Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 06:31 Heimamaðurinn Charles Leclerc, sem keyrir fyrir Ferrari, fagnaði sigri í Mónakókappakstrinum í ár. Getty/Bryn Lennon Formúla 1 er ekki á förum frá smáríkinu Mónakó. Nýr risasamningur er í höfn sem gleður margar formúluáhugamenn. Samkomulagið er nú klárt á milli Bifreiðaklúbbs Mónakó og toppliðanna í formúlu 1. Samningurinn var kynntur í gær. Mónakókappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950 og á hverju ári síðan 1955. Keppnin er mjög sérstök því hún fer fram á þröngum götum Mónakó. Kappar eins og Ayrton Senna, Michael Schumacher og Niki Lauda hafa fagnað þar sigri. Sagan er mikil og það er mikil hátíð þegar keppnin fer þar fram. Í ár var það heimamaðurinn Charles Leclerc, sem er fæddur í Mónakó, sem fagnaði tilfinningaríkum sigri. „Ég er ánægður með að formúla 1 verði áfram í Mónakó til ársins 2031,“ sagði Stefano Domenicali, forseti formúlu 1. Það voru einhverjar vangaveltur uppi um að Mónakó myndi detta alveg út af dagatalinu eða Mónakókappaksturinn myndi ekki fara fram á hverju ári. Af því verður ekki. Það fylgir keppninni vissulega mikill glamúr en um leið er hún oft ekki mjög spennandi þar sem að það er nánast ómögulegt að taka fram úr á þröngri brautinni. Mónakókappaksturinn á næsta ári mun fara fram 25. maí. BREAKING: Formula 1 to continue to race in Monaco after new multi-year deal#F1 pic.twitter.com/sfXyX4bAJZ— Formula 1 (@F1) November 14, 2024 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Samkomulagið er nú klárt á milli Bifreiðaklúbbs Mónakó og toppliðanna í formúlu 1. Samningurinn var kynntur í gær. Mónakókappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950 og á hverju ári síðan 1955. Keppnin er mjög sérstök því hún fer fram á þröngum götum Mónakó. Kappar eins og Ayrton Senna, Michael Schumacher og Niki Lauda hafa fagnað þar sigri. Sagan er mikil og það er mikil hátíð þegar keppnin fer þar fram. Í ár var það heimamaðurinn Charles Leclerc, sem er fæddur í Mónakó, sem fagnaði tilfinningaríkum sigri. „Ég er ánægður með að formúla 1 verði áfram í Mónakó til ársins 2031,“ sagði Stefano Domenicali, forseti formúlu 1. Það voru einhverjar vangaveltur uppi um að Mónakó myndi detta alveg út af dagatalinu eða Mónakókappaksturinn myndi ekki fara fram á hverju ári. Af því verður ekki. Það fylgir keppninni vissulega mikill glamúr en um leið er hún oft ekki mjög spennandi þar sem að það er nánast ómögulegt að taka fram úr á þröngri brautinni. Mónakókappaksturinn á næsta ári mun fara fram 25. maí. BREAKING: Formula 1 to continue to race in Monaco after new multi-year deal#F1 pic.twitter.com/sfXyX4bAJZ— Formula 1 (@F1) November 14, 2024
Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira