Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2024 16:39 Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað þann 22. ágúst síðastliðinn. Einn er grunaður um verknaðinn. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst sætir gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi. Varðhaldstíminn teygir sig yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu.
Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira