Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 19:28 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Formaður Samtakanna 78 segir fjöldann allan af hinsegin fólki í Bandaríkjunum hafa haft samband og forvitnast um stöðu hinsegin fólks hér á landi eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í mánuðinum. Hún segir að þau sem hafa samband hafi áhyggjur af því að réttur þeirra til hjónabands verði tekinn af þeim og þar með rétturinn til barna sinna. Á heimasíðu samtakanna hefur sérstök upplýsingasíða verið sett upp á ensku fyrir Bandaríkjamenn, vegna fjölda fyrirspurna þeirra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir að sumt fólkið sé að skoða það af mikilli alvöru að flytja frá Bandaríkjunum. Staðan alvarleg fyrir konur og hinsegin „Staðan er náttúrulega bara grafalvarleg fyrir konur og hinsegin fólk í Bandaríkjunum núna, þannig við höfum bara mikla samúð með því,“ segir hún. Hún segir að beint eftir forsetakosningarnar vestanhafs hafi samtökin byrjað að fá fyrirspurnir frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Einnig hafi fólk komið inn til þeirra af götunum í leit að huggun og upplýsingum. „Við heyrum þetta líka frá öðrum hinsegin samtökum á Norðurlöndunum. Þannig að við settum upp svona upplýsingasíðu,“ segir hún. Ísland sé í öðru sæti á regnbogakorti Evrópu, og það sé því ekkert skrítið að hinsegin fólk vilji koma hingað. Fólk gæti misst réttindi sín Bjarndís segir að fólk hafi áhyggjur af því að ýmis réttindi gætu verið tekin af hinsegin fólki, sérstaklega í ljósi þess að dóminum í Roe vs Wade hafi verið snúið við. „Vegna þess að þeim dómi var snúið við, að þá sér fólk fyrir sér að nú verði auðveldara að snúa við rétti samkynja para til hjónabands og til barneigna. Þannig fólk í samkynja hjónaböndum er mikið að skoða það hvernig þau geta tryggt lagalega stöðu sína og réttindi gagnvart börnum sínum. Þetta er það sem fólk óttast,“ segir hún. Einnig hafi fólk áhyggjur af því að réttur fólks til að ákveða eigin kyn verði afnuminn, og réttindi trans barna. „Í raun öll grundvallaratriði hinsegin fólks er eitthvað sem fólk óttast núna í Bandaríkjunum,“ segir Bjarndís. Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á heimasíðu samtakanna hefur sérstök upplýsingasíða verið sett upp á ensku fyrir Bandaríkjamenn, vegna fjölda fyrirspurna þeirra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir að sumt fólkið sé að skoða það af mikilli alvöru að flytja frá Bandaríkjunum. Staðan alvarleg fyrir konur og hinsegin „Staðan er náttúrulega bara grafalvarleg fyrir konur og hinsegin fólk í Bandaríkjunum núna, þannig við höfum bara mikla samúð með því,“ segir hún. Hún segir að beint eftir forsetakosningarnar vestanhafs hafi samtökin byrjað að fá fyrirspurnir frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Einnig hafi fólk komið inn til þeirra af götunum í leit að huggun og upplýsingum. „Við heyrum þetta líka frá öðrum hinsegin samtökum á Norðurlöndunum. Þannig að við settum upp svona upplýsingasíðu,“ segir hún. Ísland sé í öðru sæti á regnbogakorti Evrópu, og það sé því ekkert skrítið að hinsegin fólk vilji koma hingað. Fólk gæti misst réttindi sín Bjarndís segir að fólk hafi áhyggjur af því að ýmis réttindi gætu verið tekin af hinsegin fólki, sérstaklega í ljósi þess að dóminum í Roe vs Wade hafi verið snúið við. „Vegna þess að þeim dómi var snúið við, að þá sér fólk fyrir sér að nú verði auðveldara að snúa við rétti samkynja para til hjónabands og til barneigna. Þannig fólk í samkynja hjónaböndum er mikið að skoða það hvernig þau geta tryggt lagalega stöðu sína og réttindi gagnvart börnum sínum. Þetta er það sem fólk óttast,“ segir hún. Einnig hafi fólk áhyggjur af því að réttur fólks til að ákveða eigin kyn verði afnuminn, og réttindi trans barna. „Í raun öll grundvallaratriði hinsegin fólks er eitthvað sem fólk óttast núna í Bandaríkjunum,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira