Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar 22. nóvember 2024 13:32 Einhvern veginn var voða margt bannað á sokkabandsárum þess sem hér lemur lyklaborð. Samt hafði þegar átt sér stað mikil frelsisvæðing frá því á haftaárunum þegar „skömmtun“ var lykilhugtak og aðgangur að gæðum vel varðveittur, oft fyrir augljósa sérhagsmuni. Sumir fengu lán til að byggja húsnæði í hinum nýju hverfum, jafnvel ríkuleg sem fuðruðu upp í verðbólgubáli þeirra daga. Aðrir stóðu norpandi í biðröð með víxil undir hendinni sem vonast var til að útibústjóri skrifaði upp á, kannski út á flokksskírteini eða vensl. Þetta hefur verið agalegur tími fyrir ungar barnafjölskyldur sem hafa lifað milli vonar og ótta um efnhag heimilisins. Því miður hefur sigið á ógæfuhliðina í húsnæðismálum hálfri öld síðar svo enginn skilur eiginlega hvað fór úrskeiðis. Eftir niðursveiflu Covid tímabilsins tók við verðbólga af þeirri stærðargráðu að minnti á gömlu, vondu dagana þegar krónan var ekki gjaldgeng til gjaldeyriskaupa og vextir af lánum ruku upp. Tilraun til að hafa þetta öðruvisi mistókst herfilega og falleinkuninn var endanlega þegar Seðlabankinn réði unga fólkinu því að leita aftur í verðtryggðu „Íslandslánin“ sem höfðu verið alræmd vegna vaxtaokurs til lengri tíma. Það mun taka sinn tíma að sleikja sárin eftir að greiðslubyrði á nafnvaxtalánum tvöfaldaðist nánast og allar forsendur greiðslumats fuku út í veður og vind. Á þessum tíma var ekki sjálfsagt að miðstéttin héldi í skemmtireisur, sumarfrí, helgarferðir og tásuveður á Tene, kannski mörgum sinnum á ári. En það var þó flogið á Kaupmannahöfn reglulega og Lúxembúrg, þótt kannski ætti enginn beinlínis erindi þangað. Við heimkomu kárnaði gamanið ef eitthvað bitastætt hafði verið keypt, og var þar blessaða áfengið enn í brennidepli eins og svo oft á landinu bláa. Inn að tollafgreiðslunni myndaðist þráfaldlega löng röð þar sem tollverðir ríkisins veltu gaumgæfilega fyrir sér varningi sem stundum var kominn alla leið frá sólarströnd á Spáni. Það greiddist þó heldur úr flækjunni þegar tekin var upp tilskipun, eins og þekktist í ríkjunum á meginlandi Evrópu, sem virtist láta sér furðulega létt í rúmi liggja að skoða ofan í ferðatöskur túristana. Græn og rauð hlið tóku nú í meginatriðum við af hinum knáu og stundum söngelsku tollvörðum. Það bar þó alltaf reglulega vel í veiði. Sérstaklega þegar einhver delinkventinn hugðist með ósvífnu göngulagi ætla að stika í gegnum græna hliðið með fríhafnarpoka frá „Kastrup“. Komust yfirvöld þarna í feitt, í orðsins fyllstu merkingu. Lifrarkæfa grófhökkuð, osturinn knái „Gamle Ole“ og dönsk salamí, drottning unnu kjötvörunnar. Sú sem gripin var með bleiku pulsuna með öllum fituklessunum hvítu mátti sjá hana tekna til hliðar og kyngja sekt upp á ríflega sjöhundruð krónur íslenskar að núvirði. Var það mjög neyðarlegt að vera tekin til hliðar af tollvörðum eins og hver annar glæpamaður. Fyrir ferðalangana gilti í raun að hver einasti þeirra gat hugsanlega verið að smygla þannig að „sekur fundinn þar til sakleysi var sannað“, átti hér ágætlega við. Nokkrum árum síðar vakti furðu þegar þessi varningur fékkst allt í einu í stórverslunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þrátt fyrir áhættuna, sem þarna var tekin, urðu ekki mikil veikindi að því er vitað er á „Dönskum dögum“ í Hagkaupum, hin síðari ár, né heldur þótt leyfður yrði innflutningur á stórhættulegum kjúklingum í framhaldinu. Í vitundarvakningu um heilsu og lífsstíl hefur orðið til kynslóð sem leggur sér varla kjöt til munns og á þetta ekki síst við um ungu kynslóðina. Brokkolí, laukar, papríka og jafnvel eggaldin komið alla leið frá Marokkó hafa nú haslað sér freklegan völl í grænmetisdeildinni. En þó eru yfirvöld ekki alveg búin að firra sig allri ábyrgð. Sveppir, franskar kartöflur og melónur fást nú með smá vörugjöldum, bara pínu pons eins og í þá gömlu góðu daga. Þriðjungs vörugjald reiknast ofan á sætar kartöflur sem mörlandinn er orðinn sólginn í, sennilega svona bara til öryggis, þótt þær séu ekki framleiddar hér á landi og enginn til að vernda. En allur er varinn vitaskuld góður. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Einhvern veginn var voða margt bannað á sokkabandsárum þess sem hér lemur lyklaborð. Samt hafði þegar átt sér stað mikil frelsisvæðing frá því á haftaárunum þegar „skömmtun“ var lykilhugtak og aðgangur að gæðum vel varðveittur, oft fyrir augljósa sérhagsmuni. Sumir fengu lán til að byggja húsnæði í hinum nýju hverfum, jafnvel ríkuleg sem fuðruðu upp í verðbólgubáli þeirra daga. Aðrir stóðu norpandi í biðröð með víxil undir hendinni sem vonast var til að útibústjóri skrifaði upp á, kannski út á flokksskírteini eða vensl. Þetta hefur verið agalegur tími fyrir ungar barnafjölskyldur sem hafa lifað milli vonar og ótta um efnhag heimilisins. Því miður hefur sigið á ógæfuhliðina í húsnæðismálum hálfri öld síðar svo enginn skilur eiginlega hvað fór úrskeiðis. Eftir niðursveiflu Covid tímabilsins tók við verðbólga af þeirri stærðargráðu að minnti á gömlu, vondu dagana þegar krónan var ekki gjaldgeng til gjaldeyriskaupa og vextir af lánum ruku upp. Tilraun til að hafa þetta öðruvisi mistókst herfilega og falleinkuninn var endanlega þegar Seðlabankinn réði unga fólkinu því að leita aftur í verðtryggðu „Íslandslánin“ sem höfðu verið alræmd vegna vaxtaokurs til lengri tíma. Það mun taka sinn tíma að sleikja sárin eftir að greiðslubyrði á nafnvaxtalánum tvöfaldaðist nánast og allar forsendur greiðslumats fuku út í veður og vind. Á þessum tíma var ekki sjálfsagt að miðstéttin héldi í skemmtireisur, sumarfrí, helgarferðir og tásuveður á Tene, kannski mörgum sinnum á ári. En það var þó flogið á Kaupmannahöfn reglulega og Lúxembúrg, þótt kannski ætti enginn beinlínis erindi þangað. Við heimkomu kárnaði gamanið ef eitthvað bitastætt hafði verið keypt, og var þar blessaða áfengið enn í brennidepli eins og svo oft á landinu bláa. Inn að tollafgreiðslunni myndaðist þráfaldlega löng röð þar sem tollverðir ríkisins veltu gaumgæfilega fyrir sér varningi sem stundum var kominn alla leið frá sólarströnd á Spáni. Það greiddist þó heldur úr flækjunni þegar tekin var upp tilskipun, eins og þekktist í ríkjunum á meginlandi Evrópu, sem virtist láta sér furðulega létt í rúmi liggja að skoða ofan í ferðatöskur túristana. Græn og rauð hlið tóku nú í meginatriðum við af hinum knáu og stundum söngelsku tollvörðum. Það bar þó alltaf reglulega vel í veiði. Sérstaklega þegar einhver delinkventinn hugðist með ósvífnu göngulagi ætla að stika í gegnum græna hliðið með fríhafnarpoka frá „Kastrup“. Komust yfirvöld þarna í feitt, í orðsins fyllstu merkingu. Lifrarkæfa grófhökkuð, osturinn knái „Gamle Ole“ og dönsk salamí, drottning unnu kjötvörunnar. Sú sem gripin var með bleiku pulsuna með öllum fituklessunum hvítu mátti sjá hana tekna til hliðar og kyngja sekt upp á ríflega sjöhundruð krónur íslenskar að núvirði. Var það mjög neyðarlegt að vera tekin til hliðar af tollvörðum eins og hver annar glæpamaður. Fyrir ferðalangana gilti í raun að hver einasti þeirra gat hugsanlega verið að smygla þannig að „sekur fundinn þar til sakleysi var sannað“, átti hér ágætlega við. Nokkrum árum síðar vakti furðu þegar þessi varningur fékkst allt í einu í stórverslunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þrátt fyrir áhættuna, sem þarna var tekin, urðu ekki mikil veikindi að því er vitað er á „Dönskum dögum“ í Hagkaupum, hin síðari ár, né heldur þótt leyfður yrði innflutningur á stórhættulegum kjúklingum í framhaldinu. Í vitundarvakningu um heilsu og lífsstíl hefur orðið til kynslóð sem leggur sér varla kjöt til munns og á þetta ekki síst við um ungu kynslóðina. Brokkolí, laukar, papríka og jafnvel eggaldin komið alla leið frá Marokkó hafa nú haslað sér freklegan völl í grænmetisdeildinni. En þó eru yfirvöld ekki alveg búin að firra sig allri ábyrgð. Sveppir, franskar kartöflur og melónur fást nú með smá vörugjöldum, bara pínu pons eins og í þá gömlu góðu daga. Þriðjungs vörugjald reiknast ofan á sætar kartöflur sem mörlandinn er orðinn sólginn í, sennilega svona bara til öryggis, þótt þær séu ekki framleiddar hér á landi og enginn til að vernda. En allur er varinn vitaskuld góður. Höfundur skipar áttunda sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar