Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar 19. nóvember 2024 15:31 Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins. Ekki hlustað á samtök fyrirtækja, launþega og neytenda Breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar, sem bjuggu í rauninni til nýtt þingmál um víðtæka undanþágu allra afurðastöðva frá samkeppnislögum, vöktu hörð viðbrögð þegar þær komu fram í nefndaráliti meirihlutans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, VR, Alþýðusambandið, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og fleiri vöruðu við samþykkt málsins og kröfðust þess að það yrði dregið til baka, í stað þess að það yrði keyrt í gegnum Alþingi eins og raunin varð. Með breytingartillögum nefndarinnar var í raun orðið til allt annað mál en upphaflegt frumvarp matvælaráðherra, sem búið var að fara í gegnum samráðsferli bæði á vegum stjórnarráðsins og Alþingis. Formaður atvinnuveganefndar hefur sjálfur upplýst að breytingartillögurnar hafi verið unnar með fulltingi lögmanna Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, en félagsmenn þeirra, afurðastöðvarnar, áttu beinna hagsmuna að gæta. Við gagnrýnendurnir bentum m.a. á að mat á áhrifum lagasetningarinnar væri ekki í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna. Ekkert var á þessar viðvaranir hlustað. Ekki hlustað á starfsmenn þingsins Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur eftir að dómurinn féll reynt að fleygja starfsmönnum nefnda- og greiningarsviðs þingsins undir strætisvagninn og sagt að þeir hafi kveðið upp úr um að frumvarpið bryti ekki í bága við stjórnarskrá. Vissulega var unnið minnisblað fyrir nefndarmeirihlutann þar sem niðurstaðan var að samþykkt breytingartillagna „virðist ekki ganga gegn áskilnaði 44. gr. stjskr. um þrjár umræður lagafrumvarps.“ Hins vegar hefur nú einnig komið fram annað minnisblað frá nefnda- og greiningarsviði, þar sem þrjú mikilvæg atriði koma fram: Eftir fundahöld lögfræðinga þingsins um það hvort frumvarpið með breytingartillögum stæðist stjórnarskrána, voru haldnir fundir með formanninum þar sem honum var tjáð að fyrirhugaðar breytingar gengju langt og að „best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni og ákvörðun um afgreiðslu nefndarálitsins væri að lokum pólitísks efnis.“ Starfsmenn þingsins bentu á að efnisleg umfjöllun nefndar milli 2. og 3. umræðu yrði málinu til framdráttar vegna hinna miklu breytinga. Þá væri hægt að afla nýrra umsagna frá þeim aðilum sem hvað sterkasta skoðun hefðu á afgreiðslu málsins. Nefndarmeirihlutanum var bent á að fulltrúar matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna en slíkt væri vanalegt, þegar um væri að ræða jafnmiklar breytingar og lagðar voru til á þingmálinu. Fyrir liggur að ekkert var heldur hlustað á þessar viðvaranir og ábendingar starfsmanna Alþingis, heldur málið keyrt áfram. Að nefndarformaðurinn reyni að ýta ábyrgð yfir á starfsfólk þingsins verður seint talið stórmannlegt. Stuðningsmenn breytingarinnar sáu áhrifin ekki fyrir Án tillits til þess hvort afgreiðsla þingsins var í samræmi við stjórnarskrána eður ei, var hún óvönduð og hroðvirknisleg og málið var keyrt í gegn undir þrýstingi frá sérhagsmunaaðilum í búvörugeiranum. Vegna þess að ekkert mat á áhrifum lagasetningarinnar var unnið, hafa sumar augljósar afleiðingar hennar komið sjálfum þingmönnunum, sem greiddu atkvæði með henni, á óvart. Hér eru þrjú dæmi. Í hlaðvarpsþætti Félags atvinnurekenda, Kaffikróknum, viðurkenndi Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að líklega hefði verið gengið of langt varðandi það að veita afurðastöðvum í alifugla- og svínakjöti undanþágu frá samkeppnislögum. „Hvort í þessari aðgerð hafi verið gengið of langt varðandi hvíta kjötið finnst mér bara sjálfsagt að skoða,“ sagði Sigurður Ingi. Í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær, þar sem við Þórarinn Ingi Pétursson ræddum málið, viðurkenndi formaður atvinnuveganefndar að sömu afleiðingu af lagasetningunni, að það væri opið fyrir að stærstu svínakjötsframleiðendur og -innflytjendur landsins sameinuðust í eitt risafyrirtæki án atbeina samkeppnisyfirvalda, hefði hann ekki séð fyrir. „Ég get tekið undir það sem Ólafur kom hér inn á áðan ... um svínakjötsframleiðsluna,“ sagði hann. Þórarinn Ingi sagði að það hefði líka komið honum á óvart þegar löggjöf, sem var sögð til að styrkja stöðu bænda, leiddi til þess að hann sjálfur og tólf aðrir bændur, sem ekki vildu selja hlut sinn í Kjarnafæði-Norðlenska til Kaupfélags Skagfirðinga, voru þvingaðir til að selja KS hlut sinn. „Ég skal alveg segja það að ég sá það ekki fyrir að það myndi gerast svona hratt. Ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Þórarinn. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, flokks sem studdi lagabreytinguna, viðurkenndi í viðtali í Kaffikróknum að hafa ekki séð afleiðingar lagasetningarinnar fyrir, meðal annars ofangreint. Greinarhöfundur spurði hann líka út í þá staðreynd að nú búa fyrirtæki, sem flytja inn kjöt, við tvenns konar lög. Annars vegar geta stjórnendur innflutningsfyrirtækja, sem ekki eru afurðastöðvar, farið í fangelsi fyrir samráðsbrot og eru háðir ströngu eftirliti samkeppnisyfirvalda með samrunum. Keppinautar þeirra, afurðastöðvar sem eru jafnframt umsvifamiklir kjötinnflytjendur, eru undanþegnir öllum slíkum hömlum og refsingum. „Í þessari breytingartillögu sem meirihluti atvinnuveganefndar gerir, er netinu kastað nokkuð víðar – og í raun kom á daginn kannski miklu víðar – heldur en margir áttuðu sig á,“ sagði Bergþór. Þingmennirnir vissu ekki hvað þeir voru að gera Allt ber þetta að sama brunni. Alveg burtséð frá því hvort samþykkt þingsins stóðst stjórnarskrá eða ekki, liggur fyrir að málið var illa unnið, samráðs ekki leitað, ekki hlustað á ráðgjöf fagmanna og ekkert áhrifamat unnið. Þingmennirnir vissu einfaldlega ekkert hvað þeir voru að gera, fóru bara eftir því sem lögfræðingar Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sögðu þeim að gera og knúðu málið í gegnum þingið. Þess vegna kemur það jafnvel flutningsmönnum hins endanlega frumvarps sjálfum á óvart hverjar afleiðingarnar eru. Breytingin á búvörulögum var fúsk, unnið í þágu og með fulltingi sérhagsmunaaðila í búvörugeiranum. Þingmennirnir sem að henni stóðu ættu að horfast í augu við ábyrgð sína, biðjast afsökunar á þessum hörmulegu vinnubrögðum og reyna að læra af þeim einhverja lexíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins. Ekki hlustað á samtök fyrirtækja, launþega og neytenda Breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar, sem bjuggu í rauninni til nýtt þingmál um víðtæka undanþágu allra afurðastöðva frá samkeppnislögum, vöktu hörð viðbrögð þegar þær komu fram í nefndaráliti meirihlutans. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin, VR, Alþýðusambandið, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og fleiri vöruðu við samþykkt málsins og kröfðust þess að það yrði dregið til baka, í stað þess að það yrði keyrt í gegnum Alþingi eins og raunin varð. Með breytingartillögum nefndarinnar var í raun orðið til allt annað mál en upphaflegt frumvarp matvælaráðherra, sem búið var að fara í gegnum samráðsferli bæði á vegum stjórnarráðsins og Alþingis. Formaður atvinnuveganefndar hefur sjálfur upplýst að breytingartillögurnar hafi verið unnar með fulltingi lögmanna Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, en félagsmenn þeirra, afurðastöðvarnar, áttu beinna hagsmuna að gæta. Við gagnrýnendurnir bentum m.a. á að mat á áhrifum lagasetningarinnar væri ekki í samræmi við reglur ríkisstjórnarinnar sjálfrar um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa og þingsályktunartillagna. Ekkert var á þessar viðvaranir hlustað. Ekki hlustað á starfsmenn þingsins Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur eftir að dómurinn féll reynt að fleygja starfsmönnum nefnda- og greiningarsviðs þingsins undir strætisvagninn og sagt að þeir hafi kveðið upp úr um að frumvarpið bryti ekki í bága við stjórnarskrá. Vissulega var unnið minnisblað fyrir nefndarmeirihlutann þar sem niðurstaðan var að samþykkt breytingartillagna „virðist ekki ganga gegn áskilnaði 44. gr. stjskr. um þrjár umræður lagafrumvarps.“ Hins vegar hefur nú einnig komið fram annað minnisblað frá nefnda- og greiningarsviði, þar sem þrjú mikilvæg atriði koma fram: Eftir fundahöld lögfræðinga þingsins um það hvort frumvarpið með breytingartillögum stæðist stjórnarskrána, voru haldnir fundir með formanninum þar sem honum var tjáð að fyrirhugaðar breytingar gengju langt og að „best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni og ákvörðun um afgreiðslu nefndarálitsins væri að lokum pólitísks efnis.