Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 10:46 Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun