Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson og Jóna Þórey Pétursdóttir skrifa 19. nóvember 2024 17:31 Samfylkingin mun ráðast í grundvallarbreytingar á fæðingarorlofskerfinu ef við fáum til þess umboð í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember. Meginmarkmið breytinganna, sem við höfum þegar lagt fram og mælt fyrir á Alþingi, er að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns, vernda betur heilsu móður og barns og taka sjálfsögð og nauðsynleg skref í þágu efnahagslegs jafnréttis. Hvað felst í nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar? Þetta eru átta mikilvægustu atriðin: 1. Engin skerðing á lægstu tekjum Fyrstu 450 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun þanig einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. Afkoma millitekjufólks í fæðingarorlofi batnar jafnframt um tugi þúsunda á mánuði með þessari breytingu. 2. Viðmiðunartímabil færist nær fæðingardegi Fæðingarorlofsgreiðslur munu endurspegla betur raunverulegar tekjur foreldra. Miðað verður við tekjurnar sem foreldrar höfðu á tólf mánaða tímabili sem lýkur mánuði fyrir fæðingu barns í stað þess að viðmiðunartímabilið standi yfir í tólf mánuði sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns. 3. Hækkanir eiga að taka til allra foreldra í fæðingarorlofi Hækkanir á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði munu ná til allra foreldra sem eru í fæðingarorlofi þegar hækkanirnar taka gildi í stað þess að miðað sé við fæðingardag barns líkt og áður hefur tíðkast. Þannig er hækkun greiðslna að jafnaði háttað í velferðarkerfinu og hið sama á að gilda um greiðslur til ungbarnafjölskyldna. Samfylkingin lagði þessa sjálfsögðu breytingu til á síðasta vorþingi samhliða hækkun fæðingarorlofsgreiðslna, en ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu tillögunni og er kerfisbundinni mismunun því enn viðhaldið hvað þetta varðar. 4. Launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu Konur munu öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar fæðingarorlofi eftir fæðingu. Slíkur réttur er þegar tryggður í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi, en á Íslandi er hefð fyrir því að konur gangi á veikindarétt sinn síðustu vikurnar. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. Meðgönguorlof er líka mikilvægt jafnréttismál, enda er það kynbundið misrétti að hinn almenni veikindaréttur sé frátekinn í meðgöngu fyrir konur sem þurfa stundum einnig að ganga á réttindi sín hjá sjúkrasjóði stéttarfélaga og jafnvel taka launalaust leyfi, allt með tilheyrandi tekjuskerðingu. 5. Lenging á fæðingarorlofi og meðgönguorlofi fjölburaforeldra Réttur foreldra til fæðingarorlofs mun aukast um sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt, en í dag eykst rétturinn aðeins um þrjá mánuði. Þá verður meðgönguorlof tveimur vikum lengra fyrir hvert barn umfram eitt. 6. Aukinn réttur foreldra sem veikjast á meðgöngu Réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu sem vara fram yfir fæðingu verður tryggður á sama hátt og veikindi vegna fæðingar barns. Í núverandi lagaumhverfi fellur réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu niður við fæðingu barns, sem er óeðlilegt í ljósi þess að oft vara veikindi áfram í nokkurn tíma eftir fæðingu. 7. Hærri fæðingarstyrkir Fæðingarstyrkur til fólks utan vinnumarkaðar hækkar úr 97.085 kr. í 200.000 kr. og fæðingarstyrkur námsmanna hækkar úr 222.494 kr. í 300.000 kr. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki munu námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk einnig fá styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 8. Vinnutímastytting foreldra Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri munu öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Samhliða breytingum á fæðingarorlofskerfinu leggur Samfylkingin áherslu á að réttur barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri verði lögfestur eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurkoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Þannig aukum við fyrirsjáanleika og sláum á fjárhagslegar áhyggjur foreldra vegna umönnunarbilsins. Hér má lesa frumvarp Samfylkingarinnar um nýtt fæðingarorlofskerfi í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við breytingarnar eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Til að hægt sé að lögfesta málið verður Samfylkingin að fá sterkt umboð í komandi Alþingiskosningum. Setjum x við s og hrindum þessum tillögum í framkvæmd! Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fæðingarorlof Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Samfylkingin mun ráðast í grundvallarbreytingar á fæðingarorlofskerfinu ef við fáum til þess umboð í Alþingiskosningunum þann 30. nóvember. Meginmarkmið breytinganna, sem við höfum þegar lagt fram og mælt fyrir á Alþingi, er að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns, vernda betur heilsu móður og barns og taka sjálfsögð og nauðsynleg skref í þágu efnahagslegs jafnréttis. Hvað felst í nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar? Þetta eru átta mikilvægustu atriðin: 1. Engin skerðing á lægstu tekjum Fyrstu 450 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun þanig einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. Afkoma millitekjufólks í fæðingarorlofi batnar jafnframt um tugi þúsunda á mánuði með þessari breytingu. 2. Viðmiðunartímabil færist nær fæðingardegi Fæðingarorlofsgreiðslur munu endurspegla betur raunverulegar tekjur foreldra. Miðað verður við tekjurnar sem foreldrar höfðu á tólf mánaða tímabili sem lýkur mánuði fyrir fæðingu barns í stað þess að viðmiðunartímabilið standi yfir í tólf mánuði sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns. 3. Hækkanir eiga að taka til allra foreldra í fæðingarorlofi Hækkanir á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði munu ná til allra foreldra sem eru í fæðingarorlofi þegar hækkanirnar taka gildi í stað þess að miðað sé við fæðingardag barns líkt og áður hefur tíðkast. Þannig er hækkun greiðslna að jafnaði háttað í velferðarkerfinu og hið sama á að gilda um greiðslur til ungbarnafjölskyldna. Samfylkingin lagði þessa sjálfsögðu breytingu til á síðasta vorþingi samhliða hækkun fæðingarorlofsgreiðslna, en ríkisstjórnarflokkarnir höfnuðu tillögunni og er kerfisbundinni mismunun því enn viðhaldið hvað þetta varðar. 4. Launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingu Konur munu öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar fæðingarorlofi eftir fæðingu. Slíkur réttur er þegar tryggður í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi, en á Íslandi er hefð fyrir því að konur gangi á veikindarétt sinn síðustu vikurnar. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. Meðgönguorlof er líka mikilvægt jafnréttismál, enda er það kynbundið misrétti að hinn almenni veikindaréttur sé frátekinn í meðgöngu fyrir konur sem þurfa stundum einnig að ganga á réttindi sín hjá sjúkrasjóði stéttarfélaga og jafnvel taka launalaust leyfi, allt með tilheyrandi tekjuskerðingu. 5. Lenging á fæðingarorlofi og meðgönguorlofi fjölburaforeldra Réttur foreldra til fæðingarorlofs mun aukast um sex mánuði fyrir hvert barn umfram eitt, en í dag eykst rétturinn aðeins um þrjá mánuði. Þá verður meðgönguorlof tveimur vikum lengra fyrir hvert barn umfram eitt. 6. Aukinn réttur foreldra sem veikjast á meðgöngu Réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu sem vara fram yfir fæðingu verður tryggður á sama hátt og veikindi vegna fæðingar barns. Í núverandi lagaumhverfi fellur réttur til lengra fæðingarorlofs vegna veikinda á meðgöngu niður við fæðingu barns, sem er óeðlilegt í ljósi þess að oft vara veikindi áfram í nokkurn tíma eftir fæðingu. 7. Hærri fæðingarstyrkir Fæðingarstyrkur til fólks utan vinnumarkaðar hækkar úr 97.085 kr. í 200.000 kr. og fæðingarstyrkur námsmanna hækkar úr 222.494 kr. í 300.000 kr. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki munu námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk einnig fá styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 8. Vinnutímastytting foreldra Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri munu öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Samhliða breytingum á fæðingarorlofskerfinu leggur Samfylkingin áherslu á að réttur barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri verði lögfestur eins og gert hefur verið í öllum ríkjum Norðurlanda að Íslandi undanskildu. Þetta kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurkoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Þannig aukum við fyrirsjáanleika og sláum á fjárhagslegar áhyggjur foreldra vegna umönnunarbilsins. Hér má lesa frumvarp Samfylkingarinnar um nýtt fæðingarorlofskerfi í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við breytingarnar eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Til að hægt sé að lögfesta málið verður Samfylkingin að fá sterkt umboð í komandi Alþingiskosningum. Setjum x við s og hrindum þessum tillögum í framkvæmd! Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun