Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 07:02 Hér má sjá hin sérstöku leikmannagöng á heimavelli St. Pauli 1910 en leikvangurinn heitir Millerntor Stadium. Getty/S. Mellar Hver er framtíð fótboltafélaga á netinu? Stórt félag í Þýskalandi er á því að hún sé ekki á samfélagsmiðlinum X sem áður hér Twitter. Samfélagsmiðlar hafa verið stór vettvangur fyrir íþróttafélög heimsins og nauðsynlegur vettvangur fyrir þau til að vekja athygli á sér og sínum auk þess að auglýsa leiki og viðburði. Þýska fótboltafélagið St. Pauli hefur nú tekið þá ákvörðun að yfirgefa X-ið og hafa forráðamenn félagsins við það tilefni kallað miðilinn „hatursvél“. Félagið er frá Hamborg. Kaup Elon Musk á X-inu hefur visslega opnað dyrnar fyrir allskonar ósóma og nær allt eftirlit heyrir nú sögunni til. Hatursræða, öfgaskoðanir, samsæriskenningar og rasismi hafa flætt um samfélagsmiðilinn sem aldrei fyrr. Guardian fjallar um ákvörðun St. Pauli félagsins en Guardian er hætt að deila efni sínu á X-inu. St. Pauli yfirgaf ekki aðeins X-ið heldur hefur einnig kvatt stuðningsmenn félagsins frekar til að nota frekar Bluesky sem er svipaður vettvangur á netinu. St. Pauli var með yfir 250 þúsund fylgjendur á X-inu. Félagið ákvað að eyðileggja ekki X-reikning félagsins heldur mun hann vera til staðar sem söguleg heimild. Fleiri færslur munu hins vegar ekki koma það inn. Félagið hafði einnig rætt málin við meðlimi sína áður en þessi ákvörðun var tekin. Það verður fróðlegt að sjá hvort fleiri félög bætist í hópinn og hvort að Bluesky taki í framhaldinu mikinn vaxtarkipp. St. Pauli spilar í þýsku bundesligunni í vetur eftir að haga komist upp úr b-deildinni í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa verið stór vettvangur fyrir íþróttafélög heimsins og nauðsynlegur vettvangur fyrir þau til að vekja athygli á sér og sínum auk þess að auglýsa leiki og viðburði. Þýska fótboltafélagið St. Pauli hefur nú tekið þá ákvörðun að yfirgefa X-ið og hafa forráðamenn félagsins við það tilefni kallað miðilinn „hatursvél“. Félagið er frá Hamborg. Kaup Elon Musk á X-inu hefur visslega opnað dyrnar fyrir allskonar ósóma og nær allt eftirlit heyrir nú sögunni til. Hatursræða, öfgaskoðanir, samsæriskenningar og rasismi hafa flætt um samfélagsmiðilinn sem aldrei fyrr. Guardian fjallar um ákvörðun St. Pauli félagsins en Guardian er hætt að deila efni sínu á X-inu. St. Pauli yfirgaf ekki aðeins X-ið heldur hefur einnig kvatt stuðningsmenn félagsins frekar til að nota frekar Bluesky sem er svipaður vettvangur á netinu. St. Pauli var með yfir 250 þúsund fylgjendur á X-inu. Félagið ákvað að eyðileggja ekki X-reikning félagsins heldur mun hann vera til staðar sem söguleg heimild. Fleiri færslur munu hins vegar ekki koma það inn. Félagið hafði einnig rætt málin við meðlimi sína áður en þessi ákvörðun var tekin. Það verður fróðlegt að sjá hvort fleiri félög bætist í hópinn og hvort að Bluesky taki í framhaldinu mikinn vaxtarkipp. St. Pauli spilar í þýsku bundesligunni í vetur eftir að haga komist upp úr b-deildinni í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira