„Við þurfum að fara að vinna leiki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2024 11:31 Kári Jónsson segir Valsmenn harðákveðna í því að komast aftur á sigurbraut. Vísir / Anton Brink „Þetta verður alvöru leikur í kvöld,“ segir Kári Jónsson, leikmaður Vals. Hans menn taka á móti KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 í Bónus deild karla. Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum. Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar en hafa byrjað leiktíðina brösuglega. Liðið tapaði með sautján stiga mun fyrir Hetti á Egilsstöðum í síðustu umferð og eru með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar. „Við þurfum að fara að vinna leiki. Hver leikur er erfiður í þessari deild eins og hún er. Við þurfum algjörlega að fara að finna leiðir til að vinna leiki. Það er það mikilvægasta í stöðunni. Við erum ekkert ofboðslega mikið að pæla í því hvar við stöndum akkúrat núna í töflunni,“ segir Kári í samtali við íþróttadeild. Valsmenn séu ekki mikið að spá í stöðuna í töflunni þegar svo skammt er liðið á mótið. „Ef við vinnum einn eða tvo leiki fljúgum við örugglega upp í töflunni. Það að fara að vinna leiki, það er það mikilvægasta fyrir okkur. Við þurfum að gera betur en við gerðum á Egilsstöðum og mæta tilbúnir í likinn í kvöld.“ Mikill missir af Finni Frey Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsliðsins, hefur verið í veikindaleyfi frá því að deildarkeppnin hófst og því ekki verið til taks. Aðspurður um ástæður gengisins segir Kári fjarveru Finns augljóslega spila sinn part. Finnur Freyr stýrði Vals til Íslandsmeistaratitils í vor en hefur verið fjarverandi það sem af er hausti.Vísir/Pawel „Það er auðvitað risa partur af því. En þetta eru spilin sem eru gefin okkur. Við erum ekki að fara afsaka okkur eða vorkenna okkur vegna þess. Þetta er staðan sem við erum í. Við erum búnir að vera að vinna úr því og vinna í ákveðnum hlutum til að gera betur,“ „Við áttum fína viku og vonandi náum við að færa það inn í leikinn í kvöld betur en við gerðum síðast. Þá erum við í góðum málum. Við erum með hörkumannskap og fullt af leikmönnum sem kunna alveg á körfubolta og vita um hvað þetta snýst. Það er bara að tengja þetta saman og vera á sömu blaðsíðunni, allir,“ segir Kári. Nimrod Hilliard er á meðal þeirra sem Valsmenn þurfa að takast á við í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Fyrst og fremst býst Kári við hörkuleik milli fornra fjenda er KR-ingar koma í heimsókn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég er spenntur. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og það verður gaman kljást við KR-ingana í kvöld. Þeir eru búnir að vera sprækir og spila vel. Við þurfum virkilega að vinna fyrir hlutunum. Þeir eru mjög öflugir og duglegir, stóru mennirnir, og svo frábærir bakverðir í Nimrod [Hilliard] og Tóta [Þóri Þorbjarnarsyni]. Að leggja á okkur meira en þeir er held ég númer 1, 2 og 3,“ segir Kári. Leikur KR og Vals er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 BD. Sá leikur er GAZ-leikur vikunnar þar sem þeir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leiknum.
Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins