inn í ríkiskassann. Berlínarmúrinn hrundi 1989 og Þýskaland sameinaðist. Evrópusambandið, ESB (með Maastrichtsamningnum 1992) var stofnað. Allar þessar breytingar höfðu gríðarleg áhrif á stjórmál og efnahag. Bjartsýnin fór fram úr væntingum. Evrópa leit á sig sem stórveldi. Það er engin furða að þegar ríki missa jarðtenginguna fari að halla verulega undan fæti. Miðstýring ESB jókst þegar Lissabonsáttmálinn var undirritaður 2007 og kerfið jós út lögum og reglugerðum til að þróa þann samruna sem ríkin innan bandalagsins stefndu að. Í dag er glöggt hægt að sjá þunga miðstýringu og efnahagsvanda Evrópubandalagsins. Efnahagsástnadið í Evrópu hefur snarversnað síðastliðin 2 ár. Í stað þess að stuðla að sjálfbærni hefur ESB gert kröfur til aðildaríkja um að treysta á hvort annað að leysa vandann. EES löndin fá líka að kenna á því að lög og reglugerðir streyma frá ESB. Með því að nota málefni eins og loftslagsbreytingu hafa skattar og reglugerðir margfaldast í nafni kolefnisbindingar. Það sýnir sig svo að allt er þetta á pappírum þar sem kolefnisjöfnun er orðið söluvara án nokkurra áhrifa á raunverulega losun. Tenging Noregs með sæstrengjum til Evrópu 2021, hefur orsakað margfalt dýrari raforku fyrir Norðmenn. Meðalstór og lítil fyrirtæki sem nota mikla orku hafa þurft að draga úr starfseminni eða leggja niður framleiðslu, sem dæmi Hadeland Glassverk og mörg önnur framleiðslufyrirtæki. Bakarinn á horninu hefur ekki lengur efni á að halda bakarofnunum gangandi og hættir störfum. Stjórnvöld í Noregi sem reynt hafa að kenna stríðinu í Úkrainu um, var strax bent á að raforkan hækkaði um leið og sæstrengirnir voru virkir, löngu áður en stríðið hófst. Sama er að gerast í Þýskalandi, þar eru fyrirtæki að flýja úr landi vegna lagabreytinga og orkuverðs. Margir sérfræðingar í hagfræðinni vilja meina að Evrópusambandið standi á brauðfótum. Hér á landi eru nokkrir flokkar hlynntir inngöngu í Evrópusambandið. Við, sem erum mótfallin því bendum á að það væri sama og að gefa frá sér sjálfstæðið. Samkvæmt okkar íslensku stjórnarskrá væri það landráð. Það er löngu tímabært að endurskoða EES samninginn. Við megum ekki samþykkja að lög ESB eigi að gilda hér á landi, það er hlutverk Alþingis að setja lög. Ég bið alla sem bera hag okkar þjóðar fyrir brjósti að skoða vel stefnuskrá flokkanna sem nú, enn og aftur vilja komast til valda. Lýðræðisflokkurinn er sá flokkur sem vill verja Ísland fyrir ágangi EES og ESB og standa vörð um fullveldið. Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 6.sæti fyrir Lýðræðisflokkinnn í Suðvesturkjördæmi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun