Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:02 Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun