Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 01:07 Ljósmyndari Vísis Vilhelm Gunnarsson stendur vaktina á eldgosasvæðinu sem fyrr. Hann hefur myndað níu eldgos á svæðinu í bak og fyrir. Nú bætist það tíunda við. Vísir/vilhelm Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Það er óhætt að segja að eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöld hafi verið óvænt. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands á þriðjudag sagði að jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni væri áfram fremur lítil. Nokkrir skjálftar hefðu mælst á hverjum degi, flestir staðsettir á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Suma daga síðustu vikuna hafi verið slæmt veður sem hafi haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafi mögulega ekki mælst. Ekki var að merkja mikla skjálftavirkni í aðdraganda eldgossins í kvöld sem er allajafna vísbending um yfirvofandi eldgos. Tilkynning barst frá Veðurstofu um kvikuhlaup rétt upp úr klukkan ellefu og rúmum tíu mínútum síðar var staðfest að eldgos væri hafið. Landris og kvikusöfnun hefur þó verið stöðug undanfarnar vikur eða síðan níunda eldgosinu lauk þann 6. september. Það hafði þá staðið yfir frá 22. ágúst. Vísindamenn Veðurstofunnar merktu vísbendingar um að hægt hefði á landrisinu síðustu daga. Of snemmt væri að fullyrða að þessar breytingar væri merki um hægagang á kvikuinnflæði þar sem sambærilegar breytingar sæjust víða á GPS-netinu fjarri Svartsengi. Á þessu stigi væri því ekki hægt að útiloka að um utanaðkomandi áhrif væri að ræða, svo sem vegna geimveðurs eða breytinga í brautum gervitungla. Ef um raunverulegar breytingar á aflögun væri að ræða og að hægst hefði á landrisi og kvikusöfnun myndi það koma í ljós í næstu viku þegar nýjar gervitunglamyndir bærust sem hægt yrði að bera saman við aflögun sem mælist á GPS-netinu. Það væri áfram mat vísindamanna Veðurstofunnar að ólíklegt væri að nægur þrýstingur næði að byggjast upp til að koma af stað eldgosi í nóvember. Lítil skjálftavirkni væri til marks um það. Var gefið út hættumat við það tilefni sem átti að gilda til 26. nóvember en ljóst að það mat heyrir nú sögunni til. Allar nýjustu vendingar má finna í vaktinni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10 Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að rýming gangi vel í bæði Grindavík og Bláa lóninu. Miðað við upplýsingar um staðsetningu eldgossins og hraunflæði séu engir innviðir eða vegir í bráðri hættu akkúrat núna. 21. nóvember 2024 00:10
Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld. 20. nóvember 2024 23:51