Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 21. nóvember 2024 10:02 Við lifum nú ögurtíma, þar sem áhugi okkar á því hver við erum sem mannkyn og hvernig við hugsum, munu skilgreina hvort við eigum framtíð á þessari jörð. Metsölubækur á borð við Sapienseftir Yuval Noah Harari, sem tekst á við manninn í sögulegu samhengi og á mörkum hugvísinda og náttúruvísinda, bera merki um slíkan áhuga. Harari rekur mannkynssöguna frá því að við komumst til meðvitundar um okkur sjálf og fórum að segja hvert öðru sögur fyrir 70.000 árum, til 21. aldar þegar við höfum náð yfirráðum yfir eigin þróun. Harari málar mynd sína með breiðum pensli, og hefur verið gagnrýndur fyrir það, en hann endar bókina á því myndmáli að við séum „dýrið sem varð að guði“ og séum sé slík hættuleg: „Er eitthvað hættulegra en ófullnægðir og óábyrgir guðir, sem vita ekki hvað þeir vilja“. Um mannskilning og mannmiðlægni Það er varhugavert að einfalda mannskilning um of en það má segja að mannkynið hafi í gegnum hugmyndasöguna skilið manninn eftir ólíkum ásum. Einn ásinn er á milli skynsemishyggju og tilfinningasemi og spyr, erum við tilfinningaverur sem búum yfir getunni til að hugsa rökrænt eða erum við skynsemisverur glæddar tilfinningum? Hugmyndasaga 18. aldar einkennist af þessum spurningum, frá upplýsingu til rómantíkur. Annar ásinn er á milli einstaklingshyggju og félagshyggju, en sá ás lá til grundvallar 19. öldinni með iðnbyltingu og hugmyndum Charles Darwin um náttúruval annarsvegar og sósíalisma og hugmyndum um þátt samvinnu í þróunarkenningum hinsvegar. Þriðji ásinn fjallar síðan um eðli illskunnar en undir lok 19. aldar var ríkjandi jákvæð sýn á manninn, sem taldi möguleika hans nær ótakmarkaða, og á 20. öldinni varð að endurskoða þann mannskilning eftir skelfingar heimstyrjaldanna tveggja og eftirköst þeirra. Í samtímanum hafa margþættar hugmyndir áhrif á mannskilning okkar, á borð við póstmódernisma, rannsóknir á taugafræði, og gervigreind, en mannmiðlægni okkar er lífsseig, sú hugmynd að mannkynið sé upphaf og endir alls. Mannmiðlægni er að mati heimspekinga á borð við Arne Næss, rótin af vistkerfisvanda okkar og þarf að hans mati að víkja fyrir heildrænni sýn á heiminn, þar sem vistkerfið er í forgrunni. Trúarleiðtogar hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í átt að slíkri hugsun, m.a. Frans Páfi í umburðarbréfinu Laudato Si´ og Lúterska heimssambandið, og hérlendis guðfræðingar við Háskóla Íslands og Bjarni Karlsson í bók sinni Bati frá tilgangsleysi. Mannsmynd Sköpunarsögunnar Í gegnum hugmyndasöguna hefur Biblían glætt umræðuna um stöðu okkar og tilveru í heiminum myndmáli, en sögur og myndmál eru þau verkfæri sem mannkyninu er tamast að nota til að takast á við veruleikann. Það er í gegnum táknsögur og myndmál sem við sköpum tilveru okkar merkingu og við segjum sögur til að staðsetja okkur í tilverunni. Mannsmynd Biblíunnar er miðlað í gegnum táknsögur og Biblían hefst á ljóði, sem segir frá sköpun heimsins. Sköpun Guðs er góð og í lok sköpunarsögunnar segir: „Og Guð leit allt sem hann hafði gert, og sjá, það var harla gott.“ Manneskjur eru í sköpunarsögunni skapaðar í ímynd Guðs og það myndmál ber með sér að allar manneskjur eru heilagar, þær njóta mannhelgi, mannvirðingar, mannréttinda og jafnréttis, sem ekki verður frá neinni manneskju tekið. „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu.“ Manneskjur bera í sköpunarsögunni ábyrgð á sköpun Guðs, „Guð blessaði þau og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og ríkið yfir fiskum sjávarins og fuglum himinsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni.“ Undirgefni í þessu samhengi merkir ekki að manneskjan hafi leyfi til arðráns eða eyðileggingar, heldur erum við kölluð til ábyrgðar gagnvart því vistkerfi sem okkur er treyst fyrir. Þegar vistkerfið er ekki í blóma sökum ágangs okkar, höfum við brugðist þeirri ábyrgð. Manneskjur eru í sköpunarsögunni frjálsar og bera siðferðilega ábyrgð á gjörðum sínum. Fyrsta fólkinu var í aldingarðinum settar reglur og mörk, og þegar þau fóru yfir þau mörk voru þau kölluð til ábyrgðar. Táknsaga syndafallsins er þroskasaga mannkyns, reynsla sem við upplifum sem einstaklingar í uppeldinu og sem samfélag í sameiginlegu þroskaferli. Án frelsis er ekki hægt að kalla okkur til ábyrgðar. Manneskjur eru í sköpunarsögunni tengdar bókstaflegum böndum, fyrsta fólkið er af hvort öðru komið og afkomendasagan fjallar öðrum þræði um fjölskyldubönd og ábyrgð systkina gagnvart hvert öðru. Sagan af fyrstu fjölskyldunni er áminning um að við erum öll skyld, að mannkynið allt er ein fjölskylda og að við tilheyrum sem slík hvert öðru, við berum fjölþættar skyldur til allra. Manneskjur eru í sköpunarsögunni hluti af sáttmálssamfélagi og í gegnum allar sögur Biblíunnar eru þær minntar á að þær eru hluti af sköpuninni og tilheyra sem slíkar sáttmálssambandi við Guð. Tvöfalda kærleiksboðorðið er úr Mósebókum komið, „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“, og Davíðsálmar eru fullir myndmáli um að Guð vaki yfir með elsku sinni. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Endurskoðuð mannsmynd Þær grundvallarspurningar sem mannkynið tekst nú á við, kalla á endurskoðun á þeirri mannsmynd sem við höfum. Biblían getur ekki veitt okkur endanleg svör um eðli mannsins en í henni er að finna myndmál og sögur sem eru sígildar, vegna þess að þær setja fram mannsmynd sem er á köflum raunsærri en sú mannmiðlægni sem hefur komið okkur í ógöngur. Manneskjur eru ekki einungis skynsemisverur eða tilfinningaverur, þær eru einnig tengslaverur og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Manneskjur eru ekki einungis einstaklingar, sameiginleg velferð alls mannkyns byggir á samvinnu og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Manneskjur eru ekki illar, þær eru í eðli sínu góðar, frjálsar og ábyrgar gjörða sinna, og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Við erum órofahluti sköpunarinnar og komumst ekki undan þeirri ábyrgð. Höfundur er Dr. Sigurvin Lárus Jónsson er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Við lifum nú ögurtíma, þar sem áhugi okkar á því hver við erum sem mannkyn og hvernig við hugsum, munu skilgreina hvort við eigum framtíð á þessari jörð. Metsölubækur á borð við Sapienseftir Yuval Noah Harari, sem tekst á við manninn í sögulegu samhengi og á mörkum hugvísinda og náttúruvísinda, bera merki um slíkan áhuga. Harari rekur mannkynssöguna frá því að við komumst til meðvitundar um okkur sjálf og fórum að segja hvert öðru sögur fyrir 70.000 árum, til 21. aldar þegar við höfum náð yfirráðum yfir eigin þróun. Harari málar mynd sína með breiðum pensli, og hefur verið gagnrýndur fyrir það, en hann endar bókina á því myndmáli að við séum „dýrið sem varð að guði“ og séum sé slík hættuleg: „Er eitthvað hættulegra en ófullnægðir og óábyrgir guðir, sem vita ekki hvað þeir vilja“. Um mannskilning og mannmiðlægni Það er varhugavert að einfalda mannskilning um of en það má segja að mannkynið hafi í gegnum hugmyndasöguna skilið manninn eftir ólíkum ásum. Einn ásinn er á milli skynsemishyggju og tilfinningasemi og spyr, erum við tilfinningaverur sem búum yfir getunni til að hugsa rökrænt eða erum við skynsemisverur glæddar tilfinningum? Hugmyndasaga 18. aldar einkennist af þessum spurningum, frá upplýsingu til rómantíkur. Annar ásinn er á milli einstaklingshyggju og félagshyggju, en sá ás lá til grundvallar 19. öldinni með iðnbyltingu og hugmyndum Charles Darwin um náttúruval annarsvegar og sósíalisma og hugmyndum um þátt samvinnu í þróunarkenningum hinsvegar. Þriðji ásinn fjallar síðan um eðli illskunnar en undir lok 19. aldar var ríkjandi jákvæð sýn á manninn, sem taldi möguleika hans nær ótakmarkaða, og á 20. öldinni varð að endurskoða þann mannskilning eftir skelfingar heimstyrjaldanna tveggja og eftirköst þeirra. Í samtímanum hafa margþættar hugmyndir áhrif á mannskilning okkar, á borð við póstmódernisma, rannsóknir á taugafræði, og gervigreind, en mannmiðlægni okkar er lífsseig, sú hugmynd að mannkynið sé upphaf og endir alls. Mannmiðlægni er að mati heimspekinga á borð við Arne Næss, rótin af vistkerfisvanda okkar og þarf að hans mati að víkja fyrir heildrænni sýn á heiminn, þar sem vistkerfið er í forgrunni. Trúarleiðtogar hafa lagt sitt lóð á vogarskálarnar í átt að slíkri hugsun, m.a. Frans Páfi í umburðarbréfinu Laudato Si´ og Lúterska heimssambandið, og hérlendis guðfræðingar við Háskóla Íslands og Bjarni Karlsson í bók sinni Bati frá tilgangsleysi. Mannsmynd Sköpunarsögunnar Í gegnum hugmyndasöguna hefur Biblían glætt umræðuna um stöðu okkar og tilveru í heiminum myndmáli, en sögur og myndmál eru þau verkfæri sem mannkyninu er tamast að nota til að takast á við veruleikann. Það er í gegnum táknsögur og myndmál sem við sköpum tilveru okkar merkingu og við segjum sögur til að staðsetja okkur í tilverunni. Mannsmynd Biblíunnar er miðlað í gegnum táknsögur og Biblían hefst á ljóði, sem segir frá sköpun heimsins. Sköpun Guðs er góð og í lok sköpunarsögunnar segir: „Og Guð leit allt sem hann hafði gert, og sjá, það var harla gott.“ Manneskjur eru í sköpunarsögunni skapaðar í ímynd Guðs og það myndmál ber með sér að allar manneskjur eru heilagar, þær njóta mannhelgi, mannvirðingar, mannréttinda og jafnréttis, sem ekki verður frá neinni manneskju tekið. „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu.“ Manneskjur bera í sköpunarsögunni ábyrgð á sköpun Guðs, „Guð blessaði þau og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og ríkið yfir fiskum sjávarins og fuglum himinsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni.“ Undirgefni í þessu samhengi merkir ekki að manneskjan hafi leyfi til arðráns eða eyðileggingar, heldur erum við kölluð til ábyrgðar gagnvart því vistkerfi sem okkur er treyst fyrir. Þegar vistkerfið er ekki í blóma sökum ágangs okkar, höfum við brugðist þeirri ábyrgð. Manneskjur eru í sköpunarsögunni frjálsar og bera siðferðilega ábyrgð á gjörðum sínum. Fyrsta fólkinu var í aldingarðinum settar reglur og mörk, og þegar þau fóru yfir þau mörk voru þau kölluð til ábyrgðar. Táknsaga syndafallsins er þroskasaga mannkyns, reynsla sem við upplifum sem einstaklingar í uppeldinu og sem samfélag í sameiginlegu þroskaferli. Án frelsis er ekki hægt að kalla okkur til ábyrgðar. Manneskjur eru í sköpunarsögunni tengdar bókstaflegum böndum, fyrsta fólkið er af hvort öðru komið og afkomendasagan fjallar öðrum þræði um fjölskyldubönd og ábyrgð systkina gagnvart hvert öðru. Sagan af fyrstu fjölskyldunni er áminning um að við erum öll skyld, að mannkynið allt er ein fjölskylda og að við tilheyrum sem slík hvert öðru, við berum fjölþættar skyldur til allra. Manneskjur eru í sköpunarsögunni hluti af sáttmálssamfélagi og í gegnum allar sögur Biblíunnar eru þær minntar á að þær eru hluti af sköpuninni og tilheyra sem slíkar sáttmálssambandi við Guð. Tvöfalda kærleiksboðorðið er úr Mósebókum komið, „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“, og Davíðsálmar eru fullir myndmáli um að Guð vaki yfir með elsku sinni. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Endurskoðuð mannsmynd Þær grundvallarspurningar sem mannkynið tekst nú á við, kalla á endurskoðun á þeirri mannsmynd sem við höfum. Biblían getur ekki veitt okkur endanleg svör um eðli mannsins en í henni er að finna myndmál og sögur sem eru sígildar, vegna þess að þær setja fram mannsmynd sem er á köflum raunsærri en sú mannmiðlægni sem hefur komið okkur í ógöngur. Manneskjur eru ekki einungis skynsemisverur eða tilfinningaverur, þær eru einnig tengslaverur og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Manneskjur eru ekki einungis einstaklingar, sameiginleg velferð alls mannkyns byggir á samvinnu og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Manneskjur eru ekki illar, þær eru í eðli sínu góðar, frjálsar og ábyrgar gjörða sinna, og því miðlar sköpunarsagan í myndmáli sínu. Við erum órofahluti sköpunarinnar og komumst ekki undan þeirri ábyrgð. Höfundur er Dr. Sigurvin Lárus Jónsson er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun