Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2024 13:33 Fyrsta flugið til Istanbúl verður í september 2025. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur bætt nýjum áfangastað við leiðakerfið sitt, hinni sögufrægu borg Istanbul í Tyrklandi. Flogið verður til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá 5. september 2025 og er flugtími um fimm klukkustundir og 30 mínútur. Í tilkynningu segir að samhliða beinu flugi til Istanbul muni Icelandair efla enn frekar samstarf við flugfélagið Turkish Airlines en félögin undirrituðu samning um sammerkt flug sumarið 2023. „Turkish Airlines er það flugfélag í heiminum sem flýgur til flestra landa og er beint flug Icelandair til Istanbul sérstaklega tímasett til að tengja vel við flug Turkish Airlines áfram til Asíu og Mið-Austurlanda. Þegar samstarfið hefur öðlast fullt gildi verður hægt að bjóða upp á hentugar tengingar og allt að átta klukkutímum styttri ferðatíma til og frá fjölda áfangastaða í austri. Istanbul er stærsta borg Tyrklands og liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf. Borgin er því eins konar brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Istanbul býr yfir ríkri sögu sem hægt er að rekja aftur til sjöundu aldar fyrir Krist og þar er að finna fjölda sögulegra bygginga og spennandi safna. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að Istanbul sé frábær áfangastaður og með auknu samstarfi við Turkish Airlines opnist mjög góðar tengingar til Íslands frá fjölda áfangastaða í austri. äUndanfarin ár höfum við fundið fyrir síauknum áhuga á ferðalögum á milli Asíu og Íslands og með þessum nýju tengingum eflum við sölu- og dreifikerfi okkar í Asíu. Þannig styrkjum við enn frekar okkar öfluga leiðakerfi og sömuleiðis tengingar við spennandi markaði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Tengdar fréttir Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Í tilkynningu segir að samhliða beinu flugi til Istanbul muni Icelandair efla enn frekar samstarf við flugfélagið Turkish Airlines en félögin undirrituðu samning um sammerkt flug sumarið 2023. „Turkish Airlines er það flugfélag í heiminum sem flýgur til flestra landa og er beint flug Icelandair til Istanbul sérstaklega tímasett til að tengja vel við flug Turkish Airlines áfram til Asíu og Mið-Austurlanda. Þegar samstarfið hefur öðlast fullt gildi verður hægt að bjóða upp á hentugar tengingar og allt að átta klukkutímum styttri ferðatíma til og frá fjölda áfangastaða í austri. Istanbul er stærsta borg Tyrklands og liggur beggja vegna Bosporussunds, sem tengir Svartahaf og Marmarahaf. Borgin er því eins konar brú milli Asíu og Evrópu, bæði hvað varðar landafræði og menningu. Istanbul býr yfir ríkri sögu sem hægt er að rekja aftur til sjöundu aldar fyrir Krist og þar er að finna fjölda sögulegra bygginga og spennandi safna. Basarinn mikli, sem hefur starfað frá árinu 1461, er einn elsti og stærsti yfirbyggði markaður veraldar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að Istanbul sé frábær áfangastaður og með auknu samstarfi við Turkish Airlines opnist mjög góðar tengingar til Íslands frá fjölda áfangastaða í austri. äUndanfarin ár höfum við fundið fyrir síauknum áhuga á ferðalögum á milli Asíu og Íslands og með þessum nýju tengingum eflum við sölu- og dreifikerfi okkar í Asíu. Þannig styrkjum við enn frekar okkar öfluga leiðakerfi og sömuleiðis tengingar við spennandi markaði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Ferðalög Tengdar fréttir Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Taka flugið til Tyrklands Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar áður en áætlunin verður tekin upp að nýju í september og fram yfir miðjan nóvember. 9. október 2024 10:17