Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2024 18:06 Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Vísir/Hanna Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins var samþykktur á stjórnarfundi í dag. Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sautján milljónum króna samanborið við 321 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. „Skýrist þessi munur helst af minni tekjum af IoT þjónustu, hærra kostnaðarverði og hærri afskriftum sýningarrétta sem voru lægri á sama tíma í fyrra vegna endursamninga við birgja,“ segir í tilkynningu Sýnar. Í tilkynningunni er bent á að þann 1.október síðastliðinn hafi verið undirritaður kaupsamningur við Hexatronic um hluta af starfsemi Endor, dótturfyrirtæki Sýnar. Viðmiðunardagur viðskiptanna var 20. september en hluti kaupverðsins var greiddur í byrjun október. Fram kemur að árangur félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sé í samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti þann 2. júlí síðastliðinn. Þar var gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptisliða, yrði á bilinu 900 til 1100 milljónir króna. „Árangur félagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins er í samræmi við útgefna afkomuspá fyrir árið 2024 sem við birtum 2. júlí síðastliðinn en afkomuspá fyrir árið 2024 gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) yrði á bilinu 900-1.100 m.kr. án leiðréttinga vegna einskiptisliða. Við reiknum með að ná þessu markmiði en að niðurstaðan verði nær neðri mörkum sem gefin voru upp í afkomuspánni. Ástæður þess eru einna helst ákvarðanir sem teknar voru á fjórðungnum hvað varðar minnkandi eignfærslu launa og upphreinsun á eldri farsímalager í eigu félagsins. Félagið er einnig á réttri leið með að ná markmiðum sínum í skilvirkni en markmiðið er að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024 sem ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án annara verkefna sem koma inn á því ári. Við erum fullviss um að ná því markmiði einnig,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar. „Eins og áður hefur komið fram hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið lituð af of mikilli yfirbyggingu þar sem sameiningar fyrri ára hafa ekki verið að fullu innleiddar inn í rekstur félagsins. Nýir stjórnendur komu inn á þessu ári og höfum við notað tímann vel í að kynnast félaginu en ekki síður tekið metnaðarfullar ákvarðanir til framtíðar.“ Herdís segir að nýtt skipurit endurspegli áherslur félagsins í þeim verkefnum sem framundan eru, og þau muni hjálpa félaginu að ná betri árangri í þjónustu við viðskiptavini og styrkja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. „Ég er þess fullviss um að ný áhersla okkar og átak í djúpri samþættingu og einföldun innan Sýnar muni leggja grunninn að sjálfbærum langtíma hagnaði og vexti. Við höfum unnið markvisst að mótun nýrrar stefnu Sýnar síðustu mánuði þar sem helstu drifkraftar eru skilvirkni, vöxtur og samvinna og lítum björtum augum til framtíðar.“ Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi var 363 milljónir króna, samanborið við 590 milljónir í fyrra. Hagnaður eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam sautján milljónum króna samanborið við 321 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. „Skýrist þessi munur helst af minni tekjum af IoT þjónustu, hærra kostnaðarverði og hærri afskriftum sýningarrétta sem voru lægri á sama tíma í fyrra vegna endursamninga við birgja,“ segir í tilkynningu Sýnar. Í tilkynningunni er bent á að þann 1.október síðastliðinn hafi verið undirritaður kaupsamningur við Hexatronic um hluta af starfsemi Endor, dótturfyrirtæki Sýnar. Viðmiðunardagur viðskiptanna var 20. september en hluti kaupverðsins var greiddur í byrjun október. Fram kemur að árangur félagsins á þriðja ársfjórðungi ársins sé í samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti þann 2. júlí síðastliðinn. Þar var gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptisliða, yrði á bilinu 900 til 1100 milljónir króna. „Árangur félagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins er í samræmi við útgefna afkomuspá fyrir árið 2024 sem við birtum 2. júlí síðastliðinn en afkomuspá fyrir árið 2024 gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) yrði á bilinu 900-1.100 m.kr. án leiðréttinga vegna einskiptisliða. Við reiknum með að ná þessu markmiði en að niðurstaðan verði nær neðri mörkum sem gefin voru upp í afkomuspánni. Ástæður þess eru einna helst ákvarðanir sem teknar voru á fjórðungnum hvað varðar minnkandi eignfærslu launa og upphreinsun á eldri farsímalager í eigu félagsins. Félagið er einnig á réttri leið með að ná markmiðum sínum í skilvirkni en markmiðið er að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024 sem ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án annara verkefna sem koma inn á því ári. Við erum fullviss um að ná því markmiði einnig,“ er haft eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar. „Eins og áður hefur komið fram hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið lituð af of mikilli yfirbyggingu þar sem sameiningar fyrri ára hafa ekki verið að fullu innleiddar inn í rekstur félagsins. Nýir stjórnendur komu inn á þessu ári og höfum við notað tímann vel í að kynnast félaginu en ekki síður tekið metnaðarfullar ákvarðanir til framtíðar.“ Herdís segir að nýtt skipurit endurspegli áherslur félagsins í þeim verkefnum sem framundan eru, og þau muni hjálpa félaginu að ná betri árangri í þjónustu við viðskiptavini og styrkja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar. „Ég er þess fullviss um að ný áhersla okkar og átak í djúpri samþættingu og einföldun innan Sýnar muni leggja grunninn að sjálfbærum langtíma hagnaði og vexti. Við höfum unnið markvisst að mótun nýrrar stefnu Sýnar síðustu mánuði þar sem helstu drifkraftar eru skilvirkni, vöxtur og samvinna og lítum björtum augum til framtíðar.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira