Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson og Eyjólfur Árni Rafnsson skrifa 14. nóvember 2024 12:31 Undanfarið hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar um hvernig bæta megi afkomu ríkissjóðs og fjármagna brýn verkefni. Ein þeirra lýtur að því skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu í stað þess að greiða skatt af lífeyri þegar hann kemur til útgreiðslu. Hafa þessar hugmyndir verið kynntar sem einhvers konar töfralausn, fundið fé sem hvorki muni hafa áhrif á afkomu lífeyrisþega né afkomu ríkissjóðs til framtíðar. Það er alrangt. Slíkar hugmyndir væru ekkert minna en afturför lífeyrismála á Íslandi og upptaka á vandamálum sem margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir með verulega neikvæðum áhrifum á kjör eldra fólks og útgjöld hins opinbera. Meginkostur íslenska lífeyriskerfisins er að hver kynslóð stendur undir eigin lífeyri og hluta þeirrar þjónustu sem hún nýtur með skattgreiðslum af honum. Þetta er einkar mikilvægt nú þegar miklar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar, fólki á vinnualdri fækkar og lífeyristökum fjölgar. Í dag eru um sex vinnandi einstaklingar á móti hverjum eftirlaunataka. Viðbúið er að eftir 25 ár verði einungis þrír vinnandi á móti hverjum eftirlaunataka. Í dag greiða atvinnurekendur og launafólk reglulega af launum í lífeyrissjóði fyrir hvern starfsmann. Við inngreiðslu er fjárhæðin ekki skattlögð, heldur látin ávaxtast óskert þar til taka lífeyris hefst. Lífeyristakar greiða því skatt þegar þeir taka eftirlaun sín út úr lífeyrissjóðum. Þannig nýtist lífeyrir ekki eingöngu til framfærslu lífeyristaka heldur fjármagnar við útgreiðslu með sköttum samneyslu samfélagsins á hverjum tíma. Sé þessi skattur innheimtur á meðan fólk er á vinnumarkaði er ljóst að framtíðarkynslóðir munu bera mun þyngri skattbyrði en ella eða að opinber þjónusta verður af skornari skammti. Breyting í þessa veru hefði því í reynd í för með sér að hluta lífeyrissparnaðarins yrði breytt úr sjóðsöfnun í gegnumstreymi sem væri í hrópandi mótsögn við tilgang lífeyriskerfisins og allar alþjóðlegar ráðleggingar til áratuga. Óhjákvæmilega verða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum lægri ef lægra hlutfall iðgjalda er ávaxtað hjá lífeyrissjóðum. Þetta mun þýða að framtíðarútgjöld í almannatryggingakerfinu, sem fjármögnuð eru með skatttekjum á hverjum tíma, verða hærri, sem enn mun þyngja skattbyrði komandi kynslóða eða rýra verulega kjör lífeyristaka framtíðarinnar. Íslenska lífeyriskerfið var byggt upp af framsýni og hefur staðist tímans tönn. Það sést best á því að lífeyrissjóðirnir standa undir meginhluta lífeyristekna almennings sem stöðugt fara vaxandi. Alþjóðlega er litið til okkar þegar kemur að árangri við að tryggja afkomu lífeyristaka og ekki síst hvað varðar sjálfbærni lífeyriskerfisins til framtíðar. Lífeyriskerfið er margþætt og stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum og verkefnið nú sem hingað til að halda áfram að bæta kerfið og vera vakandi fyrir því sem gera má betur. Ekki síst þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga bæði í nútíð og framtíð. Hugmyndir um skattlagningu lífeyrisiðgjalds við inngreiðslu er ekki hluti af því verkefni því þær eru í reynd tillaga um stórkostlegan tilflutning á skattbyrði á milli kynslóða og aðför að kjörum og velferð hvort tveggja lífeyristaka og vinnandi fólks til framtíðar. Lífeyriskerfi Íslendinga stendur vel og er sjálfbært. Við skulum standa vörð um eitt besta lífeyriskerfi í heimi og ekki láta skammtímasjónarmið raska grundvallarstoð kerfisins. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti Alþýðusambands Íslands Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Finnbjörn A. Hermannsson Eyjólfur Árni Rafnsson ASÍ Skattar og tollar Atvinnurekendur Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar um hvernig bæta megi afkomu ríkissjóðs og fjármagna brýn verkefni. Ein þeirra lýtur að því skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu í stað þess að greiða skatt af lífeyri þegar hann kemur til útgreiðslu. Hafa þessar hugmyndir verið kynntar sem einhvers konar töfralausn, fundið fé sem hvorki muni hafa áhrif á afkomu lífeyrisþega né afkomu ríkissjóðs til framtíðar. Það er alrangt. Slíkar hugmyndir væru ekkert minna en afturför lífeyrismála á Íslandi og upptaka á vandamálum sem margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir með verulega neikvæðum áhrifum á kjör eldra fólks og útgjöld hins opinbera. Meginkostur íslenska lífeyriskerfisins er að hver kynslóð stendur undir eigin lífeyri og hluta þeirrar þjónustu sem hún nýtur með skattgreiðslum af honum. Þetta er einkar mikilvægt nú þegar miklar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar, fólki á vinnualdri fækkar og lífeyristökum fjölgar. Í dag eru um sex vinnandi einstaklingar á móti hverjum eftirlaunataka. Viðbúið er að eftir 25 ár verði einungis þrír vinnandi á móti hverjum eftirlaunataka. Í dag greiða atvinnurekendur og launafólk reglulega af launum í lífeyrissjóði fyrir hvern starfsmann. Við inngreiðslu er fjárhæðin ekki skattlögð, heldur látin ávaxtast óskert þar til taka lífeyris hefst. Lífeyristakar greiða því skatt þegar þeir taka eftirlaun sín út úr lífeyrissjóðum. Þannig nýtist lífeyrir ekki eingöngu til framfærslu lífeyristaka heldur fjármagnar við útgreiðslu með sköttum samneyslu samfélagsins á hverjum tíma. Sé þessi skattur innheimtur á meðan fólk er á vinnumarkaði er ljóst að framtíðarkynslóðir munu bera mun þyngri skattbyrði en ella eða að opinber þjónusta verður af skornari skammti. Breyting í þessa veru hefði því í reynd í för með sér að hluta lífeyrissparnaðarins yrði breytt úr sjóðsöfnun í gegnumstreymi sem væri í hrópandi mótsögn við tilgang lífeyriskerfisins og allar alþjóðlegar ráðleggingar til áratuga. Óhjákvæmilega verða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum lægri ef lægra hlutfall iðgjalda er ávaxtað hjá lífeyrissjóðum. Þetta mun þýða að framtíðarútgjöld í almannatryggingakerfinu, sem fjármögnuð eru með skatttekjum á hverjum tíma, verða hærri, sem enn mun þyngja skattbyrði komandi kynslóða eða rýra verulega kjör lífeyristaka framtíðarinnar. Íslenska lífeyriskerfið var byggt upp af framsýni og hefur staðist tímans tönn. Það sést best á því að lífeyrissjóðirnir standa undir meginhluta lífeyristekna almennings sem stöðugt fara vaxandi. Alþjóðlega er litið til okkar þegar kemur að árangri við að tryggja afkomu lífeyristaka og ekki síst hvað varðar sjálfbærni lífeyriskerfisins til framtíðar. Lífeyriskerfið er margþætt og stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum og verkefnið nú sem hingað til að halda áfram að bæta kerfið og vera vakandi fyrir því sem gera má betur. Ekki síst þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga bæði í nútíð og framtíð. Hugmyndir um skattlagningu lífeyrisiðgjalds við inngreiðslu er ekki hluti af því verkefni því þær eru í reynd tillaga um stórkostlegan tilflutning á skattbyrði á milli kynslóða og aðför að kjörum og velferð hvort tveggja lífeyristaka og vinnandi fólks til framtíðar. Lífeyriskerfi Íslendinga stendur vel og er sjálfbært. Við skulum standa vörð um eitt besta lífeyriskerfi í heimi og ekki láta skammtímasjónarmið raska grundvallarstoð kerfisins. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti Alþýðusambands Íslands Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun