Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:15 Áætlanir um byggingu mölunarverksmiðju stórfyrirtækisins Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi hafa vakið áhyggjur um neikvæð áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja og uppeldisaðstæður eldisfiska. Í vor var íbúakosningu um skipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju Heidelberg og nýrrar hafnar við Þorlákshöfn frestað vegna alvarlegra athugasemda sem gerðar voru af hálfu forsvarsmanna landeldisfyrirtækisins First Water. Ástæðan sú að meirihluti bæjarstjórnar Ölfuss taldi nauðsynlegt að framfylgja rannsóknareglunni og leiða fram sannleikann um áhyggjur First Water. Heidelberg fékk því það hlutverk að láta rannsaka áhyggjurnar. Nú stendur til að íbúar Ölfuss kjósi um fyrrnefnda mölunarverksmiðju og hafnarframkvæmdir samhliða þingkosningum. Fiskeldisfyrirtæki gegna lykilhlutverki í efnahagslegum vexti svæðisins og stuðla að sjálfbærri próteinframleiðslu og nýsköpun. Hins vegar getur stöðugur titringur, mengun og mikill hávaði frá mölunarverksmiðju haft veruleg áhrif á þessi fyrirtæki framtíðaruppbyggingu þeirra. Marklaus úttekt verkfræðifyrirtækis? Verkfræðifyrirtækið COWI skilaði skýrslu í byrjun nóvember sem gerð var til að svara þeim alvarlegu athugasemdum sem First Water gerði við fyrirhugaða mölunarverksmiðju sem staðsetja á nánast við hlið fyrirtækisins við Laxabraut í Þorlákshöfn. Var skýrslan stíluð á Heidelberg á Íslandi. Beindust athugasemdir First Water m.a. að stöðugum titringi sem stafar af starfsemi slíkrar verksmiðju og neikvæðum áhrifum sem slíkur titringur hefur á vaxtaskilyrði eldisfiska og gæði afurða auk fleiri alvarlegra þátta. Í skýrslu COWI virðist fyrst og fremst hafa verið tekið mið af áhrifum verksmiðjunnar á íbúa Þorlákshafnar en í miklu mun minna mæli á starfsemi landeldisfyrirtækja sem liggja steinsnar frá fyrirhugaðri verksmiðju. Neikvæð áhrif á landeldisfisk Rannsóknir sýna að stöðugur titringur getur haft neikvæð áhrif á vöxt, heilsu, streitu og afurðagæði fiska í landeldi. Slíkar aðstæður geta raskað lífeðlisfræðilegri starfsemi fiska, þar með talið ónæmiskerfi þeirra og næringarupptöku. Skert ónæmi eykur viðkvæmni fiska fyrir sjúkdómum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu og afkomu fyrirtækjanna. Samhliða getur minni vaxtarhraði leitt til lægri afurðagæða og framleiðslu, sem skerðir hagkvæmni landeldisins og getur sett frekari áform um uppbyggingu í uppnám. Auk þess getur stöðugur titringur haft áhrif á vatnsgæði í kerfum landeldisstöðva. Rannsóknir hafa sýnt að truflun af þessum toga getur raskað hreinsunarkerfum, valdið óstöðugleika í efnajafnvægi og leitt til skemmda á búnaði til lengri tíma litið. Þetta eykur viðhaldskostnað og skapar hættu á óvæntum bilunum sem geta ógnað rekstraröryggi hjá landeldisfyrirtækjum. Þessir þættir voru ekki skoðað af hálfu verkfræðifyrirtækjanna. Hávaðamengun og skaðleg áhrif á landeldi Hávaði er annar þáttur sem hefur skaðleg áhrif á landeldisrekstur. Hávaði getur valdið viðvarandi streitu hjá fiskum, sem hefur áhrif á líðan þeirra og heilsu. Langtímastreita hjá fiskum líkt og öðrum lífverum hefur neikvæð áhrif á vaxtarskilyrði þeirra og gæði afurða. Ekki var skoðað í skýrslu COWI hversu mikill hávaði muni berast frá rekstri mölunarverksmiðjunnar til eldisstöðvanna. Ekki var tekið mið af endurkasti hljóðs frá byggingunni sjálfri. Mælingar sem gerðar voru á núverandi umhverfisaðstæðum m.t.t. hávaða eru því ómarktækar hvað varðar áhrif á rekstur landeldisfyrirtækjanna. Olíumengun í höfninni Norska úttektarfyrirtækið DNV (Det Norske Veritas) gerði úttekt á öryggi og aðstæðum vegna nýrrar hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn, en Heidelberg gerir ráð fyrir um 25 flutningaskipum í viku, bæði með aðflutningi hráefnis og útflutningi afurða. Enda stendur til að mylja niður og flytja út heilt fjall og enn stærri hluta af sjávarbotni á viðkvæmu hrygningarsvæði við Landeyjarhöfn. Vegagerðin hefur varað við því að aðstæður fyrir nýja höfn á þessu svæði séu mjög varasamar. Þar sé hafnarstæðið ekki náttúrulegt og há alda nái langt inn á víkina sem geri aðstæður mjög erfiðar. Þungaflutningar í þessa fyrirhuguðu höfn auka hættu á strand- og olíuslysum, með „mjög alvarlegum afleiðingum“ samkvæmt skýrslu DNV. DNV taldi líkur á slysum vissulega ekki miklar – en það vekur þó athygli að þær líkur eru einungis reiknaðar útfrá umferð og meðaltali sjóslysa í heiminum heilt yfir en ekki út frá þeim varasömu aðstæðum sem geta myndast á þessu erfiða hafnarsvæði. Þó svo að deila megi um líkur á sjóslysum í höfninni þá myndi olíumengun að völdum slíks skips hafa gríðarlega alvarleg áhrif á umhverfið sem og rekstur First Water sem sækir jarðsjó og ferskvatn úr jörðu á þessu svæði til landeldisins. Græn ímynd Ölfuss og Íslands í hættu Ísland er í einstakri stöðu til þess að skapa sér sérstöðu í sölu og markaðssetningu á landeldisfiski á alþjóðavísu. Sterkt orðspor Íslands, græn orka og aðgengi að góðum vatnsgæðum og hreinu umhverfi eru lykilatriði þegar kemur að sölu á hágæða próteini um heim allan. Fyrirætlanir um mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn teflir í tvísýnu þeim miklu hagsmunum sem undir eru og mun, til lengri tíma litið, skaða ímynd Ölfus sem leiðandi sveitarfélags þegar kemur að grænni atvinnuuppbyggingu og framleiðslu á hágæða matvælum fyrir heimsmarkaðinn. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Matvælaframleiðsla Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Áætlanir um byggingu mölunarverksmiðju stórfyrirtækisins Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi hafa vakið áhyggjur um neikvæð áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja og uppeldisaðstæður eldisfiska. Í vor var íbúakosningu um skipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju Heidelberg og nýrrar hafnar við Þorlákshöfn frestað vegna alvarlegra athugasemda sem gerðar voru af hálfu forsvarsmanna landeldisfyrirtækisins First Water. Ástæðan sú að meirihluti bæjarstjórnar Ölfuss taldi nauðsynlegt að framfylgja rannsóknareglunni og leiða fram sannleikann um áhyggjur First Water. Heidelberg fékk því það hlutverk að láta rannsaka áhyggjurnar. Nú stendur til að íbúar Ölfuss kjósi um fyrrnefnda mölunarverksmiðju og hafnarframkvæmdir samhliða þingkosningum. Fiskeldisfyrirtæki gegna lykilhlutverki í efnahagslegum vexti svæðisins og stuðla að sjálfbærri próteinframleiðslu og nýsköpun. Hins vegar getur stöðugur titringur, mengun og mikill hávaði frá mölunarverksmiðju haft veruleg áhrif á þessi fyrirtæki framtíðaruppbyggingu þeirra. Marklaus úttekt verkfræðifyrirtækis? Verkfræðifyrirtækið COWI skilaði skýrslu í byrjun nóvember sem gerð var til að svara þeim alvarlegu athugasemdum sem First Water gerði við fyrirhugaða mölunarverksmiðju sem staðsetja á nánast við hlið fyrirtækisins við Laxabraut í Þorlákshöfn. Var skýrslan stíluð á Heidelberg á Íslandi. Beindust athugasemdir First Water m.a. að stöðugum titringi sem stafar af starfsemi slíkrar verksmiðju og neikvæðum áhrifum sem slíkur titringur hefur á vaxtaskilyrði eldisfiska og gæði afurða auk fleiri alvarlegra þátta. Í skýrslu COWI virðist fyrst og fremst hafa verið tekið mið af áhrifum verksmiðjunnar á íbúa Þorlákshafnar en í miklu mun minna mæli á starfsemi landeldisfyrirtækja sem liggja steinsnar frá fyrirhugaðri verksmiðju. Neikvæð áhrif á landeldisfisk Rannsóknir sýna að stöðugur titringur getur haft neikvæð áhrif á vöxt, heilsu, streitu og afurðagæði fiska í landeldi. Slíkar aðstæður geta raskað lífeðlisfræðilegri starfsemi fiska, þar með talið ónæmiskerfi þeirra og næringarupptöku. Skert ónæmi eykur viðkvæmni fiska fyrir sjúkdómum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu og afkomu fyrirtækjanna. Samhliða getur minni vaxtarhraði leitt til lægri afurðagæða og framleiðslu, sem skerðir hagkvæmni landeldisins og getur sett frekari áform um uppbyggingu í uppnám. Auk þess getur stöðugur titringur haft áhrif á vatnsgæði í kerfum landeldisstöðva. Rannsóknir hafa sýnt að truflun af þessum toga getur raskað hreinsunarkerfum, valdið óstöðugleika í efnajafnvægi og leitt til skemmda á búnaði til lengri tíma litið. Þetta eykur viðhaldskostnað og skapar hættu á óvæntum bilunum sem geta ógnað rekstraröryggi hjá landeldisfyrirtækjum. Þessir þættir voru ekki skoðað af hálfu verkfræðifyrirtækjanna. Hávaðamengun og skaðleg áhrif á landeldi Hávaði er annar þáttur sem hefur skaðleg áhrif á landeldisrekstur. Hávaði getur valdið viðvarandi streitu hjá fiskum, sem hefur áhrif á líðan þeirra og heilsu. Langtímastreita hjá fiskum líkt og öðrum lífverum hefur neikvæð áhrif á vaxtarskilyrði þeirra og gæði afurða. Ekki var skoðað í skýrslu COWI hversu mikill hávaði muni berast frá rekstri mölunarverksmiðjunnar til eldisstöðvanna. Ekki var tekið mið af endurkasti hljóðs frá byggingunni sjálfri. Mælingar sem gerðar voru á núverandi umhverfisaðstæðum m.t.t. hávaða eru því ómarktækar hvað varðar áhrif á rekstur landeldisfyrirtækjanna. Olíumengun í höfninni Norska úttektarfyrirtækið DNV (Det Norske Veritas) gerði úttekt á öryggi og aðstæðum vegna nýrrar hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn, en Heidelberg gerir ráð fyrir um 25 flutningaskipum í viku, bæði með aðflutningi hráefnis og útflutningi afurða. Enda stendur til að mylja niður og flytja út heilt fjall og enn stærri hluta af sjávarbotni á viðkvæmu hrygningarsvæði við Landeyjarhöfn. Vegagerðin hefur varað við því að aðstæður fyrir nýja höfn á þessu svæði séu mjög varasamar. Þar sé hafnarstæðið ekki náttúrulegt og há alda nái langt inn á víkina sem geri aðstæður mjög erfiðar. Þungaflutningar í þessa fyrirhuguðu höfn auka hættu á strand- og olíuslysum, með „mjög alvarlegum afleiðingum“ samkvæmt skýrslu DNV. DNV taldi líkur á slysum vissulega ekki miklar – en það vekur þó athygli að þær líkur eru einungis reiknaðar útfrá umferð og meðaltali sjóslysa í heiminum heilt yfir en ekki út frá þeim varasömu aðstæðum sem geta myndast á þessu erfiða hafnarsvæði. Þó svo að deila megi um líkur á sjóslysum í höfninni þá myndi olíumengun að völdum slíks skips hafa gríðarlega alvarleg áhrif á umhverfið sem og rekstur First Water sem sækir jarðsjó og ferskvatn úr jörðu á þessu svæði til landeldisins. Græn ímynd Ölfuss og Íslands í hættu Ísland er í einstakri stöðu til þess að skapa sér sérstöðu í sölu og markaðssetningu á landeldisfiski á alþjóðavísu. Sterkt orðspor Íslands, græn orka og aðgengi að góðum vatnsgæðum og hreinu umhverfi eru lykilatriði þegar kemur að sölu á hágæða próteini um heim allan. Fyrirætlanir um mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn teflir í tvísýnu þeim miklu hagsmunum sem undir eru og mun, til lengri tíma litið, skaða ímynd Ölfus sem leiðandi sveitarfélags þegar kemur að grænni atvinnuuppbyggingu og framleiðslu á hágæða matvælum fyrir heimsmarkaðinn. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi í Ölfusi.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun