Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 09:38 Nýr Landspítali rýs við Hringbraut en ný geðdeildarbygging mun hins vegar ekki rísa á því svæði. Vísir/Vilhelm Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Ákvörðunin byggi á ítarlegri valkostagreiningu sem sýni kosti ráðstöfunarinnar og sé í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg en til að tryggja nálægð við aðra þjónustu spítalans er áætlað að húsnæðið verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24 þúsund fermetrar, áætlaður framkvæmdatími er fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030. Núverandi húsnæði ekki boðlegt og Hringbraut óheppileg Heilbrigðisráðherra tilkynnti á síðasta ári ákvörðun sína um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi væri ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu staðfesti það. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í valkostagreiningu um staðsetningu sem hafi leitt í ljós að uppbygging við Hringbraut myndi hafa hamlandi áhrif á þróun annarrar starfsemi spítalans á lóðinni til framtíðar. Enn fremur gætu framkvæmdir við nýbyggingu og/eða breytingar á eldra húsnæði ekki hafist fyrr en megnið af eldri byggingum hefðu verið rýmdar. Þannig mætti áætla að geðþjónusta í nýjum húsakynnum kæmist ekki í gagnið fyrr en eftir tíu til fimmtán ár. Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Ákvörðunin byggi á ítarlegri valkostagreiningu sem sýni kosti ráðstöfunarinnar og sé í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg en til að tryggja nálægð við aðra þjónustu spítalans er áætlað að húsnæðið verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24 þúsund fermetrar, áætlaður framkvæmdatími er fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030. Núverandi húsnæði ekki boðlegt og Hringbraut óheppileg Heilbrigðisráðherra tilkynnti á síðasta ári ákvörðun sína um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi væri ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu staðfesti það. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í valkostagreiningu um staðsetningu sem hafi leitt í ljós að uppbygging við Hringbraut myndi hafa hamlandi áhrif á þróun annarrar starfsemi spítalans á lóðinni til framtíðar. Enn fremur gætu framkvæmdir við nýbyggingu og/eða breytingar á eldra húsnæði ekki hafist fyrr en megnið af eldri byggingum hefðu verið rýmdar. Þannig mætti áætla að geðþjónusta í nýjum húsakynnum kæmist ekki í gagnið fyrr en eftir tíu til fimmtán ár.
Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels