Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:01 Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar. Andleg þrautseigja er færni sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir og mótlæti í lífinu. Henni má lýsa í tveimur hlutum; að komast í gegnum erfiðleika og að vaxa og þroskast í gegnum þá. Fyrri hlutinn felur í sér að komast í gegnum áskoranir og erfiðleika sem koma upp. Á meðan seinni hlutinn snýr að því að vera opin fyrir tækifærinu sem liggur í erfiðleikum, að þroskast og vaxa í gegnum erfiðleikana. Það er alls ekki auðvelt eða sjálfgefið en það er hins vegar dýrmætt tækifæri sem við höfum til þess að takast betur á við erfiðleika og áskoranir í lífinu og verða betri útgáfa af okkur sjálfum eftir á. Á þann hátt er hægt að snúa erfiðleikum og áskorunum sér í hag, í stað þess eingöngu að komast í gegnum þá. Þar sem þetta ferli er krefjandi og þarfnast orku, er eðlilegt að spyrja sig: Af hverju ætti ég að leggja svona mikið á mig til þess að efla andlega þrautseigju? Er þetta ekki bara einhver lúxus sem fáir hafa tíma fyrir? Svarið liggur í því að lífið er fullt af áskorunum og erfiðleikum, bæði minni og meiriháttar. Það fylgir því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. En það sem við höfum stjórn á og getum haft áhrif á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum. Við getum þjálfað okkur í því að velja uppbyggileg viðhorf, tilfinningar og hegðun sem byggja upp andlega þrautseigju. Það er tækifærið sem við höfum. Hagnýt verkfæri til að efla andlega þrautseigju Við getum aukið andlega þrautseigju með því að gefa okkur reglulega tíma til að velja hvernig við bregðumst við áskorunum í daglegu lífi. Aðferðir eins og núvitund, öndunartækni og að virkja jákvæðar tilfinningar eru dæmi um leiðir sem við getum þjálfað okkur í til að efla okkur í að takast á við alls kyns áskoranir í lífinu. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar. Andleg þrautseigja er færni sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir og mótlæti í lífinu. Henni má lýsa í tveimur hlutum; að komast í gegnum erfiðleika og að vaxa og þroskast í gegnum þá. Fyrri hlutinn felur í sér að komast í gegnum áskoranir og erfiðleika sem koma upp. Á meðan seinni hlutinn snýr að því að vera opin fyrir tækifærinu sem liggur í erfiðleikum, að þroskast og vaxa í gegnum erfiðleikana. Það er alls ekki auðvelt eða sjálfgefið en það er hins vegar dýrmætt tækifæri sem við höfum til þess að takast betur á við erfiðleika og áskoranir í lífinu og verða betri útgáfa af okkur sjálfum eftir á. Á þann hátt er hægt að snúa erfiðleikum og áskorunum sér í hag, í stað þess eingöngu að komast í gegnum þá. Þar sem þetta ferli er krefjandi og þarfnast orku, er eðlilegt að spyrja sig: Af hverju ætti ég að leggja svona mikið á mig til þess að efla andlega þrautseigju? Er þetta ekki bara einhver lúxus sem fáir hafa tíma fyrir? Svarið liggur í því að lífið er fullt af áskorunum og erfiðleikum, bæði minni og meiriháttar. Það fylgir því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. En það sem við höfum stjórn á og getum haft áhrif á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum. Við getum þjálfað okkur í því að velja uppbyggileg viðhorf, tilfinningar og hegðun sem byggja upp andlega þrautseigju. Það er tækifærið sem við höfum. Hagnýt verkfæri til að efla andlega þrautseigju Við getum aukið andlega þrautseigju með því að gefa okkur reglulega tíma til að velja hvernig við bregðumst við áskorunum í daglegu lífi. Aðferðir eins og núvitund, öndunartækni og að virkja jákvæðar tilfinningar eru dæmi um leiðir sem við getum þjálfað okkur í til að efla okkur í að takast á við alls kyns áskoranir í lífinu. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun