Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir og Margrét Sigmundsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 07:45 Í tilefni af alþjóðadegi sykursýki 14.nóvember Sykursýki tegund 1 er einn algengasti langvinni sjúkdómur barna. Hér á landi eru á annað hundrað börn og ungmenni með sjúkdóminn og nýgreiningum fjölgar hérlendis sem erlendis. Sykursýki tegund 1 er í flokki sjálfsónæmissjúkdóma og orsakast af því að ákveðnar frumur í brisinu hætta að framleiða insúlín. Insúlín er lífsnauðsynlegt hormón sem gegnir veigamiklu hlutverki, einkum þegar við borðum. Ráðgátan um orsakir tilkomu tegundar 1 sykursýki hefur enn ekki verið að fullu leyst en vitað er að það hefur ekkert með lífsstíl barna og ungmenna að gera og er því ekki áunnin sjúkdómur. Helstu einkenni og undanfari sykursýki af tegund 1 er aukinn þorsti og tíð þvaglát sem stafa af of háum blóðsykri, einnig orkuleysi, þreyta, undirmiga hjá yngri börnunum og sveppasýkingar til dæmis á bleyjusvæði ungbarna. Mikilvægt er að almenningur og fagfólk séu vakandi fyrir þessum einkennum, því dragist að greina sjúkdóminn geta börnin orðið lífshættulega veik á örfáum dögum. Stjórnun blóðsykurs og meðhöndlun felst í aðgæslu og vöktun á blóðsykri og gjöf á insúlíni allan sólarhringinn. Áföstum sykurnema er komið fyrir á húð barnsins og skipta þarf um hann á nokkurra daga fresti. Hér á landi eru flest börn með insúlíndælur sem gefa insúlín í gegnum húð með þar til gerðum slöngum og leggjum sem tengdir eru við börnin alla daga og nætur. Insúlín er gefið í hvert skipti sem barnið borðar, að undangenginni áætlun á kolvetnainntöku barnsins. Börnunum og fjölskyldum þeirra er ráðlagt, eins og öðrum barnafjölskyldum, að borða fjölbreytta, holla og góða fæðu. Þetta veldur oft misskilningi því algengt er að fundið sé að mataræði barnanna vegna vanþekkingar almennings á eðli og meðhöndlun sjúkdómsins. Þá hefur oft verið bent á það rangnefni sem þessum sjúkdómi hefur verið gefið, því heiti sjúkdóms má skilja sem svo að hinn sykursjúki einstaklingur sé sjúkur í sykur. Stjórnun blóðsykurs hjá börnum og ungmennum með sykursýki tegund 1 er afar flókin, óvægin og stundum óskiljanleg því það eru fjölmargir aðrir þættir en kolvetnin úr fæðunni sem hækka blóðsykur, svo semveikindi, kvíði og streita í umhverfi barnsins. Einnig getur lágur blóðsykur valdið miklum óþægindum og kvíða fyrir barnið og áhyggjum og streitu hjá foreldrum. Að stýra blóðsykri er mikil áskorun og felur í sér álag fyrir börnin og fjölskyldur þeirra og þarfir fyrir stuðning eru ólíkar eftir því á hvaða aldursskeiði barnið er. Yngstu börnin þurfa eðli málsins samkvæmt mjög mikla aðstoð og „vöktun“ allan sólarhringinn á meðan ungmenni sem efla þurfa sjálfsstæði sitt og styrkja sjálfsímynd sína með flókinn sjúkdóm í farteskinu þurfa annars konar stuðning en þó ekki síðri. Umönnunaraðilar og forráðamenn þurfa líka skilning og stuðning bæði frá nærumhverfi en ekki síður frá vinnuveitendum. Börn með sykursýki verja oft meira en helmingi vökutíma í leik-og grunnskóla að meðtöldu frístundstarfi og íþróttaiðkun. Börnin eru því í umsjá annarra en foreldra sinna stóran part dagsins. Það er aðdáunarvert að verða vitni að þeirri umhyggju og fagmennsku sem margir kennarar og starfsfólk skóla sýnir. En það gerist því miður oft að foreldrar leita til fagfólks, með óskir um úrræði og stuðning vegna þessa að skólastjórnendur horfa framhjá eða vanmeta mikilvægi þess að barnið fái sérhæfðan stuðning á skólatíma. Hér má benda á að í íslenskum grunnskólalögum segir að nemendur með sérþarfir þar með talið langveikir nemendur eigi rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Börn og ungmenni með sykursýki eru upp til hópa hraustir einstaklingar sem hafa sömu þarfir og langanir og önnur börn, en til þeirra eru gerðar afar miklar kröfur. Mikilvægt er að sýna börnunum og fjölskyldum þeirra skilning og tillitssemi. Vörumst að gefa óumbeðin ráð varðandi stjórnun sykursýkinnar. Við komumst ansi langt í stuðningi með því að spyrja um líðan og hvernig best sé að aðstoða barnið, á sama tíma sem fjölskyldu þess er sýnd virðing og skilningur á því umfangsmikla og vandasama verkefni sem glíman við sykursýki af tegund 1 er. Höfundar eru Elísabet Konráðsdóttir og Margrét Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingar á Göngudeild barna með sykursýki á Barnaspítala Hringsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðadegi sykursýki 14.nóvember Sykursýki tegund 1 er einn algengasti langvinni sjúkdómur barna. Hér á landi eru á annað hundrað börn og ungmenni með sjúkdóminn og nýgreiningum fjölgar hérlendis sem erlendis. Sykursýki tegund 1 er í flokki sjálfsónæmissjúkdóma og orsakast af því að ákveðnar frumur í brisinu hætta að framleiða insúlín. Insúlín er lífsnauðsynlegt hormón sem gegnir veigamiklu hlutverki, einkum þegar við borðum. Ráðgátan um orsakir tilkomu tegundar 1 sykursýki hefur enn ekki verið að fullu leyst en vitað er að það hefur ekkert með lífsstíl barna og ungmenna að gera og er því ekki áunnin sjúkdómur. Helstu einkenni og undanfari sykursýki af tegund 1 er aukinn þorsti og tíð þvaglát sem stafa af of háum blóðsykri, einnig orkuleysi, þreyta, undirmiga hjá yngri börnunum og sveppasýkingar til dæmis á bleyjusvæði ungbarna. Mikilvægt er að almenningur og fagfólk séu vakandi fyrir þessum einkennum, því dragist að greina sjúkdóminn geta börnin orðið lífshættulega veik á örfáum dögum. Stjórnun blóðsykurs og meðhöndlun felst í aðgæslu og vöktun á blóðsykri og gjöf á insúlíni allan sólarhringinn. Áföstum sykurnema er komið fyrir á húð barnsins og skipta þarf um hann á nokkurra daga fresti. Hér á landi eru flest börn með insúlíndælur sem gefa insúlín í gegnum húð með þar til gerðum slöngum og leggjum sem tengdir eru við börnin alla daga og nætur. Insúlín er gefið í hvert skipti sem barnið borðar, að undangenginni áætlun á kolvetnainntöku barnsins. Börnunum og fjölskyldum þeirra er ráðlagt, eins og öðrum barnafjölskyldum, að borða fjölbreytta, holla og góða fæðu. Þetta veldur oft misskilningi því algengt er að fundið sé að mataræði barnanna vegna vanþekkingar almennings á eðli og meðhöndlun sjúkdómsins. Þá hefur oft verið bent á það rangnefni sem þessum sjúkdómi hefur verið gefið, því heiti sjúkdóms má skilja sem svo að hinn sykursjúki einstaklingur sé sjúkur í sykur. Stjórnun blóðsykurs hjá börnum og ungmennum með sykursýki tegund 1 er afar flókin, óvægin og stundum óskiljanleg því það eru fjölmargir aðrir þættir en kolvetnin úr fæðunni sem hækka blóðsykur, svo semveikindi, kvíði og streita í umhverfi barnsins. Einnig getur lágur blóðsykur valdið miklum óþægindum og kvíða fyrir barnið og áhyggjum og streitu hjá foreldrum. Að stýra blóðsykri er mikil áskorun og felur í sér álag fyrir börnin og fjölskyldur þeirra og þarfir fyrir stuðning eru ólíkar eftir því á hvaða aldursskeiði barnið er. Yngstu börnin þurfa eðli málsins samkvæmt mjög mikla aðstoð og „vöktun“ allan sólarhringinn á meðan ungmenni sem efla þurfa sjálfsstæði sitt og styrkja sjálfsímynd sína með flókinn sjúkdóm í farteskinu þurfa annars konar stuðning en þó ekki síðri. Umönnunaraðilar og forráðamenn þurfa líka skilning og stuðning bæði frá nærumhverfi en ekki síður frá vinnuveitendum. Börn með sykursýki verja oft meira en helmingi vökutíma í leik-og grunnskóla að meðtöldu frístundstarfi og íþróttaiðkun. Börnin eru því í umsjá annarra en foreldra sinna stóran part dagsins. Það er aðdáunarvert að verða vitni að þeirri umhyggju og fagmennsku sem margir kennarar og starfsfólk skóla sýnir. En það gerist því miður oft að foreldrar leita til fagfólks, með óskir um úrræði og stuðning vegna þessa að skólastjórnendur horfa framhjá eða vanmeta mikilvægi þess að barnið fái sérhæfðan stuðning á skólatíma. Hér má benda á að í íslenskum grunnskólalögum segir að nemendur með sérþarfir þar með talið langveikir nemendur eigi rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. Börn og ungmenni með sykursýki eru upp til hópa hraustir einstaklingar sem hafa sömu þarfir og langanir og önnur börn, en til þeirra eru gerðar afar miklar kröfur. Mikilvægt er að sýna börnunum og fjölskyldum þeirra skilning og tillitssemi. Vörumst að gefa óumbeðin ráð varðandi stjórnun sykursýkinnar. Við komumst ansi langt í stuðningi með því að spyrja um líðan og hvernig best sé að aðstoða barnið, á sama tíma sem fjölskyldu þess er sýnd virðing og skilningur á því umfangsmikla og vandasama verkefni sem glíman við sykursýki af tegund 1 er. Höfundar eru Elísabet Konráðsdóttir og Margrét Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingar á Göngudeild barna með sykursýki á Barnaspítala Hringsins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar