Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 13:15 Samkvæmt reglugerð nr. 1111/2020 um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa er hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skýrt. Sjúkrahúsinu er ætlað að veita heilbrigðisþjónustu í samræmi við skyldur kennslusjúkrahúss, þar á meðal sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum heilbrigðisvísinda með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum. Þrátt fyrir skýrar lagaskyldur hefur SAk átt í erfiðleikum með að uppfylla þær. Vandinn liggur meðal annars í því hve erfitt hefur reynst að fá sérhæfða lækna til starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á lausnir, þar sem áhersla er lögð á aukið samstarf sjúkrahúsa um land allt til að tryggja bæði rekstrarhagkvæmni og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í stað þess að flytja sjúklinga langar vegalengdir til þjónustu, ætti markmiðið að vera að flytja þjónustuna nær fólkinu. Í byggðaáætlun fyrir 2022–2036 er sett fram markmið um að jafna aðgang að sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Heilbrigðisstefna Íslands til 2030 leggur sömuleiðis áherslu á örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þrátt fyrir þetta er aðgengi að sérfræðiþjónustu mismunandi eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustan mest aðgengileg, en hún versnar eftir því sem fjær dregur. Til að bregðast við þessu þarf að skipuleggja sérfræðiþjónustu í hverju heilbrigðisumdæmi út frá þörfum íbúa. Einnig þarf að skilgreina hvaða þjónustu er raunhæft að veita á sjúkrahúsum sem glíma við manneklu. Ein leið til að tryggja betra aðgengi á landsbyggðinni er að efla hlutverk Landspítalans og SAk, þannig að þau geti veitt heilbrigðisstofnunum um land allt stuðning með sérfræðilæknum. Þetta kallar á að læknamönnun á þessum sjúkrahúsum sé skipulögð með þetta hlutverk í huga. Heilbrigðisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins fyrir Norðurland eystra hafa lagt mikla áherslu á að færa þjónustuna nær fólki. Hins vegar er ljóst að betur má ef duga skal. Að flytja sérfræðilækna til landsbyggðarinnar frekar en að niðurgreiða ferðir sjúklinga til Reykjavíkur er bæði hagkvæmara og einfaldara. Er þetta í forgangi hjá þínum stjórnmálaflokki fyrir komandi alþingiskosningar? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt reglugerð nr. 1111/2020 um heilbrigðisumdæmi og hlutverk, starfsemi og þjónustu heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa er hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) skýrt. Sjúkrahúsinu er ætlað að veita heilbrigðisþjónustu í samræmi við skyldur kennslusjúkrahúss, þar á meðal sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum heilbrigðisvísinda með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum. Þrátt fyrir skýrar lagaskyldur hefur SAk átt í erfiðleikum með að uppfylla þær. Vandinn liggur meðal annars í því hve erfitt hefur reynst að fá sérhæfða lækna til starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á lausnir, þar sem áhersla er lögð á aukið samstarf sjúkrahúsa um land allt til að tryggja bæði rekstrarhagkvæmni og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í stað þess að flytja sjúklinga langar vegalengdir til þjónustu, ætti markmiðið að vera að flytja þjónustuna nær fólkinu. Í byggðaáætlun fyrir 2022–2036 er sett fram markmið um að jafna aðgang að sérfræðiþjónustu óháð búsetu. Heilbrigðisstefna Íslands til 2030 leggur sömuleiðis áherslu á örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Þrátt fyrir þetta er aðgengi að sérfræðiþjónustu mismunandi eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustan mest aðgengileg, en hún versnar eftir því sem fjær dregur. Til að bregðast við þessu þarf að skipuleggja sérfræðiþjónustu í hverju heilbrigðisumdæmi út frá þörfum íbúa. Einnig þarf að skilgreina hvaða þjónustu er raunhæft að veita á sjúkrahúsum sem glíma við manneklu. Ein leið til að tryggja betra aðgengi á landsbyggðinni er að efla hlutverk Landspítalans og SAk, þannig að þau geti veitt heilbrigðisstofnunum um land allt stuðning með sérfræðilæknum. Þetta kallar á að læknamönnun á þessum sjúkrahúsum sé skipulögð með þetta hlutverk í huga. Heilbrigðisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins fyrir Norðurland eystra hafa lagt mikla áherslu á að færa þjónustuna nær fólki. Hins vegar er ljóst að betur má ef duga skal. Að flytja sérfræðilækna til landsbyggðarinnar frekar en að niðurgreiða ferðir sjúklinga til Reykjavíkur er bæði hagkvæmara og einfaldara. Er þetta í forgangi hjá þínum stjórnmálaflokki fyrir komandi alþingiskosningar? Höfundur er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun