Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 01:07 Ljósmyndari Vísis Vilhelm Gunnarsson stendur vaktina á eldgosasvæðinu sem fyrr. Hann hefur myndað níu eldgos á svæðinu í bak og fyrir. Nú bætist það tíunda við. Vísir/vilhelm Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10
Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51