“ Starfsmenn þingsins bentu á að efnisleg umfjöllun nefndar milli 2. og 3. umræðu yrði málinu til framdráttar vegna hinna miklu breytinga. Þá væri hægt að afla nýrra umsagna frá þeim aðilum sem hvað sterkasta skoðun hefðu á afgreiðslu málsins. Nefndarmeirihlutanum var bent á að fulltrúar matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna en slíkt væri vanalegt, þegar um væri að ræða jafnmiklar breytingar og lagðar voru til á þingmálinu. Fyrir liggur að ekkert var heldur hlustað á þessar viðvaranir og ábendingar starfsmanna Alþingis, heldur málið keyrt áfram. Að nefndarformaðurinn reyni að ýta ábyrgð yfir á starfsfólk þingsins verður seint talið stórmannlegt. Stuðningsmenn breytingarinnar sáu áhrifin ekki fyrir Án tillits til þess hvort afgreiðsla þingsins var í samræmi við stjórnarskrána eður ei, var hún óvönduð og hroðvirknisleg og málið var keyrt í gegn undir þrýstingi frá sérhagsmunaaðilum í búvörugeiranum. Vegna þess að ekkert mat á áhrifum lagasetningarinnar var unnið, hafa sumar augljósar afleiðingar hennar komið sjálfum þingmönnunum, sem greiddu atkvæði með henni, á óvart. Hér eru þrjú dæmi. Í hlaðvarpsþætti Félags atvinnurekenda, Kaffikróknum, viðurkenndi Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að líklega hefði verið gengið of langt varðandi það að veita afurðastöðvum í alifugla- og svínakjöti undanþágu frá samkeppnislögum. „Hvort í þessari aðgerð hafi verið gengið of langt varðandi hvíta kjötið finnst mér bara sjálfsagt að skoða,“ sagði Sigurður Ingi. Í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær, þar sem við Þórarinn Ingi Pétursson ræddum málið, viðurkenndi formaður atvinnuveganefndar að sömu afleiðingu af lagasetningunni, að það væri opið fyrir að stærstu svínakjötsframleiðendur og -innflytjendur landsins sameinuðust í eitt risafyrirtæki án atbeina samkeppnisyfirvalda, hefði hann ekki séð fyrir. „Ég get tekið undir það sem Ólafur kom hér inn á áðan ... um svínakjötsframleiðsluna,“ sagði hann. Þórarinn Ingi sagði að það hefði líka komið honum á óvart þegar löggjöf, sem var sögð til að styrkja stöðu bænda, leiddi til þess að hann sjálfur og tólf aðrir bændur, sem ekki vildu selja hlut sinn í Kjarnafæði-Norðlenska til Kaupfélags Skagfirðinga, voru þvingaðir til að selja KS hlut sinn. „Ég skal alveg segja það að ég sá það ekki fyrir að það myndi gerast svona hratt. Ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Þórarinn. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, flokks sem studdi lagabreytinguna, viðurkenndi í viðtali í Kaffikróknum að hafa ekki séð afleiðingar lagasetningarinnar fyrir, meðal annars ofangreint. Greinarhöfundur spurði hann líka út í þá staðreynd að nú búa fyrirtæki, sem flytja inn kjöt, við tvenns konar lög. Annars vegar geta stjórnendur innflutningsfyrirtækja, sem ekki eru afurðastöðvar, farið í fangelsi fyrir samráðsbrot og eru háðir ströngu eftirliti samkeppnisyfirvalda með samrunum. Keppinautar þeirra, afurðastöðvar sem eru jafnframt umsvifamiklir kjötinnflytjendur, eru undanþegnir öllum slíkum hömlum og refsingum. „Í þessari breytingartillögu sem meirihluti atvinnuveganefndar gerir, er netinu kastað nokkuð víðar – og í raun kom á daginn kannski miklu víðar – heldur en margir áttuðu sig á,“ sagði Bergþór. Þingmennirnir vissu ekki hvað þeir voru að gera Allt ber þetta að sama brunni. Alveg burtséð frá því hvort samþykkt þingsins stóðst stjórnarskrá eða ekki, liggur fyrir að málið var illa unnið, samráðs ekki leitað, ekki hlustað á ráðgjöf fagmanna og ekkert áhrifamat unnið. Þingmennirnir vissu einfaldlega ekkert hvað þeir voru að gera, fóru bara eftir því sem lögfræðingar Samtaka fyrirtækja í landbúnaði sögðu þeim að gera og knúðu málið í gegnum þingið. Þess vegna kemur það jafnvel flutningsmönnum hins endanlega frumvarps sjálfum á óvart hverjar afleiðingarnar eru. Breytingin á búvörulögum var fúsk, unnið í þágu og með fulltingi sérhagsmunaaðila í búvörugeiranum. Þingmennirnir sem að henni stóðu ættu að horfast í augu við ábyrgð sína, biðjast afsökunar á þessum hörmulegu vinnubrögðum og reyna að læra af þeim einhverja lexíu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun